Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 11
Hallbjörn HalldÖrsson HALLBJÖRN HALLDÖRS- SÖN prentari var einn af hélztu höfundum Alþýðu- blaðsins. Hann var ritstjóri þess í fimm ár, eða frá 1922 til ársins 1927, að báðum með- töldum. Hallbjörn Haildórs- són lézt 31. maí síðastliðinn, meðan prentaraverkfallið stóð og blöð komu1 ekki út. Þess végna voru ekki tök á að minn ast þessa merkilega manns og brautryðjanda við lát hans. Skal úr því bætt að nokkru, þó að ég hins vegar telji mig ekki færan um að minnast hans eins og vert væri og hann og. starf hans fyrir íslenzka alþýðuhreyfingu eiga skilið. Hallbjörn Halldórsson fædd ist að Vilborgarkoti í Mos- féllssveit 3. júlí 1888, sonur frjónanna Halldórs Jónssonar bónda að Hrauni í Ölfusi og síðan að Bringum í Mosfells- sveit og Vilborgar Jónsdóttur fíá Urriðakoti. Stóðu miklar og góðar ættir að Hallbirni og rnátti ætíð kenna hinn sterka kjarna ættanna í fari hans, lund og framkomu allri. Árið 1903 hóf Hallbjöm prennám í. Félagsprentsmiðjunni, /en þegar prentarar sjálfir stofn- uðu prentsmiðjuna Guten- bérg, árið 1905, fékk hann sig leystan frá námssamningnum í, Félágsprentsmiðjunni og bélt náminu áfram í hinni nýju prentsmiðju. Vann hann þar síðan í 17 ár og meðal annars sem verkstjóri. Það . kom mjög snemma í íjós, að Hallbjörn var afburoa gáfum ga-.ddur, að hann las allt, sem hann komst höndum undir, ekki aðeins það, sem snerti iðn hans, sem hann leit alltaf á sem listgrein, heldur og um stjórnmál, hagfræðileg eíni, þjóðfélagsmál og heim- sþeki. Las hann og skáldskap og kunni skil á helzt'u stór- vi'rkjum heimsbókmenntanna. Þannig varð hann snemma fjölmenntaður maður, þó að lítt væri hann skólagenginn. Þá kom það og frjótt fram,.að bann var íslenzkumaður með afbrigðum, vandaði mál sitt svo, að næstum nálgaðist nost- ur, og lagði jafnan áherzlu á ritmál sitt og : ræðumennsku, en hann varð.snemma mjög góður ræðumaður, — Þessir miklu hæfileikar Hallbjarnar urðu til þess, að hann var ráðinn ritstjóri Al- þýðublaðsins árið 1922. Hann tók strax til óspilltra mál- ainna. Hann ritaði sjálfur næst vtm allt blaðið hin fyrstu þrjú ái' ritstjórnartíðar sinnar — og sleit sér út. Þetta stafaði aí' því meðal annars, að það var erfitt að gera Hallbirni tii hæfis í rituðu máli, svo nákvæm var vandvirkni hans —^ og eftir að hann réði sér starfsmenn, enda var annað óhugsandi svo viðamik- if var starfið fyrif hann ein- an, vakti haim yfir hverri Sétningu, sem í blaðinu kom, og* gekk þetta svo langt, að hann vildi jafnvel fá að ráða ofðalagi auglýsinga, sem í bíaðinu át.tu að koma. Ég gerðist starfsmaður við ritst/5rn Alþýðublaðsins sum- aríð 1926. Ekki gat ég fengið bétri lærimeistara. Hann kénndi mér flest af því, sem ég lærði á þeim árum í ís- lenzku og man ég að oft kast- aðist í kekki milli mín og hans þegar ég vildi flýía mér sem mest rneð fréttir og útkomu blaðsins, en Hallbjörn tók greinar mínar til lagfæringar og fór að snúa við setningum. „Betra að gefa út gott blað og vandað, en flýta útkomunni", sagði hann oft. Hallbjörn var orðinn þreyttur maður, þegar ég kom til blaðsins, en hann sló þó ekki af. Hann var alltaf . ' 7 Hailbjorn JtiaUdórsson í ritstjórnarskrifstofunni og fylgdist með hverri setningu. En skapið var alltaf jafn hlýtt og bjart. Aldrei kom það fyrir, að hann reiddist, og þó gat hann átt það til að sýna manni, að það var hann, sern var hús- bóndinn. En þettj gerði hann alltaf á þann hátt, að það dró ekki úr áhuga mínum, hann lagðist aldrei ofan á mig, ef svo má að orði komast, en leyfði mér að sprikla, að minnsta kosti að vissu marki. Loks var svo komið, að svo virtist sem hann gæti ekki skrifað, að hann þjáðist af of- næmi gagnvart penna. Eg. man það, að hann gat setið iangtímum við skrifborðið með opinn lindarpennan á borðinu og hvíta, óskrifaða pappírsörk fyrir framan sig, án þess að koma nokkru á hana. Mér fannst þetta und- arlegt ástand. Síðan skildi ég þáð, að hann var orðinn sjúk- ur maður af ofþreytu vegna fórnfýsi sinnar, skyldurækni og. all að því of mikillar sam- vizkusemi. E^stjórn blaðsins var held- ur ekki hið eina starf, sem Hallbjörn leysti af hendi fyr- ir samtökin. Hann sótti nær alla fundi flokksfélaganna, sat í fjölmörgum nefndum og síð- ast en ekki sízt átti hann sæti í bæjarstjóm fyrir flokkinn árum saman. Við þetta bætt- ist svo það, sem alltaf hefur hvílt þungt á herðum forystu- manna flokksins, fjárskortur blaðsins og samtakanna. Þarna vann Hallbjörn og mikið starf. Hann fann snerrma til þess, hve erfitt það var og óhág- kvæmt, að blaðið skyldi ekki vera prentað í eigin prent- smiðju. Þess vegna átti hann frumkvæðið að því, að ráðizt var í stofnun Alþýðuprent- smiðjunnar árið 1926. Man ég það vel, að þegar stofnun prentsmiðjunnar var í undir- búningi, svo og þegar hún var að taka til starfa, þá unni Hallbjörn sér engrar hvíldar og lagði nótt við dag. Átti hann þá stundum erfitt með að þola það, ef einhver ætlaði að grípa fram fyrir hendur hans í uppbyggingu og skipu- lagi prentsmiðjunnar. Hann varð og forstjóri hennar með- fram ritstjórninni, en tók al- veg við henni, þegar hann hætti ritstjórn sinni árið 1927.- Og því starfi gegndi hann til ársins 1935, að hann hvarf aftur til Gutenberg og gerðist þar aðalverkstjóri. Fannst mér þá, að Hallbjörn hefði fengið starf, sem betur ætti við hann en starfið í Alþýðuprentsmiðj- unni. Gutenberg prentaði bæk ur, en Alþýðuprentsmiðjan prentaði dagblað. Sannleikur- inn var nefnilega sá, að af- staða hans til prentlistarinnar var þannig, að það átti ekki við h.ann -að starfa þar sem allt var miðað við hraða. Prentverkið var list fyrir hon- um — og það skal um leið f ull- yrt hér, að í sveit hermanna hinnar svörtu listar var Hall- björn Halldórsson fremstur listamanna. Eins og gefur að skiÍ3a var HalibjÖrn þegar frá upphafi einn af hélztu leiðtogum Hins ísíenzka prentarafélags, enda hd' ég aldrei hitt fyrir prent- ara, sem ekki hefur litið upp til Hallbjarnar og borið virð- ingu fyrir honum. Hann var um skeið formaður Reykja- víkurdeildarinnar, varafor- maður, og gegndi öðrum trún- aðarstörfum. Hann var lengi ritstjóri Prentarans og enn lengur bar hann veg og vanda af því blaði ásamt öðrum. Hann ritaði fjölmargar grein- ar í blaðið, sem prentarar telja stórmerkilegar. Fáir voru kunnugri en hann sögu prent- listarinnar, og þeir voru ekki margir, sem fylgdust betur með nýjungum í iðninni en hann. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða það, að prentarar litu á Hallbjörn um langan aldur sem sinn fremsta mann og skipti þá engu, hver var for- maður félags þeirra. Fólu þeir honum og mjög oft að sækja alþjóðaráðstefnur prentara, enda sómdi hann sér alltaf vel á slíkum stórfundum. Á þetta bendir eirtnig sú staðreynd, að prentarar fengu honum íbúð í húsi sínu við Hverfisgötu 21 og þar bjó hann árum saman ásamt hinni ágætu konu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur. — Þau höfðu eignazt einn son, Eið, en hann lézt á unga aldri og var pá mikill harmur kveð- inn að þeim hjónum. Prentarar gáfu Hallbirni heiðursnafnbót í sínum hóp. Þeir kölluðu hann: Meistara Hallbjörn og tók hann nafn- bótinni alltaf vel. Hann hafði og á sextugsafmæli sínu verið kjörinn heiðursfélagi Prent- arafélagsins. Hallbjöm Halldórsson hélt áfram að vera kennari minn og leiðbeinandi löngu eftir að hann fór frá Alþýðublaðí'fu. Hann hringdi þá til mín, gl:f3- ur og reifur, stuttorður og gagnorður og ræddi við mig um ýmislegt, sem ég hafði skrifað í blaðið. Hann talaði um-efni þess, en hann ræddi ekki síður framsetninguna. Það k.om fyrir, að hann bar Framhalda á 10 síðu. Halldór Friðjónsson HALLDÓR FRIÐJONSSON ritstjóri á Akureyri lézt 24. maí síðastliðinn og vegna þess að þessa ágæta blaðamanns í þjónustu alþýðusamtakanna hefur ekki verið minnst hér í blaðinu, þykir hlýða áð gera það nú. Halldór fæddist að Sandi í Aðaldal 7. júní 1882 og var næst yngstur hins stóra syst- kinahóps, en bræður hans urðu allir þjóðkunnir menn. Hann ólst upp í föðurhúsum þar til hann fór í búnaðar- skóla Torfa í Ólafsdal og auk þaðan búfræðiprófi 1903. — Tveimur árum síðar fluttist hann til Akureyrar og átti þar heima síðan. Hann vann á þeim árum ýmiss konar störf, en fór brátt að hafa afskipti af félagsmálum. Hann gekk snemma í Góðtemplararegl- una og var meðal fremstu manna hennar upp frá því. Þegar verkalýðshreyfingin hófst á Akureyri gerðist hann þegar, ásamt Erlingi bróður sínum, einn af liðsoddum henn ar og var hann æ síðan í fremstu röð baráttumann- anna. AIIs var hann í stjórn Verkalýðsfélags Akureyrar í 30 ár, ýmist formaður, vára- formaður eða ritari. Þegar Al- þýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916, varð hánn annar helzti forystumaður háns á Akureyri og einn skeleggasti starfsmaður hans síðan. Kaup- félag verkamanna var stofftað árið 1915 og var Halldór einn af forgöngumönnum þess í fjörutíu ár eða þar til heilsa hans bilaði. í bæjarstjórn átti hann sæti um skeið og í nið- urj öfnunarnefnd kaupstaðar- ins í þrjátíu og átta ár. Hann var framkvæmdastjóri vinnu- miðlunarskrifstofunnar frá stofnun hennar 1935 og þar til hún varð lögð niður. Hann var einn af fremstu forystu- mönnum verkalýðsins á Akur- eyri í þrjátíu og tvö ár sam- 'fteitt. Árið 1918 stofnuðu bræð- urnir Erlingur og Halldór blaðið Verkamanninn og gerð- ist Halldór ritstjóri þess. Það kom fljótt í Ijós, að Halldór hafði yfir að ráða snilli blaða- mannsins og gáfur og baráttu- þrek Sandsættarinnar. Hann hóf strax harða spkn fyrir málefnum verkalýðssamtak- anna og Alþýðuflokksins. Halldór gat átt það til að vera harðskeyttur bardagamaður eins og hann átti kyn til og blaðamennskan var í rauninni á þeim tíma, en samt sem áður var hann hlýlegur í riti og greinar hans skyldu ekki eftir sárindi, þó að hann sveigði ekki undan heldur gengi beint framan að andstæðingunum. Þetta kom einna skýrast fram í *klofningi verkalýðssamtak- anna eftir 1930, en kommún- istum óx fyfst á landinu fisk- ur um hrygg í höfuðstað Norð urlands, enda starfaði þar á- kafasti foringi þeirra, Einar Olgeirsson. Þá var það að orði haft meðal kommúnista, að ef það tækist að koma „bræðrunum á kné" á Akur- eyri, þá myndi brautin rudd annars staðar. Bræðurnir voru hugsjónamenn og vildu ekki ætla neinum illt. Þeir höfðu ekki vanizt slíkum bardaga- aðferðum, heldur alltaf verið hreinir og beinir.Og það tókst bókstaflega að svíkjast aftan að bræðrunum, ekki með op- inni hreinskilnislegri baráttu, heldur með beinum svikum af því að þeir þekktu ekki slíkar bardagaaðferðir. Kommúnist- ar náðu yfirtökunum í svo- kölluðu Verkalýðssambandi Norðurlands og blá/ið var af- hent því. Bræðurnir voru sviptir forystunni. Þá stofn- uðu þeir blaðið Alþýðumann- inn og var Halldór ristsjóri þess og gegndi því starf i með- an heilsan leyfði. Upp frá því snerist baráttan að miklu leyti upp í stríð við kommúnista og hefur oft verið vitnað til Alþýðumannsins og skrifa Halldórs í sambandi við sögu Alþýðuflokksins og sundrung- arinnar í röðum alþýðunnar. Alls var HalldóV ristjóri 'Verkamannsins og Alþýðu- mannsins í þrjátíu ár. Ég átti því láni að fagna, að kynnast Halldóri Friðjóns- syni. Ég heimsótti hann nokkr um sinnuro á Akureyri og hann heimsótti mig í Reykja- vík. Við skrifuðumst á nokkr- um sinnum og vorum sálufé- lagar. Halldór var ljúfmenni, baráttuglaður hugsjónamaður, óeigingjarn og fórnfús, svo að hann bjóst aldrei við gjaldi fyrir unnin störf. Hann hafði mikið yndi af skáldskap, enda orti hann ljóð eins og allir bræður hans, þó að hann gerði minna að því en þeir Guð- mundur og Sigurjón og hann skrifaði smásögur, sem ég hef lesið flestar. Alls staðar koma í ljós hinir ríku eðlisþættir Halldór Friðjónsson hans: hugsjónirnar, samúðin með smælingjunum og and- úðin á óréttlæti og kúgun. Tel ég það mjög miður farið, að smásögur Halldórs skuli enn ekki hafa birzt á prenti. Halldór kvæntist árið 1903 Álfheiði Einarsdóttur, glæsi- legri gáfukonu og mjög list- hneigðri. Var hún um skeið þekkt leikkona nyrðra. Hjóna- band þeirra var til mikillar fyrirmyndar og voru þau svó samhent og ástúðleg hvort við annað, að fátítt er. Heimili þeirra bar sannarlega svip þeirra. Þau áttu heima í litlu húsi við Lundargötu og var það vel búið, tárhreint og hugðnæmt. Eins var Jitli garð- urinn þeirra, sem ^>au. unnu mjög og nostruðu við. Þegar Framhalda á 10 síðu. AlþýSuWa8i8 ~ 29 okt. 1959 |^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.