Alþýðublaðið - 04.12.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.12.1959, Blaðsíða 1
nmEm 40. árg. — Föstuda-gur 4. des. 1959 — 260. tbl. Tveir menn slasast í UMFERÐASLYS varð á Kefla vkurveginum, skammt frá Hafn arfirði, um kl. 11 í gærmorgun. Opelbifreiðin G-1826 rakst á vci.'ubifreiðina G-1424 með J>eim afleiðingum að farþegi í G-1826 stórslasaðist. Ökumað- Blaðið hefur hlerað Að Jón Múli Árnason, höfundur laganna í „Rjúkandi ráð“, hafi upp úr því 1900 krón- ur á sýningarkvöldi. Revýan hefur nú ver- ið sýnd 32 sinnum. ur hennar slasaðist einnig. Opel bifreiðin skemmdist svo mikið, að hún mun vera ónýt. Opelbifreiðin var að koma úr Grindavík. Á beygju rétt norð an við Kapelluhraun missti öku maður hana í sand á vegarbrún- inni, en gat svipt henni upp á veginn aftur. Þá fór bifreiðin það langt út á hægri kant, að ökumaður bjóst við að missa hana út af þeim megin. Sveigði hann þá til vinstri en missti við það bifreiðina aftur í sandinn á vegarbrúninni. Þá kom þarna að vörubif- Framhald á 5. síðu. Spilandi sjálfsalar ÞAÐ hlaut að koma að því að „jukeboxin“ kæmu til landsins, en því nafni eða því sem næst — heit- ir gripurinn á amerí- könsku. Þetta eru grannnófónar naeð sjálf- salasniði. Það kostar tvær krónur að spila hverja hljómplötu, og viðskipta- vinurinn velur hana með því að þrýsta á hnapp. Nú eru spilakassarnir komnir í nokkrar veitingastofur í bænum. Þessi Alþýðu- blaðsmynd af þeim nýj- asta var tekin í Matstofu Austurbæjar í gær. Þar fór spilakassi í gang í vik- unni. Páll Krisfjánsson fekur sæfi á þingi PÁLL KRISTJÁNSSON skrif- stofumaður á Húsavík tók sæti á alþingi í gær í stað Hanni- bals Valdimarssonar, sem er> farinn til útlanda. Var kjörbréf Páls samþykkt samhljóða í sam einuðu þingi að lokinni rann- sókn kjörbréfanefndar. YFIRLYSING LAND- BÚNAÐARRÁÐHERRA ANDREW Gilchrist, ambassa dor Breta á Islandi, fcr héðan alfarinn einhvern næstu daga. Hann heldur fyrst til Bretlands — en þaðan til Chicago þar sem hann verður að'alræðismað- ur. Á miðvikudagskvöld var hon um haldið kveðjuhóf í ráðherra bústaðnum við Tjarnargötu. — Þetta var samkvæmt fastri diplomatískri venju og er per- sónuleg kveðja til sendiherra, sem er að fara frá landinu, en óviðkomandi samskiptum þjóð- anna. Hver sem hlutur þessa brezka I embættismanns í iandhelgis- deilunni hefur verið, — hefur hann persónulega og hans fjöl- skylda ekki átt siö dagana sæia síðan deilan hófst. Menn muna grjótkastið á sendiráðið í byrj- un. Síðan hefur allur þom ís- lenzkra embættismanna og fleiri íslendingar afþakkað öll boð brezka sendiráðsins og neit að að stíga inn í Það fæti, og bað varð fátítt að brezka sendi herranum væri boðið til eins eða neins af opinberum aðiium hér. Þessa einangrun og alian þann kulda, sem fylgt hefur landhelgismálinu hefur Gil- Framhald á 5. síðu. m m Eysíeinn býsí við nýjum bráðabirgða- lögum effir nýár INGÓLFUR JÓNSSON landbúnaðarráðherra skýrði frá því í umræðum á alþingi í gær, að sam- komulagsumleitanir um landbúnaðarverðið væru byrjaðar. Taldi hann far- sælast, að samningar tækj ust með deiluaðilum um lausn málsins og virtist vongóður um þann árang- ur af samkomulagsum,- leitununum. Ennfremur endurtók hann að gefnu til efni þá yfirlýsingu, að bráðabirgðalögin um land búnaðarverðið verði lögð fyrir alþingi fyrir þing- frestun. Tilefni þessara upplýsinga var það, að að Eysteinn Jónsson hélt áfram málþófinu utan dag skrár í sameinuðu þingi með því að spyrja enn einu sinni, hvort bráðabirgðalögin verði lögð fyrir þingið. Kom til nokk- urra orðaskipta milli hans og landbúnaðarráðherra. Vildi Ey- steinn ekki láta sér nægja þá yfirlýsingu, að bráðabirgðalög- in verði lögð fram fynr þing- frestun. Krafðist hann þess, að þau verði rædd og afgreidd nú þegar. i Eysteinn komst svo aS orði í Framhald á 5. síðu. HÚSMÆÐUR hafa fund ið pappaumbúðum Mjólk- uirsamsölunnar það helst til foráttu, að óþægilegt sé að handleika þær; það er eins og ekki sé almenni- lega hægt að ná' á þeim taki. Nú er málið leyst. — Tveir ungir menn hafa smíðað fallega og einfalda „mjólkurgrind“, — sem mjólkurhyrnan fellur ná- kvæmlega í. Hún er þá á augaliragði orðin að snotr- ustu könnu, sem sómir sér ágætlega á matarborðinu. Grindin hefur auk þess þann kost, að þegar askjan er komin í hana, helst „stútur“ hennar vel op- inn. — „Mjólkurgrindin“ vcirður seld í mjólkurbúð- um og mun væntanleg á margaðinn í dag. U 3 Róm, (NTB-Reuter). EISENHOWER, Bandaríkja- forseti, kemur á morgun til Rómar í fyrstu opinbera heim- Eisenhower sókn nokkuirs Bandaríkjafor- seta síðan Woodrow Wilson kom hingað árið 1919, og er Það fyrsta viðkoma hans á „good- will“ för hans til 11 ríkja í Evr- ópu, Asíu og Afríku. Hefur for- setinn beðið þess, að heimsókn- in yrði óformleg, svo að hann fái sem mestan tíma til við< uæðna við ítalska leiðtoga. Komu Eisenhowers til Ciamp ino flugvallar fyrir utan Róra verður sjónvarpað um alla Evr- ópu um hið svokallaða Eurovisi on-s j ón varpsnet. —• Gronchi. forseti, og ráðherrar munu taka á móti Eisenhower á flugvell inum. Búizt er við, að þúsundii manna muni taka sér stöðu mef fram leiðinni, sem ekið verðui til Quirinal-hallar, aðsetursstaS ar Gronchi, forseta. Viðræðurnar hefjast síðdeg- is á föstudag, og verður Pella utanríkisráðherra, viðtsaddui þær. Þá munu for’setarnir ræf ast við að nýju á laugardag. Á Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.