Alþýðublaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 4
L\ Tf
££eœCíOJ^£ItO)
Útgefancli. Alþýðiiflokfcunnn. — Framkvæmdastjon. ui^uiiui Kristjánason.
— Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
<áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
▼ln Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 - 14 903. Auglý*
togarfmi 14 906 Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsimftis Mþýðublaöfiina,
Hverfisgata 8—10.
Stefnan og verkin
ÁHRIFAMAÐUR í Sjálfstæðisflokknum hef
ur gerzt óvenjulega hugkvæmur i kosningabarátt-
unni. Kenning hans er sú, að Alþýðuflokkurinn
reyni að eigna sér s'tefnumál Sjálfstæðisflokksins
—r og þykist meira að segja ætla að framkvæma
þau.
Hingað til hefur Alþýðuflokkurinn í þessu
efni verið veitandi en ekki þiggjandi. Stefnumál
hans hafa komizt í framkvæmd eitt af clðru og ger-
breytt íslenzku þjóðfélagi á skömmum tíma. Hann
átti frumkvæði að atvinnuþróuninni og félagsmála
löggjöfinni. Afturhaldsöflin streittust gegn þess-
um málum þangað til þeim stóð ótti af almennings
hylli þeirra. Alþýðuflokknum hefur tekizt að fram
kvæma stefnumál sín í samstarfi við alla hina
stjórnmálaflokkana í landinu. Áhrif hans eru ólíkt
meiri en ætla mætti af atkvæðamagni hans og þing
fylgi. Þessa hefur þjóðfélagið notið í ríkum mæli.
En þar fyrir hefur Alþýðuflokkurinn ekki getað
framkvæmt í minnihluta stærstu baráttumál sín,
því að auðvitað er samstarfi við aðra flokka tak-
mörk sett. Þau bíða þess vegna enn framkvæmd-
ar.
Alþýðuflokkurinn bregzt ekki baráttumál-
um sínum. Hann átti til dæmis frumkvæði að
því um síðustu áramót að stöðva dýrtíðarflóðið.
Sjálfstæðisflokkurinn studdi þá viðleitni drengi
lega, og Framsóknarflokkurinn undi henni með
hjásetu. Nú hefur Framsóknarflokkurinn glap-
izt til að beita sér fyrir því, að oheillaþróun verð
bólgunnar og dýrtíðarinnar komi aftur til sög-
unnar. Sjálfstæðisflokkurinn gengur í slóð Her-
manns og Eysteins og hyggst yfirbjóða þá í von
um bændafylgi. Stefna Alþýðuflokksins er hins
vegar óbreytt. Hann berst fyrir þeim úrræðum í
efnahagsmálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn
fylgdi í vetur og Framsóknarflokkurinn sætti
sig þá við. En sú fjöður er sannarlega ekki af
Sjálfstæðisflokknum tekin. Hins vegar er Sjálf-
stæðisflokkurinn illa reittur í kapphlaupinu við
Framsóknarflokkinn um blekkingu dýrtíðarinn-
ar og verðbólgunnar.
Stefnumál stjórnmálaflokka skipta sannarlega
miklu, en verkin ráða þó úrslitum. Aþýðuflokkur-
inn sýnir í verki, að hann fylgir þeim málum, sem
hann hefur mótað einn eða í samstarfi við aðra
flokka. Þess vegna hefur hann mátt sín mikils í
minnihluta, og þess vegna er þjóðinni óhætt að
trúa honum fyrir auknum áhrifum í landinu. Og sé
það að eigna sér stefnumál annarra flokka, þá eru
þau bezt komin í varðveizlu Alþýðuflokksins.
Hann ber gæfu til að samræma stefnuna og verk-
ín — og það er aðalatriðið.
SLYSAVARNáDEILDIN HRAUNPRÝÐI
í HAFNARFIRDI
heldur fund þriðjudaginn 13. okt. kl. 8,30
s.d. í Sjálfstæðishúsinu. — Venjuleg aðal-
fundarstörf. — Kaffidrykkja og Félagsvist —
Konur, fjölmennið. Stjórnin.
Lárus Pálsson, leikstjóri Delerium Bubonis.
L.R. hefur aftur sýning-
ar á Delerium Bubonis
LEIKÁRíÐ er í þann veginn
að hefjast hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Það byrjar á
sama hátt og það endaði síð-
ast með sýningum á Deleríum
Bubonis þeirra bræðra Jóns
Múla og Jónasar Árnasonar, en
það reykvíska sjónarspil var
sýnt fjörutíu sinnum fyrir fullu
húsi á síðasta leikári.
Delerium Bubonis verður
sýnt í fyrsta sinn á hauetinu
í kvöld klukkan 20.00 í
Iðnó, en á því húsi hafa verið
gerðar talsverðar umbætur til
þæginda fyrir leikhúsgesti.
Næsta viðfangsefni leikfé-
lagsins á þessu ári verður svo
„Sex. persónur leita höfundar11
eftir L. Pirandello í þýðingu
Sverris Thoroddsen. Leikrit
þetta sýndi Leikfélagið vetur-
inn 1926—27, en það nefndist
þá „Sex verur í leit að höfundi“
og þýðandi var annar. Leik-
Aðalfundur
stjóri verður Jón Sigurbjörns-
son, en leikendur eru margir.
Aðalhlutverkin eru í höndum
Gísla Halldórssonar, Þóru Frið-
riksdóttur, Guðmundar Páls-
sonar, Steindórs Hjörleifsson-
ar og Áróru Halldórsdóttur.
Síðan er í ráði að sýna „Beð-
ið eftir Godtot“ eftir Samuel
Beckett, leikstjóri Baldvin
Halldórsson, þýðandi Indriði
G. Þorsteinsson. Hlutverkin í
þeim leik eru aðeins fjögur, en
þau eru leikin af Brynjólfi Jó-
hannessyni, Árna Tryggvasyni,
Gísla Halldórssyni og Guð-
mundi Pálssyni.
Loks hefur orðið nokkur
breyting á stjórn Leikfélags
Reykjavíkur. Stjórnin er þann-
ig skipuð nú: Steindór Hjör-
leifssQn formaður, Guðmundur
Pálsson gjaldkeri og Magnús
Pálsson ritari. Áður var Jón
Sigurbjörnsson formaður, en
hann hyggur á Ítalíuför 1 vetur
og gerir því ekki ráð fyrir að
starfa með allt leikárið.
Samsýning
opnuð f gær
SAMSÝNINÍG Félags ísl.
myndlistarmanna var opnuð
í Listamannaskálanum í dag
kl. 4. Sýna þar 22 málarar 59
myndir, og fjórir myndhöggv-
arar sýna samtals 10 myndir.
Flestir þeirra listamanna sem
þarna sýna eru löngu þj óðkunn
ir, en þó eru þar nokkrir sem
ekki hafa sýnt opinberlega fyrr
Tveir þeirra málara sem
þarna sýna hafa látist síðan síð
asta samsýning félagsins var
haldin fyrir rúmu ári, eru það
Kristín Jónsdóttir og Snorri
Arinbjarnar.
Flestar myndanna eru tif
sölu.
Sýningin verður opin tii 25.
þ. iii.
Guðm. Ámason
endurkjörinn form.
FUJ á Siglufirði
AÐALFUNDUR FUJ á Siglu
firði vætr haídinn sl. miðvikud.-
kvöld. Form. var endurkjörinn
Guðmundur Árnason starfsmað
utr á pósthúsinu Siglufirði. —
Aðrir í stjórn voru kjörnir: —
Hörður Arnþórsson, gjaldkéri,
Skarphéðinn Guðnason, ritari,
Ingibjctrg Möller og Olgi Geir
Þorgeirsson.
Jón Þorsteinsson, efsti mað-
ur á lista Alþýðuflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
var mættur á fundinum og
flutti ávarp. Mikil ánægja rikti
á fundinum með hið nýja fé-
lagsheimili siglfirzkra jafnaðar-
manna. Ákveðið var, að FUJ
efndi til fjölteflis og mun veröa
| teflt við Jón Þorsteinsson.
Kennarasambands
Ausfurlands
AÐALFUNDUR Kennara-
sambands Austurlands var hald
inn í barnaskólanum að Egils-
stöðum dagana 26. og 27. sept.
s. 1. Formaður sambandsins,
Kristján Ingólfsson, setti fund-
inn og skipaði Valgeir Sigurðs-
son og Þórð Sigurðsson forseta
þingsins, en Guðmund Magn-
ússon og Guðmund Þórðarson
ritara þess.
Gestir þingsins voru: Þor-
steinn Sigurðsson, kennari í
Reykjavík, sem kynnti ný
kennslutæki í átthagafræði og
lesíri og leiðbeindi um notkun
þeirra, Kristinn Björnsson, sál-
fræðingur í Reykjavík, sem hóf
umræður um geðvernd og sál-
fræðiþjónustu í skólum, og Jó-
hannes Óli Sæmundsson, náms-
stjóri á Akureyri, sem flutti
framsöguerindi um reiknings-
kennslu. Aðalsteinn Hallsson,
skólastjóri á Fáskrúðsfirði,
flutti erindi um leikvelli, leik-
vallagerð og sýndi kvikmynd.
í stjórn Kennarasambands
Austurlands næsta ár voru
kosnir: Sigfús Jóelsson, Helgi
Seljan og Kristinn Einarsson.
Fundurinn gerði ýmsar álykt
anir um málefni fræðslustarf-
seminnar og kennarastéttar-
innar.
Merkjasala skáta er í dai
STJÓRN Bandalags íslenzkra
skáta og fulltrúar frá skátafé-
lögunum í Reykjavík ræddu
við fréttamenn i gær og skýrðu
í stórum dráttum frá starfsemi
skátahreyfingarinnar á íslandi.
28 félög eru í bandalaginu með
rúmum 5000 starfandi skátum.
Jónas B. Jónsson skátahöfð-
ingi hafði orð fyrir skátunum
og skýrði frá því, að í dag
— sunnudag — væri merkja-
söludagur skáta til ágóða fyrir
starfsemina. Kvað hann eitt
aðal verkefni BÍS að auka
menntun foringja, en til þess
skorti jafnan fé. Drap hann á
kröfur þær, sem gerðar eru til
skátanna, t. d. við leit að týndu
fólki, en til þess þyrfti þjálfun,
svo sem útilegur og ferðalög.
Enda væri það eitt helzta boð-
orð skáta, að gera ávallt skyldu
sína og hjálpa öðrum. Hét hann!
á almenning að taka vel á móti
skátunum á morgun og kaupa
merkin, sem kosta 10 kr.
Skátahreyfingin starfar í 78
löndum heims með 13 millj.
manna innan vébanda sinna og
fer sú tala síhækkafidi. Er svo
einnig hérlendis. Hér er ekki
rúm til að rekja nánar starf ís-
lenzkra skáta að sinni, en þess
aðeins getið, að hún er fjöl-
breytileg og sívaxandi. Með-
fylgjandi mynd er tekin á
skátamóti í Vaglaskógi 1956.
11. okt. 1959 — Alþýðublaðið