Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.12.1959, Blaðsíða 16
VESTUR-ÞJÓÐVERJAR l.afa áfmga á að kaupa 2—3000 smá- lastir af hraðfrystum fiski af íslendingum, og gæti það magn tvöfaldazt þegar á næsta ári, ef viðskiptin takast og varan líkar vel. Eru þannig horfur á að nýr stórmarkaður kunni að opnast fyrir mestu útflutningsvöru þjóðarinnar, markaður, sem mundi greiða hinn eftirsótta frjálsa gjaldeyri fyrir fiskinn, en ekki gera kröfu tij vöru- skipta. Vestur-Þjóðverjar hafa und- anfarin ár verið að byggja upp svonefndar „frystikeðjur", en það er dreifingarkerfi. fyrir hraðfrýstar vörur. Er þessari þróun nú svo langt komið, að •mikill markaður er að opnast fyrir frystan fisk, grænmeti, á- vexti, kjöt og fleira. Hinar þýzku frystikeðjur .hafa með sér öflug samtök, Og voru fyrir nokkru tveir full- trúar þeirra samtaka hér á landi til að leita fyrir sér um fiskkaup, þeir hr. Sophus Te- tens og hr. Liefernicht. Ræddu þeir ýtarlega við forráðamenn í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sambandi íslenzkra sam vinnufélaga og Bæjarútgerð Reykjavíkur. Munu fulltrúar . þessara stofnana væatanlega fara til Vestur-Þýzkalands innan skamims til að kyniia sér málið frekar. Hirschfeld, ambassador Þjóð- verja í Reykjavík, mun fyrir nokkru hafa skýrt íslenzkum ráðamönnum frá þessum nýju markaðsmöguleikum, og mat- væla- og landbúnaðarráðuneyt ið í Bonn hefur mikinn áhuga á því að íslendingar komist inn á þennan nýja markað. Það mun hafa komið í ljós, þegar þýzku frystikeðjurnar fóru að svipast um eftir hrað- frystum fiskflökum, að mikið af þeim fiski, sem lagður er upp á sjálfu meginlandinu, er ekki nægilega góður til frystingar í flök. Þýzkir togarar, sem frysta flök á hafi úti, eru enn ekki Framhald á 11. síðu Verkaskipting / útvarpsráði MENNTAMALARAÐU- NEYTIÐ hefur skipað Benedikt Gröndal, alþingismann, for- mann útvarpsráðs yfirstand- andi kjörtímabil ráðsins, og Sigurð Bjarnason, ritstjóra, \Taraformann. ÍSAFIRÐI, 22. des. — Hafnar | Samningssvæðið nær yfir eru hér samningaviðræður milli alla Vestfirði og fer ASV með sjómanna og útvegsmanna um umboð fyrir öll sjómannafélög- kaup og kjör háseta, matsveina in á svæðinu, en fulltrúar sjó- og vélstjóra á vélbátum, sem ' manna og útvegsmanha frá hin- vaiða með línu og þorskanet.! um ýmsu verstöðvum taka þátt Alþýðusamband Vestfjarða • í samningaviðræðunum. Hófust sagði samningum upp í haust þær í dag hér á ísafirði og er og falla þeir úr gildi 1. jan. nk. næsti fundur ákveðinn mánu- ' _________________________ daginn 28. des. nk. Verkaskipfing í mennta- málaráði NYKJÖRIÐ Menntamálaráð íslands hélt fyrsta fund sinn í gder og skipti með sér verkum. Formaður ráðsins var kos- inn Helgi Sæmundsson, Vil- bjálmur Þ. Gíslason varafor- tnáður og Kristján Benedikts- sonritari. Sjór hefur verið sóttur af miklu kappi að undanförnu og afli verið mjög góður, miklu betri en oft áður á þessum árs- tíma. Rækjuveiðarnar hafa gengið ágætlega. Veður er ágætt, lítill snjór í byggð. Er kominn jólasvipur á bæinn, enda skreytingar mikl- ar. Bærinn hefur séð um' úpþ- setningu jólatrjáa á hokkrum stöðum og skátar hafa annazt götuskreytingar. Kíghósti virð- ist vera að byrja að stinga sér niður. B-S. ÞAR HITTUST ÞAU ÞESSI mynd og myndin á forsíðunni varð til með hjálp góðra manua, sem höfðu gaman af hugmynd inni og lögðu okkur fús- lega lið, þegar við sögð- um þeim hvað við værum að brugga. Sigurður Guð- jónsson, verzlunarstjóri Geysis, útvegaði Siggu Viggu vinnufötin og stíg- vélin (hún neitaðj að heilsa upp á jólasveininn nema í spánýjum galla). Sigrún Guðjónsdóttir, sem vinnur á hárgreiðslu- stofu og á heima í Silfur- túni, tók að sér hlutverk Siggu Viggu. Og jóla- sveinninn í Liverpool á Laugavegi (hann heitir Björn Halldórsson, en börnin mega ekki vita það) tók henni með kost- um og kynjum, þegar hún bauð honum miða í HAB — happdrætti Alþýðu- blaðsins. Umboð HAB verða op- in til miðnættis í kvöld. Munið þetta: Þeir, sem kaupa miða í dag, geta unnið á hann strax á morg un, því að þá verður dreg- ið um „jólaglaðninginn“ — fimm vinninga, OG SVO ERU ALLIR yOLKSWAGEN BÍLARN IR EFTIR! *WWWWWWWVWWWMWtWWWWWIWWWWWWWVWWWlWWWWWW%W 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.