Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 2

Skírnir - 01.01.1898, Síða 2
2 Ársfundir. Á hinum síðari ársfundi Reykjavíkurdeildarinnar mintist for- seti látiuna fjelagsbræðra, þar á meðal sjerstaklega eand. polyt. Nikuláss Runólfssonar, bókavarðar Haíhardeildarinnar. Því næst skýrði hann frá aðgjörðum og hag deildarinnar. Yegna fjárhags- ins mundi deildin eigi í ár gefa út raeira enn hinar vanalegu árs- bækur, Skírni og Tímaritið. Síðan á fyrra ársfundi höfðu forseta enn borist nokkur atkvæði um framhald eða afnám útlendu frjett- anna í Skírni, og var nú niðurstaðan sú, að 88 íjelagsmenn vildu halda frjettunum, enn 84 afnema þær. Pundurinn veitti stjórninni heimild til að semja við Hafnardeildina um verð-niðurfærslu á sumum bókum fjelagsins, þeim er óútgengilegastar eru, þannig, að þær verði settar niður í verði um tiltekinn tima og seldar fyr- ir svo lágt verð, sem svarar umbúðaverði. í stjórn vóru kosnir þeir, er segir hér á eftir, og endurskoðunarmenn þeir adjunktBjörn Jensson og bankabókari Sighvatur Bjarnason. í Tímaritsnefnd vóru kosnir: Yfirkennari Steingrimur Thorsteinsson, yfirdómari Kristján Jónsson, ritstjóri Einar Hjörleifsson og ritstjóri Haunes Þorsteinsson. Á ársfundi Hafnardeildarinnar lagði forseti fram endurskoðað- an ársreikning deildarinnar fyrir árið 1897, og skýrði frá athöfnum og hag fjelagsins. Skuld deildarinnar til þjóðbankans er nú að öllu borguð og fjárhagur í góðu lagi. Tvö ný rit voru samþykkt til útgáfu, annað um íslensk mannanöfn eftir Jón prófast Jónsson, sem líklega kemur í Safn til sögu Islands, hitt um landskjálfta á Suðurlandi eptir dr. Þorvald Thóroddsen. Fundurinn veitti fyrir sitt leyti stjórninni heimild til að semja við Reykjavíkurdeildiua um, að báðar deildir heiti verðlaunum fyrir vel samið rit um sögu íslands á 19. öld. Hafa síðan komist á samningar milli deildanna um það mál, og er auglýsing þar að lútandi prentuð hjer aftan við Skírni. Heiðursfjelagar vóru kosnir þeir prófessor dr. L. Wim- mer og bókavörður dr. Kr. Kálund. I stjórn vóru kosnir þeir, er segir hjer á eptir. I Safnsnefnd var kosinn varaprófastur Eiríkur Jónsson í stað stud. mag. Þorláks Jónssonar. Endurskoðunar- menu vóru kosnir: stud. polyt. Knud Zimsen og Gísli læknir Brynjólfsson.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.