Alþýðublaðið - 05.12.1959, Side 4
■:!
/££Í2^XI0mmtlíP
| Otgefandl: AlþýSuflokkuram. — Framkvæmdastjón. uinolfur KrlíitjánaaoB.
; — Hltstjórar: Benedlkt Gróndal, GísU J. Ástþórsson og Helgl SœmundnoB
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: BjSrg-
vtn Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa-
fngaaiTnl 14 90S. — ABsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmlðia Alþýðublaðaina
Hverfisgata 8—10.
Önnur var öldin . . .
EFNAHAGSMÁLIN hefur nokkuð borið á
í góma í umræðum á alþingi undanfarna daga, þó að
: fjarlagafrumvarpinu hafi enn ekki verið fylgt úr
hlaði. Stjórnarandstaðan reynir í því sambandi að
gera sér mat úr ræðu, sem Ólafur Thors flutti á
Varðarfundi við valdatöku nýju ríkisstjórnarinn-
ar. Á forsætisráðherra að hafa sagt þar að vanta
muni um 250 milljónir vegna ríkissjóðs og útflutn-
ingssjóðs að óbreyttu efnahagskerfi. Telja málsvar
ar stjórnarandstöðunnar þessar upplýsiiigar í
miklu ósamræmi við þann málflutning Alþýðu-
flokksmanna fyrir nýafstaðnar kosningar, að af-
koma ríkissjóðs og útflutningssjóðs á þessu ári væri
góð og betri en áður var.
Menn, sem eru jafnkunnugir þessum mál-
um og Eysteinn Jónsson og Einar1 Olgeirsson,
vita ofurveL að þeir fara hér með blekkingar.
Ólafur Thors ræddi viðhorf efnahagsmálanna á
árinu 1960, en Emil Jónsson og Guðmundur 1
Guðmundsson gerðu hins vegar fyrir kosning-
arnar grein fyrir afkomu ríkissjóðs og útflutri-
ingssjóðs á árinu 1959. Ólafur Thors getur því
haft mikið til síns máls, þó að upplýsingar fyrr-
verandi forsætisrájðherra og fjármálaráðherra
séu réttar. Úrræði þau, sem minnihlutastjórn Al
þýðuflokksins greip til fyrir ári síðan, voru mið-
aðar við árið 1959 og því aldrei haldið fram, að
þau myndu reynast framtíðarlausn á vanda efna
hagsmálanna. Þvert á móti. Eimil Jónsson lagði á
herzlu á í útvarpsumræðunum fyrir haustkosn-
ingarnar, að hún væri ekki fundin. Hitt liggur í
augum uppi, að ráðstafanir Alþýðuflokksins hafi
verið spor í rétta átt, enda gefizt vel, svo langt
sem þær ná. Með þeim var raunverulega mörk-
uð ný stefna í efnahagsmálum okkar, ef haldið
verður áfram á þeirri hraut að reisa skorður við
dýrtíðinni og verðbólgunni.
Auk blekkinganna um efnahagsmálin unga
þingmenn Framsóknarflokksins og Alþýðubanda-
lagsins út tillögum um stórfelldar fjárveitingar til
margvíslegra framkvæmda. Þar er undantekninga
íaust um að ræða ráðstafanir, sem voru Eysteini
Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni ofraun í tíð
vinstri stjórnarinnar. Nú ætlast þeir tiL að nýja
ríkisstjórnin leysi á svipstundu það, sem þeim
reyndist óframkvæmanlegt. Og þetta á að gerast
utan við fjárlög. Svona er auðvelt að vera í stjórn-
arandstöðu. Öldin var önnur, þegar vandi efna-
hagsmálanna gerði vinstri stjórnina óstarfhæfa
Jvegna ágreiriings Framsóknarflokksins og Al-
þýðubandalagsins um þau úrræði, sem eiga að hafa
örðið leikur einn við brottför Eysteins Jónssonar
pg Hannibals Valdittiarssonar úr stjórnarráðinu.
H iólanýjung
1 Jólakort, sem 'þér getið límt Ijósmyndir á og ste-nt vin-
um yðar. Kortin eru mjög smekkleg, prentuð í mis-
munandi litum.
Eins og að undanförnu útbúum við gúmmístimpla
í til jólagjafa.
STIMPLAGERÐIN
Hverfisgötu 50. —• Sími 10615.
Aldarminning Einars
H. Kvarans skálds
NÆTSKOMANDI sunnudag
verður minnst 100 ára afmælis
EinarsjH. Kvarans, skálds. Þjóð
leikhúsið gengst fytrir dagskrá,
sem verður helguð honum og
verður flutt þar kl. 16 á sunnu-
dag.
Þj oðlei khússt j óri og Ævar
Kvaran hafa valið efnið, sem
flutt verður og hafa þeir í sam
einingu annast allan undirbún-
ing. Þess má geta að Ævar er
sonarsönur skáldsins. Það sem
flutt verður á þessari aldarminn
ingu skáldsins er í aðalatriðum
þetta:
Dr. phil. Steingrímur J. Þor-
steinsson flytur stutt inngangs-
erindi. Þá verður upplestur úr
Ijóðum skáldsins, Ævar R. Kvar
an les. Einnig les Guðbjörg Þor
bjarnardóttir smásöguna „Fyr-
irgefning“. Þuríður Pálsdóttir
óperusöngkona syngur lög við
ljóð eftir skáldið og verða það
aðallega söngvarnir úr Lén-
harði fógeta, en þeir hafa orðið
mjög vinsælir hjá almenningi,
enda hefur ekkert leikrit hans
verið sýnt jafn oft. Síðast verð-
ur fluttur þáttur úr leikritinu
„Jósafat“ undir stjórn Ævars
Kvarans en leikendur verða: —
Haraldur Björnsson, Arndís
Björnsdóttir og Regína Þórðar-
dóttir. Lárus Pálsson leikari
verður kynnir.
Einar H. Kvaran er eins og
kunnugt er einn af vinsælustu
rithöfundum þjóðarinnar og er
óhætt að fullyrða, að ekkert
íslenzkt skáld hafi verið jafn
mikið lesið og hann í byrjun
þessarar aldar. Hann var einn-
ig mjög fjölhæfur. því hann
samdi langar skáldsögur, smá-
sögur, orti ijóð og skrífaði leik-
rit. Sum leikrit hans hafa orð-
ið mjög vin"m’ °n ek!::: t þeirra
hefur verið leikið jafn oft og
„Lénharður fógeti“, enda hafa
flest leikfélög landsins sett það
á svið.
Einar H. Rvaran tók einnig
virkan þátt í stjórnmálum og
stundaði blaðamennsku um
langt skeið og má segja að
hann hafi verið einn ritfærasti
blaðamaður sem við höfum átt.
Hann var mikill áhugamaður
um leiklist og var um langan
tíma ein aðal máttarstoð Leik-
félags Reykjavíkur.
Einar H. Kvaran,
skáld.
er
veffinn að hefja sfarfsemi
MÆÐRASTYRKSNEFND er
í þann veginn að hefja starf-
semi sína fyrir komandi jól.
Söfnunrirlistar hafa verið send-
ir út til fyrirtækja og stofnana
í bænum og er það von nefndar-
innar, að söfnunin beri ekki
síðri árangur en undanfarin ár.
Jafnframt vill Mæðrastyrks-
nefnd biðja alla þá, sem telja
sig hafa þörf fyrir hjálp, að
sækja um hið fyrsta. Er sú ráð-
stöfun gerð vegna bústaðaskipta
fólks og annarra breyttra að-
stæðna, sem gerir nefndinni erf
itt um vik, nema umsóknir ber-
ist frá öllum. Skrifstofa nefnd-
arinnar verður opnuð á mánu-
daginn að Laufásvegi 3 (bak-
hús) og verður opin alla virka
daga kl. 2—6 e. h. Sími 14349.
Umsóknum verður veitt mót-
taka í síma eða á skrifstofunni
á fyrrgreindum tíma.
Formaður Mæðrastyrksnefnd
ar, Jónína Guðmundsdóttir, og
fleiri konur úr stjórn og úthlut-
unarnefnd nefndarinnar, ræddu
við blaðamenn í gær og skýrðu
frá starfseminni. Mæðrastyrks-
nefnd var stofnuð árið 1928. —■
Tilgangur nefndarinnar var og
er enn að hlúa að bágstöddum
mæðrum og útvega þeim ein-
hvern jólaglaðning. Fyrsta út-
hlutunin var um jólin 1929 og
hefur síðan farið sívaxandi
1 fyrra var úthlutað 174 þús.
kr. í peningum til nær 800 að-
ila, auk fatagjafa, sem voru
mjög miklar. Árið 1957 vat út-
hlutað 163 þús. og 150 þús ár-
ið áður. 20 kvenfélög í bænum
síanda að Mæðrastyrksnefnd;
eiga einn aðalfulltrúa hverí og
annan til vara. Vinna konurn-
ar sjálfar að þessu óeigingjarna
starfi, án endurgjalds. Fara þær
sjálfar á heimilin og kynnast af
eigin raun, hvar skórinn krepp-
ir. "
Alþýðublaðið hvetur Reykvík
inga til að bregðast vel við
söfnun nefndarinnar og stuðla
þannig að því, að engin móðir
fari í jólaköttinn.
Hannes
h
o r n i n u
ýV Jólasvipur á horginni.
ýV Flutzt milli heima.
ýV Lesum í desemher.
ýV Var hann lygalaupur?
JÓLAKAUPTÍÐARSVIPUR
er að færast yfir allt og alla. Raf
ljósin blika á grænum greinum
og hvít baðmull skrýðir búða-
glugga. Jólabækurnar koma
hver af annarri og bazarar og
markaðir eru opnaðir. — Þetta
er alveg eins og undanfarið.
Ekki er þetta allt í samræmi við
þær hugmyndir, sem viá gerð-
um okkur um jólin þegar við
vorum börn, en allt hefur og
breytzt síðan og dugir ekki um
að sakast.
BREYTZT, JÁ, svo mjög að
það er eins og við höfum flutzt
til annarra hnatta, — og þessi
nýi hnöttur okkar er betri en sá
gamla, þrátt fyrir allt. — Og enn
á allt eftir a ðbreytast. Kjarn-
orkan ryður sér til rúms, hún
mun koma í stað kola, olíu og
rafmagns á þessari öld og ef til
vill breytist þessi heimur í enn
annan heim ef við þá flytjum
ekki í holdinu sjálfu í bókstaf-
legum skilningi til raunveru-
legra annarra hnattá —- og þá ef
til vill í leit að himnaríki.
ÞVÍ AÐ ALLTAF erum við að
leita að himnaríki, í daglegu, fá-
nýtu snatti okkar, kífi og kvöl-
um leitum við að þVí bezta og
fegursta,, en það vili við brenna
að í þessari þrotlaúsu leit lend-
um við í — svaðinu, — Það er
lögmálið, sem felst í orðtakinu:
„Eins og þú sáir svo muntu og
uppskera.“ En oftast sáum við í
blindni og undrumst síðan á-
vöxtinn þegar hann kemur í
Ijós.
MÉR VERÐUR ALLTAF lítið
úr verki í desember. Ég er að
trúa ykkur fyrir leyndarmáli. Þá
les ég og les frá því snemma á
morgnana og þar til ég velt út
af á kvöldin. Og ég er „alæta“ á
lesefni. Ég les Ijóð og skáldsög-
ur, alþýðlegan fróðleik og ferða-
sögur, ævintýri og reyfara — ég
les allt. Ég hef lesið markaskrár
og einu sinni kunni ég heila
markaskrá utan að. Ég man líka
að einu sinni las ég Örnefni í
Önundarfirði eftir Óskar Einars
son lækni, en það var ekki í des-
ember. Það var erfið bók. XJm
daginn ætlaði ég að lesa Arnar-
dalsætt í tveimur stórum bind-
um, en ég gafst upp alveg eins
og ég gafst upp við að lesa doð-
rantinn eftir gríska skáldið, sem
Almenna bókafélagið gaf úi,.
ÉG VAR A® ENDA VIÐ að
lesa „Ferð án enda“ eftir Peter
Freuchen, sem Skuggsjá gefur
út, en þýðandinn er Jón Helga-
son. Peter Freuchen var mikill
ævintýramaður og bækur hans
eru miklir kostagripir. Ekki er
þessi síðri en hinar, en flestar
fjalla þær um sama efni: dvöl
hans í Grænlandi og ferðalög
Jhans þar og svaðilfarir. Svo lif-
andi eru frásagnir Freuchens, að
maður ferðast með honum, verð-
ur þátttakandi í erfiðleikum
hans, hryggist með honum og
gleðst með honum.
ÍSLENZKUR VINUR Freuch-
ens sagði mér nýlega, að Freu-
chen hefði verið skrýtinn rit-
höfundur. Hann gat ekki hætt
að skrifa ef hann byrjaði á bók.
Hann vra svo mælskur. Hand-
ritið varð að stórri hrúgu, ailt
að 1000 blaðsíðum í bók. Alltaf
varð einhver annar að taka hand
rit hans, fella úr, draga saman
og stytta — og úr varð góð og
gagnorð bók.
ANNAR MAÐUR, danskur
þingmaður, sem ég þekki og
ferðaðist fyrir nokkrum árum
með Freuchen í Grænlandi,
sagði mér að líkast til væri Freu
chen einhver mesti lygalaupur,
sem uppi hefði verið. Það liefði
hann sannfærzt um á þessari
ferð með honum í Grænlandi. —
En hvað um það? Sögur hans
eru mikið aíbragð.
4 5. de!s. 1959 — Alþýðtiblaðið