Alþýðublaðið - 07.11.1959, Page 5

Alþýðublaðið - 07.11.1959, Page 5
Hvað er að gerast Suðurskautið WASHINGTON, (NTB- AFP). — Samningaviðræð- urnar hér um S'uðurskauts- landið eru nú komnar á nýtt stig og er hugsanlegt, að komizt verði að samkomu- lagi um meginatriði í næstu viku, segir í skýrslu, er gef- in var út af fundinum í kvöld. — Ráðstefnuna sitja fulltrúar 12 landa og á hún að ná samningum um, að Suðurskautslandið verði ekki notað í hernaðarlegum tilgangi. Fékk traust RRUSSEL, (NTB-Reuter). - Belgíska stjórnin fékk í dag traustsyfirlýsingu í fulltrúa- deildinni vegna stefnu sinn- ar í Kongó. Fór atkvæða- greiðslan fram eftir umræð- ur um ástandið í nýlend- unni og þær stjórnarumbæt ur, er stjórnin hyggst gera þar á næsta ári. 170 sjálfboðaliðar úr belgíska hérnum, flughern- SVONA gengur hin vel klædda kona til hvílu — segja þeir í París. Mynd in er tekin á náttfatasýn- ingu, sem þar var haldin í síðastliðinni viku. Takið eftir grímunni, sem mið- síúlkan ber. Það virðist vera meiningin, að hún sofi með hana. um, flotanum, lögreglunni og flugvallavarðsveitunum munu fara til Kongó fyrir mánaðarlokin til að styrkja varðhöldin um hinar þrjár hernaðarbækistöðvar, sem Belgar hafa í nýlendunni. Eru þetta fyrstu meðlimir 300 manna hóps sjálfboða- liða, sem taka á ábyrgð á stöðvum þessum. 150 stú- dentar fóru mótmælagöngu í dag gegn því, að hersveitir yrðu sendar til Kongó. Úr einu í annað BERLÍN, (Reuter). — Dr. Maxijnilian Merten, 45 ára gamall lögfræðingur, sem látinn var laus úr grísku fangelsi í gær eftir að hafa setið þar í 2V2 ár, kom hing- að í dag í fylgd með lög- reglu. Var hann handtekinn í Múnchen í gærkvöldi, er hann kom þangað frá Aþenu. Er hann grunaður um morð á .Gyðingum í Saloniki á stríðsárunum og nauðungar- flutninga Gyðinga þaðan, en hann var ráðgjafi þýzka her- foringjans þar í stríðinu. funda PARÍS, (Reuter). — Frakk- ar létu í dag í ljós fúsleik til að líta á væntanlegan fund æðstu manna austurs og vesturs sem hinn fyrsta í röð margra slíkra í stað einnar allsherjartilraunar ■til að leysa öll vandamál. Neitaði de Murville, utan- ríkisráðherra, því í dag, að de Gaulle væri andvígur mörgum fundum, sem Mac- millan, forsætisráðherra Breta, mælir með. Viðræður í Varsiá 'VARSJÁ, (NTB-AFP). —- Sendiherrar Bandaríkjanna og Kína átt'u í dag með sér þriggja tíma fund. Næsti fundur þeirra verður 8. des- ember. Tilgangur fundanna er að koma samskiptum ríkj anna í eðlilegra horf. Fjalkgarpur farasf _ KATMANDU, (Reuter). — Tilkynnt var í dag, að 32 meðlimir fjallgönguleiðang- urs nokkurs muni hafa far- izt í stórhríð á Gaurishank- artindi (nál. 8000 metra) ná- lægt Mount Everest. Hlaup- ari, sem náði hingað í dag sagði, að leiðangurinn — 3 Japanir og 29 Sherpar — hefði verið týndur síðan hann fór frá aðalstöðvum sínum í tæplega 7000 metra hæð fyrir þrem vikum. — Leitarflokkar hafa verið sendir út og verður einnig leitað úr lofti. Ef allir meðlimir leiðang- ursins reynast dauðir, er það í fyrsta sinn, sem heill leið- angur ferst í Himalayafjöll- um, og jafnframt versta slys í sögu fjallamennsku í Himalavafjölium. — Sviss- neski fjallamaðurinn Lam- bert, sem reyndi við tind þennan fv.rir 5 árum, kvað hann „óklífandi Nepalsmeg- in“. Mannslát hafa verið nokk- uð tíð á þessum slóðum í ár: Tvær evrópskar konur og tveir Sherpar fórust í s.l. mánuði, fimm menn úr ensk -þýzkum leiðangri hafa ver- ið týndir síðan í júní og tveir aðrir Bretar hurfu í maí, en í sama mánuði fórst vara-foringi ástralsks leið- angurs ásamt einum Sherpa. Vantrúnaður CANBERRA, (Reuter). — Á fundi þingmannasambands hrezka samveldisins hélt Attlee jarl, fyrrverandi for- sætisráðherra, ræðu í dag þar seni hann sagði m. a., að fundur æðstu manna mundi ekki Ieysa öll heimsins vandamál. Hann sagði enn- fremur, að tími væri til kominn, að smáþjóðirnar fenpju að taka til máls í al- þjóðamálum „því að þær munu þjást, ef til styrjaldar kemur“. Hann bætti bví við, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðizt í sínu aðal- verkefni ,,að losa heiminn við óttann“. HAMBORG, (NTB-AFP). — Eigendur þýzka flutninga- skipsins Bilbao, sem frönsk herskip neyddu s. I. miðviku dag til að sigla inn til Cher- bourg, mótmæltu í dag töku skipsins og héldu því fram, að taka flutningaskips á al- þjóðlegri siglingaleið bryti í bág við álþjóðalö’g. Heldur félagið því fram, að Frakk- ar hafj gengið um borð í skipið er það var 17 sjómíl- ur frá næsta stað á Frakk- landsströnd. 73 kassar af stormljósker- um og 100 kassar af hagl- patrónum voru gerðir upp- tækir. Segir talsmaður skipa félagsins, að skipið hafi átt að fara til Casablanca, en ekki koma neins staðar ann- ars staðar við. — Reuter segir, að vestur-þýzka utan- ríkisráðuneytið hafi þær fréttir frá sendiráði' sínu í París, að rannsókn málsins sé háldið áfram. Laosskýrsla NEW YORK, (NTB). — La- osnefnd SÞ hefur lagt fram skýrslu sína og kemst að jjeirri niðurstöðu, að Norður Viet-Nam muni ekki liafa gert innrás í Laos, hins veg- ar hafi stjórn Norður Viet- Nam sent kommúnistunum í Laos voun og skotfæri. Skýrslart hefur verið send aðildarrikjunum. TÚNIS, (NTB-Reuter). — Kínverskir kommúnistar hafa veitt algiersku uppreisn arstjórninni alls 10 milljón dollara lán til kaupa á vopn- um og til greiðslu á kostnaði við áróður og stjórn, segja góðar heimildir í Túnis. Munu kommúnistar hafa boðizt til að láta uppreisn- armönnum í té amerísk her gögn, er tekin voru í Kóreu- styrjöldinni. VEITINGAHÚSIÐ Lido hef- ur enn fengið nýjan skemmti- kraft. Er það söng- og danskon- an Vera Mackey. Hún byrjaði LÍTIÐ er um rjúpur núna. Alþýðublaðið spurðist fyrir um það í matarverzlun Tómas- ar Jónssonar í gær, hvort rjúp- ur væru fáanlegar, en fékk þau svör, að engar væru til þessa dagana. Leyft er að skjóta rjúpur á tímabilinu 15. október—15. desember ár hvert. í haust hef- ur rjúpan einkum fengizt í Kelduhverfi én einnig lítils háttar á nokkrum öðrum stöð- um. Verðið á rjúpum í smá- sölu er 29 kr. stykkið en nokk- uð er misjafnt hvað verzlanir greiða fyrir þær. Þegar mikill hörgull hefur verið á þeim hef- ur jafnvel verið greitt yfir 30 kr. fyrir stykkið. BONN - Roltkarinn mikli, EIvis Prestley, gengur nú aftur laus. Ilann er í her- þjónustu í Vestur-Þýzka- landi, var stungið inn á spítala og rifnir úr hon- um háls- og nefkirtlar. Og nú gengur hann sem sagt laus aftur. að skemmta gestum í Lido um síðustu helgi og er ráðin til eins mánaðar. Alþýðublaðið hefur átt stutt viðtal við ungfrú Mackey. Hún hefur skemmt í fjölmörgum löndum um allan heim, þar á meðal flestum löndum Vestur- Evrópu, Japan, Indlandi, Tyrk- landi, Sýrlandi, Brasilíu og írak. Ungfrúin kvaðst hafa skemmt síðast í Moulin Rouge í París og svo í Stokkhólmi. Hún hef- ur einnig skemmt á Valencia í Kaupmannahöfn, en það er lengra síðan. „Samkeppnin er mjög mikil meðal skemmtikrafta og starf- ið oft erfitt, t. d. hef ég ekki komist til heimaborgar minn- ar, London, í þrjú ár til að hitAa móður mína“, sagði ung- frúin. „Það er margt sem kemur fyrir á þessu flakki um heim- inn og ég lenti einu sinni í upp- reisn, það var í Bagdad. Miklir götubardagar geysuðu þar og ég komst ekki út fyrir dyr £ 15 daga“. Vera Mackey sagði að hún kynni vel við sig á íslandi, en heldur þótti henni kalt. Hún kann vel við fólkið og sagði, að lífskjörin væru áberandi góð. Ekki sagðist ungfrúin vera búin að ákveða hvert hún færi næst, en sagði, að hún hefði nokkur tilboð. Forsíðumyndin sýnir Veru Mackey, þar sem hún er að skemmta í Lido. Hún er að dansa við einn gestinn, sem hún hefur klófest, Kristján Krist- jánsson, hljómsveitarstjóra. Alþýðublaðlð — 7. nóv. 1959 «§.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.