Ný félagsrit - 01.01.1847, Blaðsíða 11
XV
snjallasti; hann var og hinn mesti kennimabur,
vandaöi kenníngar sínar injög, og var vandur ai>
því vib abra. Hann var laerlur vel, og heíir verií>
talinn læriastur biskupa á Islaiuli, annar enn
Brynjólfur Sveinsson, og svo var liann mjúkt lat-
ínuskáld, a?> hann mælti fram vers á latinu eins
hratt og hann talabi; hafa menn um þafe nokkrar
frásögur, og færum vér hér tvær til, sem vér höf-
um heyrt: — þegar hann var dáti í Kaupmanna-
höfn, er sagt, a?> hermannaforíngjar hafi hitzt, og
sagí>i einn frá, af> hann þekkti dáta, sem væri svo
hagmæltur, ab hann gæti talaö í ljóöum; þá segir
annar, aö í sínum flokki sé Islendíngur, sem geti
ort á latinu eins hratt og hann tali. þeir veöjuöu
um þetta, og daginn eptir eru þeir kallaöir til, sem
áttu aö þreyta skáldskapinn og voru þeir staddir
viö sjáfarströnd; en Islendingurinn var Jón þorkcls-
son, kastaöi hann þá fram stöku þessari:
Tot pangam versus, quot stant in litore saxa,
si mihi pro quovis nummulus unus erit.
En þegar hinir heyröu þetta, létu þeir undan, og
vann sá veðmáliö sem Jón var í ílokki meö. —
Önnur saga er sú, aö þegar Jón þorkelsson var
oröinn biskup, tóku skólapiltar sig saman um aö
reyna, livort honum væri eins liöugt um latínuna,
einsog orb lék á; þeir settu þá út einn, til aö reyna
hann; hann gekk í veg fyrir biskup, þegar hann
gekk til kirkju, og spyr hann, hvernig þeir piltar
eigi aö komast útaf stöku einni, sem þeim haföi