Alþýðublaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.11.1959, Blaðsíða 4
 Otgefandi: Alþyðuflokkunnn. — Framkvæmdastjori ingoitur Krlstjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal. Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjáimarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Köstum ekki vopnunum ÞJÓÐVILJINN hneykslast á því, að dr. Krist- inn Guðmundsson skuli vera farinn til Lundúna, þar sem hann er ambassador íslands. Kveður blað- ið þetta sönnun þess, að heimköllun ambassadors- ins á siðasta vori hafi aðeins verið kosningabragð. Þjóðviljinn er samur við sig. Hann getur með engu móti litið á landhelgismálið öðru vísi en sem lið í væri okkur sjálfum til óhagræðis að neita okkur asta og þýðingarmesta utanríkismál þjóðarinnar, þar sem hún stendur innanlands sameinuð sem einn maður. Síðastliðið vor rak hvert ofheldisverk Breta annað innan 12 mílna fiskveiðilandhelginnar. Þá var amhassadorinn kallaður heim til við ræðna við ríkisstjórnina. Sú ráðstöfun gerði fyllilega það gagn, sem til var ætlazt, og valcti mikla athygli á afstöðu íslendinga til framkomu Breta. Landhelgismálið er nú á því stigi,, að undir búin er ráðstefna Sameinúðu þjiíjðanna^ sem kemur saman í Genf snemma á næsta ári. Starfs lið utanríkisþjónustunnar og aðrir liðsmenn reyna nú að afla málstað íslendinga sem mests fylgis og styrkja á allan hátt aðstöðu okkar á hinni væptanlegu ráðstefnu. Ef fylgja ætti tillögu kommúnista um að siíta stjórnmálasamhandi við Breta, mundi ís lenzka þjóðin kasta frá sér einu vopni í þessari baráttu. London er mikil heimsmálamiðstöð, og íslenzkri flokkapólitík, og þó er þetta viðkvæm um þá aðstöou, sem sendiráð þar veitir. Það er heilbrigð skynsemi, eins og land helgismálið hefur þróazt, að ambassadorinn geri mest gagn á sínum stað í London. Hins vegar er krafan um lokun sendiráðsins í London ekki hugsuð til þess að gera gagn í landhelgismálinu, heldur aðeins til að slíta tengsl okkar við vest rænar þjóðir. Ef þau tengsl væru slitin, mundi aðstaða Íslendinga til að fylgja landhelgismálinu eftir til sigurs stórversna. Á FUNDI bæjarráðs Reykja- víkur sl. þriðjudag veitti borg- arstjóri móttöku ágætri gjöf firá afkomendum Geirs Zoega út- gerðarmanns til minjasafns bæj arins. Var það kort af bænum, sem Sigurður Sveinsson mæl- ingamaður mældi fjrir árið 1876, en Benedikt Gröndal skáld bar í lit og skýrði. Þykir kortið hið mesta metfé, eink- um vegna áritaðra upplýsinga Gröndals um hús og eigendur þeirra. Kortið hefur nú verið hengt upp í sýningarsal safnsins að •Skúlatúni 2, en safnið er opið á hverjum degi kl 2—4 nema mánudaga. Þá barst safninu fyrir'nokkru verðmæt gjöf frá Mr. Watson: 9 eftirmyndir af g ömlum Reykjavíkuimyndum, sem hann hefur rekizt á í erlendum söfnum. Áður hafði hann sent tvæ-r myndir. Þá er að geta Þess, að hin ný- látna merkiskona frú Sigrún Bjarnason hafði í samráði við dóttui- sína, frú Karitas Ander- sen ráðstafað miklu af innbúi og munum úr húsi þeirra, Tjarn argötu 10, ti} minjasafnsins. Er skrásetningu þeirra muna ekki að fullu lokið enn. Safnið keypti á uppboðj stofu sófa Matthíasar skálds Jochums sonar, en þar sem forstöðumönn um Matthíasarsafns á Akureyri leikur hugur á að eignast sóf- ann, hefur komið til mála að Framhald á 10. siðu. ýV Meoan við bíðum. ■fa Hvenær kemur stjórnin? 'fe Mormónaspjall í út- valið. Enginn er ánægður með úrslitin. En það er víst, að eftir keppnina eiga þeir, sem valdir hafa verið, að taka til starfa fyr- ir þjóðarheildina. Það er þeirra siðferðilega skylda. varpmu. vitlaus frásögn í myndarlegu Maði. MEÐAN VIÐ BlÐU. ... Menit bíða eftir nýrri stjórn. Þeir spyrja: Hverjir mynda stjórn? Ég er dálítið hissa á þessu. Hvers vegna spy ja menn ekki fyrst og fremst: Um hvaða stefnu verður stjórn mynduð? Þetta er aðalat- riðið. Ég vil láta fólk gleyma flokkunum og hugsa eingöngu um það, hvað gert verður. Menn eiga að spyrja: Verður haldið á- fram með stefnu Alþýðuflokks- ins, stöðvun verðbólgunnar, leit að leiðum til að draga úr spenn- unni, reynt að festa afkomuna, þannig að atvinnuöryggið hald- ist? S. S. SKRIFAR: „Mig furðaði mjög á fýrsta þættinum Vogun vinnur, vogun tapar. Mormóna- spjallið vár fyrir neðan allar hellur. Svarandinn féll þegar á fyrstu spurningu, því að spyrj- andinn svaraði henni og svarand inn sagði aðeins: ,,Já.“ Hann féll líka á síðustu spurningunni, því að . spyrjandinn svaraði henni líka. Ég hlustaði á alla þættina í fyrra. Þá var ekki verið að svara fyrir drenginn, sém spurð- ur var um skeljar. í raun og veru átti drengurinn að vinna keppnina. Svona mega þessir þættir alls ekki vera. Ég held að spyrjandinn hafi alls ekki, áður en þátturinn hófst, verið búinn að skýra fyrir svarandanum, að hann ætti að svara beinum spurningum beint, en ekki þvæl- ast með efnið í útúrkróka. Æ FLEIRI verkalýðsfélög segja upp samningum til þess að vera við öllu búin. Hvers vegna? Vegna þess að þau sjá, að það eru miklar blikur á lofti. Fyrir liggur yfirlýsing íveggja stærstu flokkanna um að þeir vilji höggva skarð í varnargarðinn, ætli að gera það þegar þing kem- ur saman. Ef þeir standa við yfir lýsingar sínar þá steypist flóðið yfir okkur — og í þessu efni þýð ir ekki neitt að henda diskum á loft eins og trúðar, leikur með tölustafi er þýðingarlaus. Hér er fyrst og fremst um að ræða sál- fræðilegt atriði. Mjótt er mund- angshófið. ÉG SAGÐI, að fólkið biði á- tekta í ofvæni. Ég sagði líka, að menn ættu að gleyma flokkun- um, en spyrja um stefnuna. Slagnum er lokið. Þjóðin hefur ST. SKRIFAR: „Mig langar il að gera að umtalsefni mynd, sem birtist í vikublaðinu Vikan síðasta tölublaði. Þessi mynd er af vöruflutningavagni og fólks- vagni, sem rekizt hafa á. Sagt er í blaðinu, að myndin sé birt sem „skræk og advarsel“ fyrir öku- menn, og um leið, að ástæðan fyrir árekstrinum hafi verið sú, að annar bíllinn hafi ætlað að aka fram úr. Það getur nú varla verið aumara hjá þeim Vöku- mönnum en þetta. Þarna hafa þeir tekið mynd traustataki úr sænska myndablaðinu Se, en það er eins og þeir hafi ekki skilið það, sem með myndinni stóð, því annars hefðu þeir varla farið að láta frá sér annað eins. SANNLEIKURINN var þessi: Vöruflutningavagn, hlaðinn tatesman lerðir Breta hér BREZKA vikublaðið New Statesman birti í september s. 1. forustugrein undir fyrirsögn- inni fslenzka sjálfheldan (Ice- iandic Impasse), þar sem fisk- veiðideilan er gerð að umtals- ni á athygl'sverðan hátt, og hvers heimskulegs, og senni- lega ófyrirhugaðs, atviks, er kosti mannslíf“. Þá segir hann, að þriggja rtiílna reglan sé regla þæginda — fyrst og fremst brezkra þæginda — en ekki deilumál, um siðferðileg mjölsekkjum og með einn aftaní vagn ók rólega og örugglega á vinstrj vegarhelming á leið til Stokkhólms. Á móti kom akandi í fólksvagni 25 ára gamall verk- fræðingur, hann ók hratt og var þreyttur. Hann hélt sig einnig á vinstri vegarhelmingi þangað til 25 metrum fyrir framan vörubíl- inn, þá ók hann allt í einu :til hægri og þvert fyrir vörutaílihn, Hvers vegna? Það veit enginn hvers vegna þetta skeði. Kann- ski sofnaði bílstjórinn, kannski sprakk á framhjóli, kannski brann saman framhjólslager. I Þetta fær enginn nokkurn tíma ■ að vita, því að verkfræðingur- inn lézt samstundis. i ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ að ég ! er að skrifa þér þessar fáu línur er sú, að mér finnst að hjá Vik- unni sé öllu saman snúið við: Það eru nóg dæmi um svo alvar- leg umferðarslys, að það er ó- þarfi að vera að rugla öllu sam- an í einn hrærigraut og halda svo að fólki hræðist slíkar sög- ur. Það er hægt að hræðast meira það sem satt er í þessum málum en það, sem blaðamenn finna upp á til þess að fylla dálkinn.“ Hannes á horninu. Ræktunarfélag Norðurlands Fregn til Alþýðublaðsins. - AKUREYRI í gær. Á VEGUM Ræktunarfélags Norðurlands var haldinn fundr ur búnað rráðunautaí Norður- landsfjórðungi á Akureyri dag- ana 3. og 4. nóv. Alls sátu fund- inn rúmlega 20 manns, ráðu- nautar allra búnaðarsamband- anna á Norðurlandi, fulltrúair frá samb andsst j órnunum og nokkrir gestir, ásamt stjórn Ræktunarfélags Norðurlands. Formaður Ræktunarfélags Norðurlands, Steindór Stein- dórsson yfirkennari, stjórnaði fundinum, en ritarar hans voru Baldur Baldvinsson, bóndi .4 Ó- feigsstöðum, og Sigfús Þor- steinsson, ráðunautur á Blöndu ósi. Mörg érindi um landbúnaðar mál voru flutt á fundinum og urðu miklar u.mræður um þau mál. Fundarmönnum var boðið að skoða nsutgi'iparæktarstöð Sambands eyfirzkra nautgripa- ræktunarfélaga að Lundi við Akureyri. Þetta er 3. fundurinn. r.em Ræktunarfélag Norðurlands heldur um þessi mál, en aðal- viðfangsefni félagsins síðari ár- in hefur verið almenn fræðslu- starfsemi í landbúnaðinum G.S. "r blaðið ekki hrætt við að kalla hlutina sínum réttu 'iöfnum. Éara hér á eftir laus- 'ega hýdd.ir kaflar úr grein Hessari. sem hefst svona: „Brezká stjórnin á á hættu að gera okkur öll að fíflum á íslandi. Það er svo sem ágætt að hlæja að hinum rúritaníska sjóhérhaði. sem haldið er uppi innán 12' mílna markanna: en eins.og íslenzki sjávarútvegs- málaráðhérrann hefur sagt; Bretar hafa ekki efni á að fiska endalaust í samfloti undir her- skinavernd —. og íslendingar hafa efni á að halda áfram að vernda 12 rnílna mörkin^ eins lehgi, og bá:lv.stir!‘. Þá segír höífúndur, að hvað sem líði hinni flóknu, lágalegu hlið málsins muni . það vart verða fil að auká á orðspor Englendinga, . ef íslendingar komi fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar með kvörtun vegna „ein- meginatriði. Greininni lýkur þannig: „Undirrót vaiidræðanna er ekki hin fræðilega spurning um lögin á: Kafinu, heldur hin algjörlega práktíska spurning. um ofveiði brezkra togarafé- laga á hafsvæðuhi, sem Islend- ingar eiga Hfsafkomu sína undir. Málami'þiunarsarhkomu- lag, þar scm greinarmurmr yrði. gerður á .fiskveiðiréttind- um og fornhelgum yfirráðum. yfir hinu umdeilda svæði,: kynni að verða þezta leiðin út: úr sjálfheldu'þeirri, sem mál-. in nú eru í. Komiö er í veg fvrir hana fyrst og fremst af viðskipta-hagsrtmnum brezku togarafélaganna, sem , telja hafið við- íslaiid arðbairara, og fjárhagslega hættuminna, en endurnýjun þá,- er nauðsynleg yrði vegna véiða á fjarlægari- hafsvæðum“. Þjófnaðir víða ÞJÓFUR einn í Hafnarfifði hefur gert víðreist undanfarið, Þannig brauzt hann inn í Vél- smiðju Hafnarfjarðar aðfara- nótt sl. fimmtudags. Stai hann þar tveimur samlagningarvél- um (henti annarrj í sjóinn og °aldi hina) og einu útvarpstæki. Jafnfram' brauzt hann inn í verzlunina Ölduna og stal þar sígsrettúm, sælgæti og úlpu — seldi hann það allt. í fyrrinótt leit hann svo inn í Kjötiðjuna og tal þár sviouðu og í Öldunni og í 'nótt brauzt hann inn í Þvottahús- Hafnarfjarðar, en mun'engu.hafa stolið þar, Þjóf- ur þessi hefur náðst. ^ 7. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.