Alþýðublaðið - 19.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreidsia blaðsins er ( Alþýðuhúsinu við tngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Ö88. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg ( siðasta íagijd, 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma ( blaðið. Askriftargjald ein lzr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. ' Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega gerð landssjóðs og Iandsverzlun- inni, og hyggja að sé halli á rekstri landsverzlunar vegna þess, að út- jgerðin hafi tapað. Nú munu flest- ir aðrir en þessir frambjóðendur vita, að þetta er sitt hvað. Lands sjóðsútgerðin er i höndum Eirr>- skipafélagsins að öllu leyti, bæði bókfærzla og stjórn hennar, og Landsverzlunin kemur þar hvergi nærri. Þó að eg ætli ekki hér að tala langt mál um landssjóðsút- gerðina, þá get eg ekki stilt mig um að segja, að það kemur und- arlega fyrir sjónir, að Ölafur Thors furðar sig á því, að sú útgerð hafi tapað, eins og ( pottinn var búið, Fyrst og fremst voru skipin keypt dýru verði, vegna hinnar knýjandi nauðsynjar um fiutninga á stríðs- árunum, sérstaklega var Borg dýr- keypt af h. f. Kveldúlfi, sem treysti sér þá ekki til að halda skipinu úti, er landið réðst í það. í öðru lagi hafa landssjóðsskipin verið gerð að hornreku skipa Eimskipa- félagsins; ætíð verið látin fara arðminstu ferðirnar, sérstaklega strandferðir með mörgum viðkomu- stöðum. Slíkar strandferðir eru farnar, ekki vegna landsverzlunar- innar sérstaklega, heldur vegna verzlunar landsmanna, og undrar það marga, að frambjóðendur A- listans vilja ekki láta taka tillit til óska landsmanna um bættar samgöngur, þó að utan Reykja- víkur sé. Loks má geta þess, að fyrir stríðið var varið árlega 60 til 70 þús. kr. strandferðastyrk úr landssjóði, sem nú mundi senni- Jega nema árlega 4—500 þús,, en Iandssjóðsskipin hafa enn ekki fengið neian slíkan styrk. En ef slíkur styrkur væri meðtalinn mundi útgerðin bera sig vel. 0 Th. vítir að bókfært kaupverð skipanna hafi ekki verið fært nið- ur á stríðsárunum. Það er rétt. og þá sérstakiega hvað viðkemur Borg, en það er sök íjármálaráð- herrans, flokksmanns Mgbl. og 0. Th., en ekki landsverzlunar, sem ekkert hefir um þau mál að segja. (Frh.) €rlenð siuskeytl. Khöfn, 18. jan, Ráðherrastefna. Sfmað cr frá London, að for- sætisráðherrar bandamanna mæt- ist 24. þ. m, í París. Allsherjarverkfall í Svíþjóð, ef kaupið verður lækkað. Símað er frá Stokkhóimi, að vinstri socialistar hafi, meðan rætt var um fjárlagafrumvarpið, hótað allsherjarverkfalli, ef laun manna væru lækkuð. Druknun. Sigurður bóndi Þorvalasson í Tungu í Grafningi fór á mánu- daginn um hádegi niður að Sogi á fuglaveiðar og druknaði i Sog- inu. Var hans leitað og fanst lík hans rekið við Álftavatn. Sigurður var stakur dugnaðar- maður og vinsæil mjög. Hann var nýlega búinn að reisa myndarleg- an bæ í Tungu. Hann lætur eftir sig konu og ungt barn. Bræður Sigurðar eru þeir Guð- mundur á Bíldfelli og Pétur tré- smiður hér í bæ. Kosningaskrifstofa B-listans (Alþýðuflokksins), er opin alla virka daga í Alþýðuhúsinu við Ingólfstræti, frá klukkan 10 ár- degis. A sunnudögum er hún opin eftir klukkan 1. Kjörskrá liggur þar frammi. Sfmi 988. Stjðrmnilastejna anistxðinganna. (Nl.) Enn fuilyrðir ræðumaður, að sá undirbúningur hafi enn ekki farið (ram með okkar þjóð. En hr, Einar Kvaran og háttvirtir and- stæðingar vorir verða að athuga, að það sem hér er að gerast t þessu máti er einmitt undirbún- ingur, og þeir sem eru að tefja þennan undirbúning, eru að gera sitt til að hindra það, að þetta fyrirkomulag geti blessast þegar það er orðið ríkjandi f þjóðfélag- inu. Þvf rikjandi verður það. Það er aðeins timaspursmál hvað langt verður þangað til. Jafnaðarstefnan er jafn óstöðvandi og fijót sent fellur tii sjávar. Menn geta sett stíflu sem stöðvr- ar um stundarsakir, en árangurinn verður ekki annar en sá, að ann- aðhvort breytir fljótið um farveg eða það brýtur stífluna og ryðst fram með óstöðvandi krafti. Þetta síðartalda heflr skeð í RúslandL Sem betur fer mun aldrei verða lagður annar eins þröskuldur í götu eðlilegrar framþróunar hér eins og Rússastjórn gerði þar — enda væri óskandi að jafnaðarstefaan kæmist hér á með meiri friði en þar. En þeir sem leggja stifluna í farveginn hér, gera sitt til — þó í smærri stíi sé. Eg tek ekki undir með hr. Ein- ari Kvaran, um það að socialism- inn komi ekki til kasta Alþingis fyrstu árin. Ef einhver stjórnmáiamaðurinn okkar sem Iegið hefir í gröf sinni háifa öld, gæti virt fyrir sér Al- þingi og þjóðfélag íslands eins og það er nú, þá mundi hann glögt sjá að socialisminn er kominn hér inn að meira eða minna leyti. Þessari hreyfingu taka margir ekki eftir, af því þeir hreyfast sjálfir með. Þá segir hr. E. Kv. að mát þetta sé bersýnilega i bernsku enn hér á landi, og bendir á því tit sönnunar, að Alþýðublaðið hafi enn ekki ráðið við sig hvort það fylgi 2. Internationale eða bolsi- víkum. Það er nú ekki rétt að málið sé í bernsku hér á landi svo mjög fremur en annarsstaðar, þó að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.