Ný félagsrit - 01.01.1846, Síða 7
XI
Norfeurlanda”, en hann var laungu áður (1789)
kosinn í „hinu norska vísinda-félagi”. Um sama
bil (31. Aug. 1808) var honum skipab af konúngi
. ab bua til reglugjörb fyrir „yfirdómi í misgjörnínga-
málum”, sem þá var skipafeur á Islandi, og var hann
forseti í þeim dómi me&an hann stób (tii 3. Mai
1816). þá var honum og skipab (21. Júlí 1808) ab
semja eyrindisbréf hreppstjórnar-manna á Islandi,
var þab lögleidt 24. Nóv. 1809, og ritabi hann síban
bókþví til útskýríngar („Handbókfyrirhvernmann”.
1812). þá um sumarife sæmdi konúngur hann meb
etazrá&s nafnbót.
þegar hann fór frá Danmörku, kom hann á
leibinni til Björgynjar í Noregi, og fékk þar korn-
farm til Islands.
En eptir þab hann kom heim byrjubu óspektir
Jörgensens, og stóbu yfir nokkurn hluta sumarsins
1809. þab er ekki enn til hlítar kunnugt, livern
þátt Magnús Stephensen hefir átt í framferbum
Jörgensens, eba hvert álit hans liefir verib um þá
atburbi; en líklegast virbist, ab honum liafi í fyrstu
leikib grunur á, ab hin enska stjórn ætti einhvern
þátt í fyrirtækjum þessum, og hafi hann því viljab
sjá hverju fram yndi þareö ónýtt væri ab veita
slíku ofurefli mótstöbu; en þegar Alexander Jones
kom til Islands, gjörbi hann ogStephán amtmabur,
bróbir hans, samning þann vib Jones (22. Aug. 1S09),
sem gjörbi enda á óspektum þessum, og tók hann
þá vib stjórn á stiptamtmanns-dæminu og subur-
amtinu, og haibi þab embætti á hendi þángab til 1810.