Alþýðublaðið - 05.12.1959, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 05.12.1959, Qupperneq 12
BORGAÐI SIG EKKI NÍTJÁN ára gamall piltur í Detroit í Bandaríkjunum fann upp einfalda aðferð til þess að verða sér úti um pen- inga. Hann skar hornin af 20 dollara seðli og setti á dollara- seðil og lét svo seðilinn sem 20 dollara seðil. Þannig vildi hann koma út dollaraseðli fyrir 20 dollara og tókst að blekkja einhverja, samtímis |iví sem menn tóku eitthvað af hornaklipptum 20 dollara seðlum gilda. En auðvitað komst þetta upp, og pilturinn ó nú fyrir höndum dóm fyrir að breyta gjaldeyri eða rétt- ara sagt, falsa hann. En við því liggur allt að 15 ára fang- elsi í Bandaríkjunum. ¥8161- ITÁLSKUR veiðilnaður, 37 ára gamall, fór til veiða í N,- Italíu fyrir nokkrum dögum. Þetta var um kvöld. Hann varð fyrir því slysi, að hrasa á klöpp og falla niður á milli steina þannig, að hann gat hvorki hrært legg né lið. — Þetta var uppi í fjöllum og kalt í veðri. Hann hafði í för með sér tvo vel þjálfaða veiðihunda, og nú skiptu þeit' með sér verkum að undra- verðu viti. Annar lagðist nið- ur hjá húsbónda sínum, en hinn tók á rás heim. Það tók hann tvo tíma að hlaupa þá vegalengd. eftir því sem gizk- að er á. Hundinum var mikið •niðri fyrir, er heim kom, og þóttust mf skilia, að eitthvað hefði komið fyrir. Lögreglu- sveit lagðí af stað og leið- heindi hu*'durinn henni á slys staðinn. Fn hiálpin kom of seint. Veiðimaðurinn var lát- inn. Hann hafði króknað með- an hann beið hjálparinnar. ■M§Míiíi ÍHMI) 40. árg. — Laugardagur 5, des. 1959 — 261. tbl. trúlofun KUNNGERÐ hefur ver ið í Beirut trúlofun ann- ars sonar konungsins í Marokko og ungfrú Lina E1 Solh ,dóttur forsætis- ráðherrans í Libanon. — Þetta eru þau og var myndin tekin, er þau opin beruðu. Myndin á veggn- um er af konunginum föð ur hans. SODOMA 00 GOMORAIMEXICO San Díego, nóv. (UPI). DR. RICHMOND Barbour er maður nefndur og hann kveðst vita hvert sé mesta syndabæli á vesturhveli jarð- ar. Hann upplýsti þetta á fundi með þeirri nefnd Banda- ríkjaþings, sem kannar orsak- ir afbrota unglinga. Dr. Barbour er umsjónar- maður með æskulýðsstarf- semi í San Diego, en sú horg er skammt frá mexikönsku landamærunum. Heldur hann því fram að það sé landa- M»VHMMMMVHMMHMMUH Bein af 3,25 m. háum manni. RISAVAXIN beina- grind, sem álitið er, að sé af manni, hefur fund- izt í Assam á Indlandi. — Hún er 3,25 m. að liæð. Hún fannst í nánd við skóla nokkurn í suðvestur hluta Assam. mæraborgin Tijuana í Mexi- kó. Það eru þúsundir vændis- kvenna í Tijuana og þær láta engann karlmann í friði, — stúlkur og vaxnar konur eru fiuttar inn til vændislifnaðar og karlhórur eru á hverju strái. Næturklúbbar þar, sem alls kyns ólifnaður er iðkaður eru óteljandi og séð fyrir að upp- fylla hinar fáránlegustu óskir gestanr>a. Ef slíkt kynlíf og ólifnaðarsýningar eru synd, þá er Tiiuana mesta synda- bæli veraldar. Dr. Barbour segir að klám- rit og eitrrlyf séu seld á hverju eötuhnrni í Tijuana og eigi Bandaríkjamenn mesta sök á hvernigf ev komið þarna, þeir séu aðalviðskintavinirnir og or^rj ]r.c|;v.n a>róðavænlega. Yfirtollvörðurinn í San Di- ego staðfestir allt, sem dr. Bar bour hefur að segja. Hann seg ir að í rann og veru sé ómögu- Io"t o?i kova í ve" fyrir eit- urlyfjasmygl frá Tiiuana til Bandaríkjanna ogenginn veg- ur að banna allar ferðir banda rískra unglinga þangað suður. Hann telur að til að koma í veg fyrir smygl yrði að fara fram líkamsskoðun á hverjum einasta ferðamanni, sem yfir landamærin færi, körlum, konum og börnum, og taka hvert einasta faratæki í sund- ur að meii'a eða minna leyti. Eina ráðið til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmyglið sé að sjá um að smyglararnir hafi engan gróða af vörum sínum. Lögreglustjórinn í San Di- ego segir að enginn vafi geti á bví leik'ð að miög mundi draga úr afbrotum í Kaliforn- íu ef hvegt værí að takmarka eiturlyfjasmyglið. Hveríisfjórafundur HVERFISSTJÓRAR Alþýðu- flokksins eru beðnir að koma á áríðandi fund í Alþýðuhúsinu (niðri) næstkomandi miðviku- dagskvöld kl. 8.30. Nánar aug- lýst síðar. FÓLK í sjávarþorpi í Fær- eyjum varð vitni að undalegu náttúrufyrirbæri á dögunum. Nokkrir menn voru staddir á hamrabrún út við hafið, er vatnssúla mikil reis skyndi- lega upp af sléttum fletinum og náði hátt á loft. Um -leið breyttist ládeyða í kringum súluna í freyðandi brimlöður. Þetta stóð þó aðeins skamma hríð. Svo varð allt jafn kyrrt og áður. í þorpinu eiga heima 500 manns ,sjómenn og bændur. Þeir hafa aldrei fyrr orðið vitni að slíku og geta engar skýringar á því gefði. Þeirri skýringartilraun hefur verið varpað fram að eldsumbrot, t. d. sprengigos, hafi vérið á hafs botni þarna' upp við strrönd- ina, en engar rannsóknir á botni hafsins þar ha'fa farið fram. Norsk-amerísk keðjuverkun ÞAÐ er farið að tala um norsk-ameríska keðjuverkua í bandarískum blöðum í sam- bandi við hjónaband þeirra Rockefellers unga og kaup- mannsdótturinnar. Segir í þemi, að bezti vinur Rocke- fellers hafi kynzt ungri riorsk- ri stúlku í brúðkaupinu, sem fram fór í Noregi, og það sé engin tilviljun, að hún er nú komin vestur um haf og búin að fá stöðu hjá efnaðri fjöl- skyldu þar. Er því fleygt, að ekki sé útilokað, að úr þessu verði annað norsk-amerískt brúðkaup. PARIS Oec. 19-21 CANAOA SOVIÍT SWITZ FftANCI ROME Dcc. 4-6 RUMANIA ITALV MADP.lO Ð*c. 22, ANKARA Oec. 6-7 TEHERAN Dcc. 14 KABUl Dtc. 9 TURKIT ALB>GRHCE Woshmgtoi CHINa 5PAIN PORTUGAL TUNIS Dcc. 17 UNITIO STATES KASUMU ifSVRIA) AFGHÁN-1 ISTAN;. ATHENS Dcc. 14-1S TUNISIA LIB israilu algegia AAOROCCO RASAT Dec. 22 KUWAIT“ SAUDI ARABIa SP. WEST afriCa U.A.R. (IGYPT) UiYA KARACHI Dec. 6-7 NEW DELHI Dee. 9-13 > ZabJ. * " /"n y "T'-' " 1 -• 1 . ' ÍTINER ÍÁRY PF E :isenhö WE R S TOU R TO EUROFE, ASI^ AND AFRICA | ! U»ve« Dcc 3 | Refurnt Dec 22 För Eisenhowe Fimmtudaginn 3. desember lagði Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, af stað í för umhverfis jörðina. Hann hei msækir 11 lönd, ræðir við 13 þjóð- höfðingja og heldur 30 opinberar ræð ur á 19 dögum. 22. desember lýkur förihni með' fúndi hans, Adenauers, d e Gaulle og Macmillans í París. SiÁ 10.SÍÐU rnriiiiiiiifiiiiiiiiiiiifaiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiifitiiiiiiiiiiiitiiiiiiitijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiticiiiiiiitiiiiittiitiiiiifitiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiainii jMiiiuiiiiiiniimmimimmimiimiiimiiiiiiiiimiimimmiiiiiiiMiiiiniuimmmiiunmiiimuu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.