Alþýðublaðið - 23.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 -—- 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. -— Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins, Hverfisgata 8—10. V innufriðurinn EITT meginverkefni íslendinga er að fara að því dæmi nágrannaþjóðanna að koma á heildar- samningum við verkalýðshreyfinguna um kaup og kjör launþega og láta þá gilda lengur en nú tíðkast um samninga einstakra stéttarfélaga við atvinnurekendur. Með þessu móti einu er hægt að tryggja vinnufrið í landinu og hindra þá ó- heillaþróun, að fámennir starfshópar geti fyrir- varalítið stöðvað framleiðsluna með háskalegum afleiðingum fyrir þjóðarheildina. Kommúnistar beita sér mjög gegn þessu máii og telja það verkalýðshreyfingunni fjandsam- legt. Alþýða nágrannalandanna hefur með öðrum orðum tekið upp þetta fyrirkomulag í samstarfi við ríkisvaldið til að skaða sig og hagsmuni sína! Og um þetta galar hæst Hannibal Valdimarsson, sem hefur um langt áraskeið mælt með heildar- samningum til langs tíma í stað glundroðans. — Svona geta menn orðið við nokkurra ára vist hjá kommúnistum. [f Þetta fyrirkomulag er hins vegar ekkert á- horfsmál. Það á að tryggja verkalýðshreyfing- unni aukið öryggi. Jafnframt heildarsamningum til langs tíma ber að semja um, að breytingar á verðlagi hafi sjálfkrafa áhrif á kaup og kjör ,j launþega. Sömuleiðis verður að tryggja verka- lýðshreyfingunni og launþegunum réttmætan í hluta af aukinni framleiðslu og meiri þjóðar- ! tekjum. Slíkur samningsgrundvöllur er ólíkt far sælli öllu vinnandi fólki en kapphlaup verðlags- ins og kaupgjaldsins eins og nú tíðkast. En kom- múnistar koma ekki auga á þessar staðreyndir. Þeir eru andvígir þessu brýna hagsmunamáli vinnandi fólks í landinu af því að Alþýðuflokk- ; urinn hefur það á stefnuskrá sinni og hugmynd- ir þeirra um eðli og tilgang verkalýðshreyfing- arinnar eru allt aðrar en jafnaðarmanna. Og hverjar eru svo þessar hugmyndir komm- únista? Þeirri spumingu er fljótsvarað. Komm- únistar vilja misnota verkalýðshreyfinguna í pólitískum tilgangi, þegar þeim býður svo við að horfa. Þess vegna kæra þeir sig ekki um vinnu- t og öryggi þess, að gerðir séu heildarsamn- ingar til langs tíma á þeim grundvelli, sem hér hefur verið gerð grein fyrir í meginatriðum. Þeir vilja ekki vinnufrið — heldur ófrið, þegar hann gæti komið þeim að notum í pólitísku ævintýri. Slíkum flokki getur íslenzk verkalýðshreyfing ekki fylgt að málum. Hún á enga sameiginlega hagsmuni með kommúnistum og kærir sig áreið- anlega ekki um að vera vatn á svikamyllu þeirra. Vinnufriðinn getur verkalýðshreyfingin tryggt sér og samfélaginu með því að veita Al- þýðuflokknum úrslitavald á næsta alþingi. Áskriftarsími Alpýðublaðsins er 14901 Viðfal við sænskan æskulýðsleiðfoga UNDANFARIÐ hefur dvalizt hér á landi sænskur æskulýðs- leiðtogi, Hans Brander að nafni og kom hann hingað á vegum Æskulýðssambands íslands. — Kom hann hingað þeirra er- inda að kynna sér æskulýðs- stairfsemi hér á landi, svo og til þess að kynna æskulýðsstarf í Svíþjóð. Hans Brander er starfsmaður æskulýðsdeildar bindindisfé- lags ökumanna í Svíþjóð, er sá félagsskapur mjög útbreiddur þar í Iandi. Það var fyrir milli- göngu Æskulýðsráðs Svíþjóðar, að Hans Brander kom hingað til lands en Rotary í Svíþjóð styrkir hann til fararinnar. Hans Brander ræddi við stjórn Æskulýðssambands ís- lands, forustumenn Bindindis- félags ökumanna, kom á fund í Rotary-klúbb Reykjavíkur, — ræddi við æskulýðsleiðtoga á Akureyri og ýmsa fleiri. Einnig gafst honum tækifæri til þess að ræða stutta stund við for- seta íslands áður en hann hélt heimleiðis. RÍKBD STYRKIR ÆSKU- LÝÐSSTABFSEMI MIKIÐ f SVÍÞJÓÐ. Hans Brander hélt heimleiðis á miðvikudag, eftir vikudvöl hér. En á þriðjudagskvöld ræddi hann við blaðamenn og skýrði þeim nokkuð frá æsku- lýðsmálefnum í Svíþjóð svo og frá dvöl sinni 'hér á landi. Hans Brander sagði, að í Sví- þjóð væru 80 æskulýðssambönd — er tækju yfir allt landið. Eru 2 milljónir æskumanna starf- andi í æskulýðssamböndum þessum, en margir starfa í fleiri en einu félagi. Ríki og bæjar- félög styrkja mjög mikið ýmis konar æskulýðsstarfsemi. Var opinber aðstoð við slíka starf- semi aukin mjög 1955 eftir, að sett hafði verið ný áfengislög- gjöf og frjálsræði í áfengismál- um aukið. Var ætlunin að auka um leið mjög æskulýðsstarf- semi alla til þess að drykkju- skapur og óregla ykist ekki við hina nýju löggjöf og árangur- inn hefur orðið mjög góður, — sagði Hans Brander. Styrkir hins opinbera til æskulýðsstarf semi eru einkum þrenns konar. 1) ríkið greiðir ferðakostnað og ýmsan annan kostnað þátttak- enda í námskeiðum, sem haldin eru fyrir æskulýðsleiðtoga. 2) ríkið veitir styrki til ýmiss konar fræðslunámskeiða fyrir ungt fólk. 3) ríkið greiðir hluta af kostn- aði starfsmanna æskulýðsfé- laga. SÖMU VANDAMÁLIN ÞAR OG HÉR. Hans Brander sagði, að reynt væri að fá unglingana af götun- um yfir í jákvætt starf í æsku- lýðsfélögunum. Nokkuð bæri alltaf á unglingum er reikuðu um götur Stokkhólmsborgar að kvöldlagi, svo og unglingsstrák- um, er „rúntuðu“ í bílum ög reyndu að fá stúlkur með — Var greinilegt á því, er Hans Brander sagði, að vandamálin eru nokkuð svipuð þar og hér. En þátttaka ungs fólks í starfi æskulýðsfélaga eykst stöðugt, sagði Hans Brander. WWMWWMWWWÆMWWMW Fyrirspurn frá Páii Magnússyni fii Her- manns Jónassonar PÁLL Magnússon hefur beðið blaðið fyrir eftir- farandi fyrirspurn til Hermanns Jónassonar: Myndi fyrrverandi for- sætis- og dómsmálaráð- herra í nokkru lýðræðis- ríki öðru en hinu íslenzka segja þjóð sinni í útvarpi, að stofriim, sem hann sjálf ur og flokkur hans hafa löggilt sem æðsta dómstól þjóðarinnar, sé ERLEND- UR DÓMSTÓLL? Vélbáfur... :i*S Framhald af 1. síðu. koma að landi, var' farið að ótt- st um hann og þrír bátar leit- uðu alla nóttina án árangurs. Strax í gærmorgun leitaði Slysavarnafélags íslands til flugbjörgunarsveitar hersins á Keflavíkurflugvelli, þar sem Rán var ekki til staðar. Björg- unarflugvél hóf Þegar leit og var leitað á stóru svæði norð- ur af Húsavík og Akureyri. Með flugvélinni var flugstjórinn á Rán, sem er þaulkunnugur að- stæðum öllum. Skilyrði til leit- ar voru mjög góð og segja má að leitað hafi verið eins vel og frekast var unnt. Lína og lóðarstampar vélbáts ins Maí frá Húsavík fundust 60 sjómílur vestur af Mánáreyjum og einnig nokkrar spýtur. Þykir því einsýnt, að bátui'inn hafi farizt. Kosningaskrifstofa A- LISTANS í Sandgerði er í húsi Hannesair Arnórsson- ar, sími 1. Stuðningsmenn A-list- ans. Vinsamlegast liafið strax samband við skrif- stofuna. Jáfar á sig morólilraun PARÍS, 22. okt. (NTB-Reu- ter). — Fyrrverandi þing- maður itdista. Pesquet að nafni, lýsti því yfir. í dag, að hann hefði staðið á bak við morðtilraunina á Mitte- rand, fyrrverandi ráðherra, fyrir skemmstu. Hann hélt því einnig fram, að hann hefði skipulagt þetta að beiðni Mitterands. Tilgang- urinn hafi verið að gefa rík- isstjórninni ástæðu til að hefja húsleit hjá leiðtogum ýmissa félaga hægri manna, er vilja Algier alfranskt, sagði Pesquet. Kosni ngaskrifstofur Alþýðu- flokks í Reykjaneskjórdæmi KOSNINGASKRIFSTOFUR A-listaris í Reykjaneskjör dæiíri kjördagana 25. o-g 26. október verða sem hér segir: HAFNAKFJÖRÐUR: Alþýðuhúsið við Strandgötu, símar 50 499 og 50 538. KEFLAVÍK: Hafnarsötu 62, sími 123. SANDGERÐI: Hjá Ólafi Villijalmasyni, Suðurgötu 10, sími 70 GARÐI: Hiá Pétir Ásmundssyni, Ilöfn 5, simi 30 NJARÐVÍK: Holtsgötu 30, sími 701 GRINDAVÍK: Hjá Svavari Árnasyni, Borg, sími 40 GARDAHREPPI: Silfurtún F 5, sími 50 904 KÓPAVOGI: Álfhólsvegi 37, sími 18 713 SELTJARNARNEiSI: Hjá Helga Kristjánssyni. Lambastöðuin, sími 15 144 og hjá Kjartani Einarssyni, Bakka, sími 15 428 4 23. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.