Alþýðublaðið - 04.12.1959, Blaðsíða 5
KÆLING mjólkur á fram-
leiðslustað er víða mjög ófull
nægjandi, mjólk er ekki nægi
lega varin fyrir sólskini með-
an á flutningi stendur og 2.
flokks mjólk er ekki verð-
felld.
Þetta kemur fram í skýi'slu
af fundi HeilbrigSisnefndar
Reykjavíkur 24. nóvember s. 1.,
þar sem tekið var fyrir bréf frá
Mjólkursamsölunni í Reykjavík
■— er var svar við fyrirspurnum
nefndarinnar um flokkun óger-
álsneiddrar mjólkur í Mjólkur-
samlagi Borgfirðinga, um að-
stæður framleiðenda til kæl-
ingar mjólkur, um flutning
mjólkur frá fi'amleiðanda til
mjólkurbús og loks verðfell-
ingu og endursendingu mjólkur
frá mjólkurbúum.
Um þetta mál segir svo í til-
kynningu frá nefndinni:
Að fengnum þeim upplýsing-
um, sem fyrir liggja í málinu,
er ljóst:
Að. kæling mjólkur á fram-
leiðslustað er víða mjög ófull-
nægjandi.
Að miólkin er ekki nægilega
varin sólskini meðan á flutn-
ingi stendur.
Að 2. flokks mjólk er ekki
verðfelld.
Hér er því eigi fullnægt á-
kvæðum reglugerðar um mjólk
og mjólkurvörur varðandi veiga
mikil atriði í mjólkurmeðferð.
Með hliðsjón af framan-
greindu og með sérstöku tilliti
til þess, að neyzlumjólk bæjar-
búa hefur s. 1. tvö sumur reynzt
verri en áður, beinir heilbrigðis
nefnd því tilMjólkursamsöiunn
ar í Reykiavík, að hún hlutist
til um, að bætt verði úr nefnd-
um ágöllum hið allra fyrsta.
Enn fremur geri hún aðrar þær
láðstafanir, sem nauðsynlegar
eru til að tryggja bæjarbúum
jafnan góða neyzlumjólk.
F.í. veiíir námsmönnum
FLUGFELAG ISLANDS hef-
ar ákveðið að veita skólafólki,
sem ætlar að ferðast í jólafrí-
inu með flugvélum félagsins,
afslátt á fargjöldum.
Slíkir afslættir hafa verið
veittir fyrir nokkru undanfar-
án jól og hafa námsmenn not-
HnWHMIMMMWMHWMWVI'
vesfnr
HER er gullfalleg mynd
að okkar dómi. Hún var
tekin í Tokyo fyrir
skemmstu á hinum árlega
barnadegi borgarinnar.
Þarna mætast austrið og
vestrið. Pilturinn er jap-
anskur, en telpan litla
þýzk.
fært sér þau hlunnindi í æ rík-
: ara mæli til þess að dveljast
með skyldmennum sínum um
| hátíðarnar.
Námsafsláttur þessi er 25%
frá núverandi tvímiðagjaldi og
gildir á öllum flugferðum Flug-
félags íslands innanlands.
Afslátturinn er háður eftir-
farandi skilyrðum:
1. Að keyptir sé tvímiði og
hann notaður báðar leiðir.
2. Vottorð frá skólastjóra, er
staðfesti að viðkomandi
stundi nám við skólann.
3. Að farseðillinn sé notaður á
tímabilinu frá 15. des 1959
til 15. jan. 1960.
Það skólafólk, sem hugsar
:sér að notfæra sér þessi hlunn-
indi ,-ætti að panta sér far með
góðum fyrirvara, því að búast
má við því að síðustu ferðir fyr-
1t jól verði fljótr fullskipa'öar.
Hvað er að
gerast
3. desember
Mótmæli
HÖFÐABORG, (Reuter). —
Stúdentaráð háskólans í
Höfðaborg hefur aflýst dans
leik, er haldinn skyldi n. k.
miðvikudag í tilefni af því,
að menn eru að útskrifast.
Ástæðan er sú, að rektor
háskólans hafði bannað, að
nokkrum þeldökkum væri
boðið til dansleiksins.
Viija ekki kosningar
BRUSSEL, (NTB-Reuter). -
Leiðtogar þriggja helztu
stjórnmálasamtaka í Bel-
gísku Kongó báðu í dag yf-
irvöldin í Belgrá um að
fresta fyrirhuguðum kosn-
ingum í nýlendunni. Komu
leiðtogar þessir til Birússel
í dag til viðræðna viö
belgísku stjórnina um fram-
tíð Kongó. í sameiginlegri
yfirlýsingu lýsa þeir sig and
víga þeirri fyrirætlun
belgísku stjórnarinnar að
halda kosningar í Kongó á
föstudag.
Kassem laus
BAGDAD, (NTB-Reuter). —
Það var þjóðhátíð um allt
frak í dag í tilefni af því, að
Karim Kassem, forsætisráð-
herra, var um hádegisbilið
útskrifaður af sjúkrahúsinu
í Bagdad, þar sem hann hef-
ur legið vegna skotsára, er
hann hlaut við morðtilraun-
ina í byrjun október. Hátíða
höldunum verður haldið á-
fram á morgun með fjölda-
göngum í stærri bæjum.
Kassem var umkrlngdur
sterkum herveirði, er hann
fór af sjúkrahúsinu. Hann
fór beint til landvarnaráðu-
neytisins í Bagdad, þar sem
hann hefur skrifstofu, og
voru þúsundir viðstaddar til
að hylla hann.
S.töku veitingahús héldu
upp á atburðinn með því að
gefa mat, strætisvagnamið-
aP voru lækkaðir um helm-
ing, lyfsalar seldu lyf við
innkaupsveirði og læknar
stunduðu sjúklinga ókeypis.
Flestir fangelsisdómar voru
lækkaðir um 10%,
frelsi
Nehru
NÝJU DELHI, (Reuter). —
Nehru, forsætisráðherra,
sagði á hlaðamannafundi í
dag, að allir töluðu um sam-
einingu Þýzkalands, en eng-
inn vildi hana í raun og
veru. Þá kvað hann liggja í
augum uppi, að afvopnunar-
málin væru mikilvægust og
ætti því að hafa forgangs-
rétt á fundi æðstu manna.
Nehru kvaðst enn ekkeirt
svar hafa fengið við bréfi
sínu til Chou En-Lai, þar
sem hann stakk upp á bráða-
birgðalausn á landamæra-
deilunni. Hann kvaðst ekki
hafa í hyggju að banna ind-
verska kommúnistaflokkinn.
Frá Grikklandi
AÞENU, (Reuter). -—- Páll
konungur lagði í dag bless-
un sína á fyrirkomulagi við
komu Eisenhowers Banda-
ríkjaforseta hingað 14. des.
Hefur m. a. verið lýst yfir
fríi handa öllum, til þess að
þeir geti tekið á móti for-
setanum.
Formaður
WASHINGTON, (NTB-
AFP). —• Eisenhower forseti
hefu|n útnefnt Frederick M.
Eaton sem formann banda-
í’ísku nefndarinnar á tíu-
veldanefndarinnar um af-
vopnunarmál, er hefja á
störf í Genf í byrjun janúar.
1 nefndinni verða jafnmarg-
ir fulltrúar frá austri og
vestri.
För frestað
GAUTABORG, (Reuter). —
Sýningarferð Ingemar Jo-
hansson, heimsmeistara í
hnefaleik, um Suður-Ame-
ríku, sem hefjast átti í þess-
um mánuði, hefur verið af-
lýst — a. m. k. fyrst um
sinn. Stafar þetta af því, að
ýmsar borgir, þar sem meist
arinn átti að koma fram,
skái.ust úr leik á síðustu
stundu.
NEW YORK, (NTB-AFP). -
„Sovétríkin hafa staðið með ,.
þeim, sem berjast fytrir þjóð- i >
legu sjálfstæði og frelsi“
sagði Sobolev, fulltrúi Rússa ^
hjá SÞ í dag, er pólitíska
nefndin hélt áfram umræð-
um sínum um Algiermálið.
„Þess .vegna óska Sovétríkin
eftir því að stríðið í Algier
fái friðsamleg og réttlát
endalok, því að á meðan þáð
stendur veldur það áhyggj- l;
um í friðelskandi löndum“.
Hann kvað einu . lausnina
vera, að Algierþúar fái sjálf-
iiy að ákveða framtíð sína.
Hann kvað Sovétstjórnina
vera þeirrar skoðunar, að
tillaga de Gaulles mundi
gegna miklu hlutverki í
lausn vandamálsins, ef hún
væri studd raunhæfum að-
gerðum, er tækju tillit til
óska Algierbúa.
KAUPMANNAHÖFN (Reu-
ter). — 29 ára gamall bif-
reiðasali, sem ákærður er
um njósnir, skýrði frá því
fyrir rétíi hér í day, að hann
hefði fallizt á að afla hern-
aðarlegra upplýsinga um
NATO fyrir Rússa „vegna
æviníýralöngunar“ og til aS
afla sér fjár.
Bemmy Svendsen kvaðst
fyrst hafa flækzt í njósnir,
er hann fór til Stralsund í
Austur-Þýzkalandi í apríl
1958. Var hann þá á bátn-
um Runa, en skipstjóri hans, ];
Carl Petersen, er einnig sak j;
Uður um njósnir ásamt 5
öðrum Dönum. Eru þessir
sjö menn sakaðir um að
hafa ljósmyndað hernaðar-
mannvirki og aflað skjala,
teikninga og annars viðvíkj-
andi þeim handa erlendu
stórveldi.
LAUSANNE, (Reuter). —
Oona Chaplin, hin 35 ára
gamla eiginkona Charíie
Chaplin, eignaðist í dag átta -
punda dóttur, sjöunda bam
þeirra hjóna.
tWW/WMWtMMMMMWMMWWWMWMMHM
Tvelr ntenn slasasf
Framhald af 1. síðu.
reiðin G-1424 og var á suður-
leið. Ökumaður hennar sá hvað
verða vildi og stöðvaði bifreið-
ina. I sömu mund náði ökumað
ur Opelbifreiðarinnar pð yíkja
henni aftur in ná veginn, en
hún var kominn það nálægt
hinni, að hún rakst á hægra
frambrettið og fór síðan aftur
með henni. Ökumaður Opelbif-
reiðarinnar fékk mikið högg á
höfuðið og missti meðvitund um
stund.
Farþegi í Opelbifreiðinni —
klemmdist á milli stafs og hurð
ar, en höfuð og herðar hans
voru út úr bifreiðinni. Hlaut
hann mikil meiðsli á höfði og
handleggsbrotnaði. Hann heiti-r
Magnús Magnússon, frá Nesi í
Grindavík. Hann liggur á
Landakotsspítalanum, Ökumað
urinn meiddist á höfði og öxí.
Sem fyrr segir, er Opelbifreið
in talin ónýt, eftir árekstui'inn.
Gilehris!
Framhald af 1. síðu.
christ vafalaust bætt sér örlííið
upp með veiðifei'ðum sínum. —
Hann er sportmaður í húð og
hár, og stundar bæði fisk í áiii
og vötnum og fuglaveiðar af
miklum dugnaðj og áhuga. Til
þeirra hluta eru fá lönd betri
en ísland.
11 landa för
Fram'hald af 1. síðu.
föstudagskvöld heldur Gronchi
Eisenhower veizlu. Á laugardag
borðar Eisenhower hádegisverð
með Segni, forsætisráðheira, og
Pella, áður en þeir hefja við-
ræður. Um kvöldið heldur Eis-
enhower veizlu í bandaríska
sendiráðinu, og áður en hann
fer til Ankaia á sunnudag fær
hann áheyrn hjá Jóhannesi
páfa.
í GÆR var efiregið í 8. flokki
Happdrættis DAS um 20 vism-
inga, eins og að veniu:
Einstaklingsíhú® að Hátúni 4,
5. hæð kom á nr. 59899. Selt í
umhoðinu Keflavíkurflugvelli.
Eigandi er Ólafur Ormsson vkm
OPEL Rekord fólkshifreiff
meff útvarpi og miðstöð kom á.
nr. 32594. Umboff Keflavík. —
Kom á óendeirnýjaðan miffa. —
FIAT 600 Multipla fólkshif-
reið meff miffstöð. Selt í Aðal-_
umboffinu Vesturveri. Eigandi
er Þórður Guðmundsson, Hofs-
vallagötu 15.
Húsbúnaff eftir eigin vali
hlutu: fyrir kr. 20.000.00 nr.
56928. fxirir 15.000.00 nr. 12473,
18820. Fyrir kr. 12.000.00 nr.
3800, 4833, 46716, 60895, 60979.
Fyrir kr. 10.000.00 nr. 4372,
13298, 22661, 24504, 25248,
43475, 43765, 57103, 62561.
Alþýðublaffið — 4. des. 1959 5