Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1959, Blaðsíða 1
★# ★#★# Fimmtudagur 29. okt. 1959. OPNAN: Fréttaijraánuður árið 1939 ☆Yíir¥ Yngsti starfsmaðurinn. ÞÓRIR HELGASON heitir sendisveinninn okkar, sem allra sendisveina hefur verið fljótastur í ferðum að því er eltzu menn hér muna. — En liann flýtti sér einu sinni svo mikið, að hann datt og braut á sér vinstri handlegginn og daginn, sem átti að taka af honum gipsið, snaraði Þórir sér svo hratt út um dyrnar á Morgunblaðinu, að hann rak óvart hægri handlegginn í gegnum glerið, — og þar með var hægri handleggurinn kominn í gips. Hann er nú að bíða eftir að handleggirnir nái aftur fyrri styrkleika, — og á meðan varð hann að hætta að send- ast — öllum til sorgar. — En Þórir segist ætla að koma aft ur strax og honum er batn- að. Nei, honum er ekki fisj- að saman, piltinum þeim. Honum var ekkert um að láta hafa við sig blaðaviðtgl, en hann var hvort eð er kom inn í blöðin, vegna hrakfall- anna, og þess vegna lét hann slag standa í gær og gaf okk- ur af sjúkrahúsinu nokkrar upplýsingar um sjálfan sig. Þórir er tólf ára og gengur í Laugarnesskólann. Hann verður að mæta kl. 8 í skól- anum á hverjum morgni, en eftir hádegi vill hann gjarn- an sendast. — Hvernig gaztu alltaf verið svona fljótur? Dundað irðu aldrei neitt á leiðinni? — .Tú, stundum talaði ég við strákana. — Hvernig líkar þér starf- ið? — Vel. Ég var eiginlega húinn að ráða mig til að send ast fyrir verzlun, þegar mér var boðið þetta á Alþýðu- blaðinu, en þá sagði ég upp samningum við vrerzlunina — og því er ég feginn. -— Og þú varst allfaf á hjóli? — Já, og það á ég sjálfur. Það bíður hérna fyrir utan húsvegginn eftir því að ég taki í það aftur. . . . og sá elzti KRISTJÁN H. Bjarnason er elzti starfsmaður blaðsins. Hann verður 78 ára núna í desember. í rúm 33 ár hefur hann unnið við Alþýðublaðið og ætíð við innheimtuna. Hann var að „skila af sér" eitt kvöldið um daginn, þegar einn fréttamannanna bað hann um smá viðtal í afmæl- isblaðið. — Ég hef bara ekkert að segja. ■—- Ætli margt hafi samt ekki gerzt á 33 árum? — Nei, ekkert. Og ef eitt- hvað hefur gerzí, er það þá ekki yfirleitt þannig, að ekki má segja frá því? Auðvitað hefur auglýsingum fjölgað mikið. Þær voru ekki margar á hverjum degi, þegar ég byrjaði, en það var ailtáf eitthvað. Verðið hefur ekk- ert hækkað að ráði. Hvað er það, sem ekki hefur hækkað meir en 12-fallt síðan 1926? En þá kostuðu auglýs- ingarnar 1,50 sentimetrinn og núna 18 kr. á sentimetirinn. Það er ekkert. —- Hvernig líkar þér starf- ið? — Mér líkar það vel núna. Það skánar yfirleitt allt eftir því sem maður vinnur það lengur. Ég kom til þess að gera þetta, og þá var ekki um annað að gera en halda áfram •— eða hætta. — Þú ert ekkert að hugsa um að fara að hætta og hvíla þig? _ — Hæt’a? Nei. En því verð ur nú heilsan að ráða. — Það var samt af hreinni tilviijun, sem ég kom hingað í byrjun. Það stóð þannig á, að ég var að vinna við að ræsa fram Sogamýrina. Þetta var um vetur og það gerði frost, svo að við gátum ekki haldið verk inu áfram í bili. Þá var mér gengið hérna framhjá, og þá hitti ég Sigurjón Ólafsson, sem bað mig að vera hjá sér eins og mánaðartíma, en hann vantaði þá mann. — En þessi mánuður hefur orðið þetta. Og „mánuðurinn" hans Kristjáns á vonandi enn langt til loka. (1921 - Í944) «•£> ILLKYNJUÐ kvefpest geng ui,- nú um bæinn og kalla flestir inflúenzu. (1. júlí 1921). DRYKKJUSKAPUR Og ó- regla fer mjög í vöxt á ísafirði, eftir að setti sýslumaðurinn þar tók við. Kvarta ísfirðingar mjög undan þessu, sem von er, og þykir stjórnarráðið hafa gert sér illan girikk. (21. júlí 1921). & í GRIMSBY í Englandi hef- ur verið ákveðið að leyfa land- göngu íslenzku fiskimönnun- um, sem um nokkurra ára skeið hafa verið í siglingum til borgarinnar, og eru þeir þann- ig undanþegnir frá þeim ákvæð um um landgöngubann ér- lendra sjómanna í enskum höfnum, sem nýlega voru leidd í gildi. (2. apríl 1940). BJARNI Guðmundsson,- blaðamaður, hefur nýlega ver- ið iráðinn blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Er þetta í fyrsta skipti, sem maður er ráðinn til þessa starfs sérstaklega. 16. maí 1944). »*%%*%%%**%%*%%%%%%%*%%%%*%%%%%%%%%*%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% ðii ekki má glepa prentvillupúkanum PRENTVILLUPUK- INN hefur gert Alþýð'u- biaðinu marga skráveif- una á 40 ára útkomuferli. Þegar hann er glettnast- ur,. tekst honum stórkost- lega vel. Dæmi: •fc Flokksfélag, sem ó- þarft er að nefna, auglýsti þci:-rablót. Þeirri auglýs- ingu lauk svona: „Borðað- ur verður kaldur maður. Fólk er beðið að taka með sér hnífa“. ■fc Jólakveðja frá ágætu fyrirtæki kom svona út: „Óskum sjö mönnum gleðilegra jóla“.* Svo ci- það fundar- boðið fræga: „Fundur verður haldinn í Félagi píulagningarmanna . . .“ Frétt um Breta, sem hugðust liggjia úti á Hofs- jökli, lauk með þessum orðum: „ . .. og munu þeir kveljast þar í 8 daga“. ■fc Auglýst var eftir manni í vinnu og ýmis fríðindi boðin. En því mið ur voru þetta lokaorð auglýsingarinnar: „Jarða- förin fer fram frá Dóm- k’rkjunni“. Og loks má nefna þennan ágæta setningar- hluta: ,, . . rakst skipið á tundurdufl og við sprenginguna kom rifa á skipshliðina, sem náði tvær tommur niður fyrir kjölinn.“ *%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*%%%%%%*%%%%%%«%%%%%%%%%%%%%%%%%%i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.