Alþýðublaðið - 08.12.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 08.12.1959, Side 4
Otgefandi: AlþýBuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingóllur KrlstJánMon. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi SæmundMOO (éb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- lngasími 14 906. — Aðsetur: AlþýöuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýðublaBrlnfl, Hverfisgata 8—10. Mótleíkurinn STJÓRNARANDSTAÐAN hefur nú haldið uppi nálega tveggja vikna þófi á alþingi. Hafa þing. menn framsóknar og kommúnista flutt langar ræð- ur og margar, en yfirleitt tuggið upp sama efnið aftur og aftur með ótrúlega litlum tilbreytingum. Þeir hefðu efnislega getað sagt það, sem þeim býr í brjósti um stjórnina, bráðabirgðalögin og þing- frestun, í umræðum á 2-3 dögum. En tilgangur þeirra var alls ekki skynsamlegar umræður um málefni, heldur þóf og aftur þóf, enda þótt vonlaust væri að halda þófinu áfram í viku enn, eins og stjórnarandstaðan hefur vafalaust viljað. Slíkt þóf er með eindæmum á alþingi. Það er að sjálfsögðu réttur þingmanna að tala eftir vild. En sá réttur er misnotaður, þegar þingmenn kom fram eins og framsóknarmenn og kommúnistar nú hafa gert. Þess vegna hlaut að koma að því, að langlundargeð annara þing manna tæki enda, og gripið væri til gagnráð- stafana, sem dygðu. Þetta gerði deild; er hún samþykkti tiílögu forseta síns um að takmarka umiæour, er íhöfðu staðið á áttundu klukku- stund. Tímmn heldur fram, að þessi samþykkt neðri deildar sé byggð á rangtúlkun á þingsköpum. Blaðið segir, að umræður hafi alls ekki staðið „úr hófi fram“ eins og nefnt er í upphafi 37. greinar þingskapanna. Tíminn athugar ekki, að í greininni eru nánari fyrirmæli, og er þar dregin lína við þrjár klukkustundir sem lágmark, en málþófsfund- urinn hafði staðið rúmar sjö, er hann var stöðvað- ur. Þá er heimild til að takmarka umræðu þegar í upphafi fundar, eða hvenær sem er á fundinum við . ákveðið tímamark, þó ekki innan þriggja klukkustunda. Tíminn veður því reyk í þessum efnum. Forseti neðri deildar túlkaði þingsköp ó- tvírætt rétt. Reykjavíkurflugvöllur ÞAÐ var fróðlegt að heyra umræður um fram tíð flugvallarmála Reykjavíkur i útvarpsþætti Sig- urðar Magnússonar á sunnudagskvöld. Þær beindu athygli að mjög veigamiklu málefni, framtíð aðal- flugvallar íslenzku þjóðarinnar, sem byggir flest- um þjóðum meira á flugsamgöngum. Sjálfsagt er að leitast við að gera sér skynsam lega grein fyrir þessu máli — en þó er rétt að hafa í huga, að ekki liggja lausar þær 2—400 milljónir, ' sem flugvallargerð á Álftanesi mundu kosta. Auk þess verður sá staður umkringdur byggð áður en langt líður. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þarf þjóðin að notast við Reykjavíkurflug völl lengi enn og má vera þakklát fyrir að hafa hann. Að sjálfsögðu ber að gera á honum allar breytingar, sem aukið geta öryggi hans. Hitt er aðkallandi verkefni að skapa rúmlega 100 000 farþegum, sem um völlinn fars^árlega, út- lendum jafnt sem innlendum, viðunandi aðstöðu. Þau kofaræksnij sem flugfélögin hafa hróflað upp, eru alls ónóg. Það varðar sóma þjóðarinnar að þeg- ar verði reist ein viðunanleg afgreiðslustöð á flug- vellinupi- Teikningar eru til — það vantar aðeins viljann og átakið. Samkvæmi: Glæsilegt úrval Samkvæmiskjóll er falleg jólagjöf. stuttir, síðir — þröngir, víðir, þykkir, þunnir. Baby Doll náttföt — Náttkjólar — Undirkjólar ,>Jólabuxur“ o. m. fl. Nýjasta Parísar-tízkan. Hálsklútar Fallegasta úrvalið í bænum. Uítí Nýjar gerðir Ný sending Nýjasta tízka. Margar nýjar gerðir. Vínglö margar gerðir. Ath.: Látið okkur pakka inn jólagjöfunum. MARKAÐURINN Laugavegi 89. • »■■■■■■■■■■■■ a ■■■■■■■■■■■■■■■■■•<■ wfi Amerískir-kjólar stór númer Nylon-pelsar % sídd Vetra-dragtir Garðastræti 2. Sími 14758. INEÖLfS CAFÉ Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. Ingólh-Csfé. Gólfleppahreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur fljótt og vel. Gerum einnig við. Sækjum — sendum Gólfteppagerðin h.f. Skúlagötu 51 Sími 17360. Lesið Aiþýðublaðið . ...... £ 8. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.