Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 2
II
Skýrslur og reikningar.
Þá var samþykt í einu hljóði tillaga stjórnarinnar þess efnis
að taka tilboði Þorleifs aðjunkts Bjarnasonar og Jóns yfirdómara
Jenssonar um að búa til prentunar bróf og skilríki til æfisögu
Jóns Sigurðssonar, er fólagsdeildirnar gæ<Si síðan út í samlögum
fyrir aldarafmæli hans 1911.
Frá heimflutningsnefndinni bar forseti fram svohljóðandi til-
lögu, er samþykt var með öllum þorra atkvasða:
Fundurinn lýsir yfir því, að hann haldi fast við þá skoðun,
sem oft hefir áður komið fram í deildinni, að Bókmentafó-
lagið eigi að vera eitt og óskift og hafa aðsetur sitt í
Reykjavík og treystir því að Hafnardeildin taki nú sjálf
frumkvæði í því máli.
Þá voru kjörnir 3 heiðursfólagar og 46 almennir fólagar.
Síðari ársfundur Reykjavíkurdeildar var hald-
nn 8. júlí 1910. Forseti skýrði frá athöfnum og bókaútgáfum
deildarinnar á árinu, svo og hverjar bækur Hafnaideildin gæfi út.
Um Skírni fólst fundurinn á þá tillögu forseta, að heftin skyldu
framvegis koma út í byrjun hvers ársfjórðungs.Yiö tillögu síðasta
fundar um Þjóðlagasafnið var samþykt svofeld breytingar- og
viðaukatillaga : A eftir orðunum »fái ekki bókina« komi:
»en allir aðrir fólagsmenn, þeir sem nú eru í fólaginu, fái
hana ókeypis, meðan hrekkur eintakatala sú, sem fólags
deildin á nú; en fari svo, að stjórnin geti fengið með góðum
kjörum viðbótaeintök hjá forlaginu, þá njóti þeir menn
þeirra góðkjara, er of seinir verða til að ná í eintök af hin
um upphaflega forða«.
Því næst fóru fram embættismannakosningar og fóllu þannig:
forseti prófessor Björn M. Ólsen, fóhirðir Halldór bankagjaldkeri
Jónsson, ritari dr. Björn Bjarnason, bókavörður Sigurður bóksali
Kristjánsson; varaforseti Steingr. rektor Thorsteinsson, varafóhirðir
Sighvatur bankastjóri Bjarnason, vararitari Jón sagnfræðingur Jóns
son, varabókavörður'Mattías fornmenjavörður Þórðarson; endurskoð-
unarmenn Klemens Jónsson landritari og Hannes Þorsteinsson alþm.
Loks voru kjörnir 36 nýir fólagar.
Arsfundur Hafnardeildar var haldinn þ. 20. ágúst-
mánaðar 1910 á Borchs-kollegíi. — 25 voru á fundi.