Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 9
 Kvenréffindi og kökuuppskriffir Soffía Frámhald af 5. síðu horfið mér — eins og það hafi komið fyrir aðra mann- eskju. — Um hvað skrifaðir þú helzt? — Æ, ég held ég hafi reynt að tína eitthvað til um tízku, mataruppskriftir og prjóna- skap eins og alltaf er. — Skrifaðirðu ekkert frá eigin brjósti? • — Nei, ég vissi ekkert í minn haus. En ég var víst stundum að reyna að hafa við töl við einhverjar kerlingar, sem eitthvað þóttust vita. Stundum fékk ég uppskriftir og svoleiðis hjá einhverjum sérfræðingum. — Einu sinni man ég að okkur var boðið á einhverja tízkusýningu, mér og Guð- rúnu Vilmundárdóttur. Hún vann þá á Vikunni. Þetta var einhvers staðar uppi á lofti niður í Austurstræti. — Og við reyndum víst að útmála þetta eitthvað, en ég er búin að steingleyma því, hver stóð fyrir þessari sýningu. Ég man þó, að við fengum engar myndir og höfðum auðvitað engan myndasmið eða neitt svoleiðis. — En hvernig var þessi sýning? — Hvernig heldurðu að ég muni það. Nú, þær fóru í ein- hverjar kjóladruslur og svifu þarna um gólfið — og svei mér, ef ég man nokkuð hverjir voru þarna einu sinni. Æ, ég veit ekkert um þetta núna. Ég skal heldur gefa þér uppskriff af kleinum. — Nú, hvernig er hún? — 500 gr. heilhveiti, 500 gr. hveiti, 1 tsk. hjartasalt, 6 tsk. ger, 150 gr. smjörlíki, 200 gr. sykur (betra að hafa púðursykur), 2—3 egg, 1 tsk. kardimommur. Bleytt í með mjólk eftir þörfum, helzt súrri. — Og hvernig eru þær svo búnar til? — Nú, eins og venjulegar kleinur. Þessu er bara öllu hrúgað saman og það hnoðað. •— Svo kann ég líka þennan fína skyrdeser, sem þú ættir að láta þær hafa. Það er: 1 pund af skyri, 3—4 egg, % líter þeyttur rjómi, 250—275 gr. sykur (ágætt að hafa líka ljósan púðursykur), vanillu- dropar. Skyrið, eggin og syk- urinn er þeytt saman í hræri- vél, en þeytta rjómanum svo hrært varlega í. Svo er líka mjög gott að hafa svolítið jarðaberjasultutau ofan á eða eitthvað slíkt, bæði til skreyt- ingar og bragðbætis. — Hvernig viðtökur fengu þættirnir þínir? — Það hef ég ekki hug- mynd um. Það skrifaði mér aldrei nokki’.r manneskja — og las bá víst enginn. — Ég reyndi alltaf að hafa þetta eins og það gerði það enginn, en karlamir voru stundum að klessa „Idda“ und ir — svona við og við — bara til að hrekkja mig. Framhald af 5. síðu ur kannski heitið þá. En mér þótti alltaf verst að hafa eng- an ljósmyndara og maður varð að notast við gamlar myndir eða danskar klisjur, sem við fengum sendar. Ó, já, eitthvað var nú um það. — Ósköp urðu nú vinsælir vettl- ingar, sem ég kom einhvern tíma með. En guð hjálpi mér, ég er nú búin að gleyma þeim núna. — Ó, jú, ég hafði ósköp fyrir þessu. Og mest á nótt- unni. En maður var svo dug- legur í þá daga. — En sem sagt, ég vildi heldur láta uppskriftirnar sitja á hakanum, en leggja á- herzlu á ýmislegt annað, sem snerti konurnar og þjóðfé- lagið í heild. Svava Framhald af 5. síöu „Lífsins krydd, ef lítið finn, að leggja það ekki í kistur- inn“, úr formálavísum sr. Ein- ars frá Heydölum. — Oft bað ég konurnar um að skrifa mér og sýna þann- ig einhvern lit af áhuga. Já. ég lagði mig fram og grátbað þær, er mér næst að segja, — en ávöxturinn . .. sá var ekki beysinn. Ég vil ekki segja það, að skrifa kvennaþátt, sé eins og að „Sá í snjó“, nei, það vil ég ekki segjá, og þetta á eftir að breytast. Konurnar eiga eftir að taka virkari þátt í þjóðfélagsbaráttunni með aukinni þátttöku í almennum málum, aukinni menntun og svo uppgötva það sífellt fleiri og fleiri, að það getur verið býsna gaman að skrifa. — Mér finnst enginn skortur á því, að þær hafi sínar skoð- anir og rökrétta hugsun, þeg- ar talað er við þær eina og eina, en að koma fram með þessar skoðanir á almanna- færi, þar stendur hnífurinn í kúnni. — Ég á ungu fólki svo mikið að þakka, að ég trúj sannarlega á ungu kynslóft ina. Mér finnst til dæmi^ ungar konur nú ákaflega vak- andi á mörgum sviðum. Þær hugsa mikið og vel um heil- brigði barna sinna, gæta þess að gefa þeim lýsi og holla fæðu, fylgjast vel með skóla- göngunni ög svo prjóna þær og sauma. Næstum allar ung- ar konur prjóna, prjóna fal- lega hluti, og alls staðar eru prjónablöðin og bækurnar, það eru þó a. m. k. bókmennt- ir, sem þær stúdera. Ef ein- hver stund er á milli eru það margar, sem læra eitthvað nú orðið, eitthvað föndur eða sumar þeirra, sem hætt hafa snemma skólagöngu, ganga á námskeið eða fara í tíma í málum, ensku t. d. — Mér finnst alls staðar hjá ungum konur andi fyrir því að læra. Það getur vel verið, að ég líti á unga fólk- ið í gegnum einhver velvilja- gleraugu, en mér finnst þetta samt. — Það versta, sem nú er, finnst mér vera drykkju- skapur unglinganna. Það þori ég að fullyrða, að ég hef dreg- ið 15 ára dreng — ekki eldri -— bara beint upp úr götunni, dauðadrukkinn. Það er hræði- legt. — Ég ætla að biðja fyrir kveðju og þakkir til allra þeirra ritstjóra og blaða- manna, sem ég starfaði með við Alþýðublaðið. Þeir voru mér allir góðir og umburðar- lyndir, og komu stundum í veg fyrir, að ég yrði mér til skammar. En einu sinni gerðu þeir mér þó þá skráveifu að birta jólabaksturinn ekki fyrr en á aðfangadag. Það þótti mér slæmt. — Einu sinni fávitaðist ég út í það að skrifa sjálfri mér bréf, þegar ég var alveg orð- in úrkula vonar um, að nokk- ur önnur skrifaði mér. Það bréf varð þó til af því einu fáfengilega atviki, að ég var stödd á bæ, þar sem var eldri maður. Lítið barn hljóp upp í fangið á honum og strauk hendinni upp í grásprengt hár mannsins. Þessi litli og ó- merki atburður greyptist svo í huga mér, að ég fór að fílósófera um það í þessu bréfi, hvað eldra fólk gæti oft haft ánægju af því að eignast börn. Mig minnir, að þessi fjálgleikur hafi heitið: Á seinni skipunum. Já, það hét það. Þetta var skelfilega klaufalegt hjá mér. Það man ég. En það var ekkert klúrt í greininni, enda sæti nú ekki á mér, ekki meiri rithöfund- ur en ég er, að fara að sletta því. En þetta rann allt út úr höndunum á mér, enda reyndi ég aldrei að skrifa sjálfri mér aftur. — Hún er furðuleg þessi skriftartregða kvennanna, en það getur ekki verið af áhuga leysi. Okkur er ákaflega sýnt um að plokka út peninga — svona í smáum stíl. Það vantar ekki. Konur tína þetta leikandi upp úr steinunum, ef fyrir einhverju þarf að safna, en að standa saman um almenn þjóðfélagsleg málefni — það finnst mér okkur eVV.» láta, — því miður. Torfhildur Framhald af 5. síðu — Hann talaði ekkert um hvort þeir ættu að vera „sak- lausir“, þegar þeir gengju í hjónabandið. Nei, það minnt- ist hann ekkert á .... — Hvaða greinar heldur þú, að mest hafi verið lesn- ar? Um hvaða efni á ég við? — Ýmsir höfðu gaman af að lesa um vandamál hjóna- bandsins. Það veit ég. Mér þótti verst, að fólk var að færa þetta upp á mig og mitt hjónaband, en'auðvitað þýddi ég þetta mest upp úr erlend- um blöðum. — Einu sinni skrifaði ég þátt, sem allt ætlaði að verða vitlaust út af. Það var um hattasýningu, sem ég var boð- in á, en svo fékk ég ekki einu sinni stól að sitja á, þegar á sýninguna kom. Svo skrifaði ég einu sinni þátt um hinar svokölluðu „karrierkonur“, sem eru á kafi í einhverjum málum utan heimilis, og hirða Fkamhald á 11. sí®u. Hannes á h o r n i n u ENGINN Alþýðublaðs- maður hefur skrifað leng ur og meira í Alþýðublað ið en Hannes á horninu. Hann réði því, að blaðið varð til þess fyrst ís- Ienzkra dagblaða að taka upp þá grein blaðamennsk unnar, sem vinsælust hef ur orðið í hinum stóru löndum: pistlana, sem sami maðurinn skrifar viku eftir viku, ár eftír ár. Fyrsti pistill Hannesar birtist 20. október 1937 — og nú birtum við út- drátt úr honum. Ætil það láti ekki nærri, að Hannes hafi skrifað og blaðið birt sex þúsund og sex hundruð pistla á þessum 22 árum. Það yrði stór bók! En þó er þetta ekki nema brot af því verki, sem þessi elzt; skriffinn- ur Alþýðublaðsins hefur skilað í blaðið. Hann hefur skrifað í það að staðaldri síðan 1920; fyrsta grein hans (undirrituð VSV) birtist í október það ár, en þá var hann útsölumaður blaðs- ins á Eyrarbakka og að- eins 17 ára. Pistlarnir vöktu strax mikla athygli o g var mörgum getum að því Ieitt, hver höfundurinn væri. Hannes fisksali á horni Kárastígs og Frakkastígs hafði ekki frið fyrir kvenfólki, sem vildi fá að kyssa hann fyrir það, sem hann hafði sagt daginn áður, og Hann es kaupmaður komst ekki áfram á götunni fyr- ir þakklæti! Jafnvel Vilmundur landlæknir komst ekki hjá því að taka á móti þökkum! Hannes lét sér ekkert óviðkomandi; hann r:-eifst og skammaðist, Iofaði og hældi, hafði mörg sverð á Iofti í einu. OG ÞAÐ GERIR HANN ENN ÞANN DAG í DAG. HÉR eir úrdráttur úr fyrsta pistli Hannesar, sem birtist 20. október 1937 undir þessari fyrir- sögn: T7 ákSk NH O0 pJÆR ÚT'VARPIÐ hefur verið síðustu mánuðina sem mcst hlusta leiðinlegt Þeir, á út- varp, en það er aðal- lega eldra fólk, sem alidred fer út á kvöldíin, segja, að ef þessu haldi á- fram, muni það hætta að opna fyrir það. En þó að dagskráin sé lítið uppbyggi leg og beinlínis einskis- virði oft á tíðum, þá taka innlendu fréttirnar stund- um út yfir allan þjófabálk. Eitt kvöldið um tlaginn voru tvær fréttir innlend- ar. Onnur var um einhvern bónda austur í sveitum, sem varð sjötugur, og var nákvæmlega skýrt frá ævi' hans, hve Iengi hann hefði búið á þessum staðn- um eða hinum, hve lengi hann hefði verið hrepp- stjóri o. s. frv., en hin frétt in var um það, að eitt- hvert kvenfélag einhvers staðar hefði haldið aðal- fund og að þessi og hin hefði verið kosin í stjórn. Slíkar fréttir auka ekki vinsældir útvarpsins og því síður þegar þær eru aðal- fréttir kvöldsins. Annars eru frásagnir útvarpsins um afmæli hinna og þess- ara manna ásamt löngum auglýsingalestri, orðnar á- kaflega hvumleiðar, enda mun slík meðferð á dag- skrártíma útvarpsins hvergi þekkjast í heimin- um nema hér. HANNES Á HORNINU. UMFERÐIN I AUSTURSTRÆTI. .. . Þrátt fyrir nýjar eg strangar umferðareglur er mjög langt frá því, að Iög- reglunni hafj tekist sð koma nokkru viðunandi skipulagi á umferðina i miðbænum ... Á LEIÐ TIL REYKJA- VÍKUR. í SUMAR hafa veri» fluttar hingað til bæjar- ins þúsundir fjár austan úr sveitum. Hefir ferðalag þetta tekið rekstrarmenn- ina og féð 2—3 daga og geta menn gert sér í hug- arlund hvort ekki hefir verið haldið áfram eins og hægt hefir verið, þó ekki væri nema vegna þess, féð rýrnar mjög, að því e* sagt er, á þessu langa Qg erfiða ferðalagi. En þa<l sýnir jafnframt að férðia tekur mjög á féð, og kem- ur það oft fyrir að þa?l gefst upp, verður sárfæít eða veikt á annan hátt. Eg var fyrir nokkrum dögum að koma að austan í bíl, cg fórum við í gegn um þrjá eða fjóra fjárrekstra. Þeg- ar fjárrekstrarmennirni* námu staðar eða véka fénu út af veginum, sáum yið, sem í bílnum voru, hversu dauðuppgefið féð var, því að það lagðist eirsa fljótt og því var frekast unnt, en brölti á fætui undan svipuhöggunum, þegar aftur skyldi lagt ai stað. En það var annað, sem vakti enn meir athyglli okkar og gremju. Þegax við komurn í Svínahrausv* ið, rétt niður undan Kol- viðarhól, sáum við miki® hrafnager við eina vörð- una við vegarbrúnina. vissum ekki fyrr en vSj' komura fast að vörðunná hverju þetta sætti, en þá kom það í ljós. Undi® Pramhald á 11. síð’u. Alþýðublaðið — 29. okt. 1959 §|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.