Alþýðublaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Sunmidagur 11. okt. 1959 — 220. tbl. Einar Ögmundsson, for maður Vörubílstjórafé- lagsins Þröttar og einn af forystumönnum heims- friðarflokksins — þ. e. kommúnistaflokksins — hefur haft forgöngu um stofnun félagsskapar, sem fengið hefur einka- rétt á flutningi vopna, skotfæra og annarra nauðsynja varnarliðsins frá skipshiið í Reykja- A-LISTINN í Reykjavík efn- ir t'il almenns kjósendafundar í Iðnó nk. ]>riðjudagskvöld. — Margar stuttar ræSur verða íluttEir. Nánar verður skýrt frá fundinuni í þriðjudagsblaðinu. víkurhöfn á Keflavíkur- flugvöll. Félagið, sem stofnað hefur verið til flutninganna, heitir Suðurleiðir h.f. Samningar við Bandaríkja- menn voru undirritaðir síðast- liðinn laugardag og flutningar eru hafnir. Einar Ögmundsson hefur síarfað lengi í kommúnista- flokknum og þess má vænta, að hann láti eitthvað hrökkva til flokksins af hermangsgróð- anum. Með auknu fjármagni, má bú ast við, að málgagn flokksins, ■Þjóðviljinn, herði á hinni sek- leggu baráttu sinni gegn her- möngurum. Blaðinu er ókunnugt um, hvar höfuðstöðvar Suðurleiða verða, en gerir það að tillögu sinni, að kontórinn verði í Tjarnargötu 20. í FYRRINÓTT klukkan 2,50 var hringt til lögreglunnar í Reykjavík, og tilkynnt, að á- rekstur og slys hefði orðið á Digraneshálsi í Kópavogi. Lög reglan í Hafnarfirði og Reykj arvík fór þegar á vettvang. Bifreiðin R-4198 hafði ekið aftan á bifreiðina Y-431. Var áreksturinn svo harður, að.Y- 43L kastaðist 6 til 8 metra út fyrir veginn. Stórskemmdist bifreiðin og hjón sem í henni voru' slösuðust nokkuð. Ökumaðurinn á R-4198 ók á- fram og stakk af. Hóf lögregl- an þegar leit að honum. Hafn- arfjarðarlögreglan fann hhann í S'ilfurtúni. Hafði ökumaður- inn ekið upp á stein. Sjálfur var hann steinsofandi og útúr- drukkinn í bifreiðinni. Lögregl an gat ekki náð bifreiðinni af steininum. Ökumaðurinn var fluttur til Hafnarfjarðar og' gerð á hon- um blóðrannsókn. Hann var síðan settur í gæzluvarðhald. FORSÆTISRÁÐHERRA svaraði í gær bréfi Stéttarsam bands bænda, þiar sem samband ið skýrði svo firá, að yrði ekki gengið að vissum kröfum stétt- arsambandsins, mundi það hefja undirbuning að sölustöðv un á framleiðsluvörum bænda. f svari sínu segir forsætisráð- herna, að ríkisstjórnin telji eðlilegast, að endanleg af- gueiðsla á verðlagsmálum land- búnaðarins bíði næsta reglulegs alþingis, er saman kemur eftir kosningar. Samkvæmt því tei- ur ríkisstjórnin sig ekki geta gengið að kröfum Stéttarsam bandsins og mun stjórn sam- bandsins nú vafalaust taka til yfirvegunar á ný hvc.rt undir- I búia skuli sölustöðvun eða ekki. Bréf forsætisráðherra fer hér á eftir: Reykjavík, 9. okt. 1959. „Ég hef móttekið bréf stjórnar Stéttarsambands bænda, dags. 1. þ. m., þair sem þess er krafizt að ríkisstjórn- in hlutist til um að yfirnefnd sú. sem um ræðir í 5. gr. laga um framleiðsluráð landbúnað arins verði nú þegar gerð stEirfhæf, svo fundinn verði nýr grundvöllur til að byggja verðlagningu á. Jafnframt er frá því skýrt, að fundur stéttarsambandsins 30. sept. sl. hafi eftir atvikum getað fallizt á að frestað verði til 15. des. nk. að láta koma tii framkvæmda þá hækkun á vcirði Iandbúnaðarafurða, sem bændum beri. Út af þessu skal ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi: Með brottför neytendafull- trúanna úr verðlagsnefndinni og neitun þeirra á því að til- nefna menn í yfirnefndina hefur skapazt ástand, sem ekki cir gert ráð fyrir í lög- unum um framleiðsluráð land búnaðarins o. fl. og sem nokk uð virðist geta orkað tvímælis um hvernig við skuli bregð- ast. Ríkisstjórnin hefur talið að eðlilegast sé að bíða með endanlega afgreiðslu málsins þangað til hið nýkjörna þing kemur saman og láta það skera úr. Þetta cir þeim mun eðlilegra, þar sem upplýst er, að þetta muni ekki valda nein um töfum að ráði á greiðslum bóta, ef samþykktar verða, enda á það fallizt a£ fundi stéttarsambandsins að fresta framkvæmdinni tJll 15. des. Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.