Þjóðólfur - 05.11.1848, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.11.1848, Blaðsíða 1
 1. Ar. 5. Síóvember. 1. Guð r/pfi yður góðan dag! Vjer getum ekki neitað fiví, aft f>að hefur lengi verið svo að orði kveðið um oss Islend- inga, að vjer svæfum og fiyrftum endilega að vakna. Og vjer getum ekki heldur borið á móti f>ví, að f)að hafa hljómað til vor radd- ir, sem liafa eins og haft f)að mark og mið, að vekja oss af þessum svefni. Skyldi það nú ekki vera þess vert, að skoða, hvað meint muni vera með þessum svefni, og undir eins tilvinnandi, að gefa þeim röddum gaum, sem hafa tekið sig saman um það, að vekja þjóð- ina af honum ? íþegar vjer þá heyrum þetta utan að oss: mikið sofið þjer, íslendingar! er þá meiningin sú, að vjer sjeum út af dauðir í yfirtroðslum? eða þegar yjer heyrum hrópað til vor: vaknið þjer nú, íslendingar! eigum vjer þá að skilja það hróp í sömu meiningu, og þetta ávarp hjá sálmaskáldinu: vaknið upp, kristnir allir, og sjáið syndum við! Jeg fyrir mitt leyti held, að vjer eigum ekki að skilja þetta á þá leið. Jað er samt engan veginn meining min, að vjer Islendingar þurf- um þess ekki með, að lieyra neinar raddir, sem hrópi til vor af öllu aíli, að vjerskulum vakna af svefni syndanna, og Iáta ljós orða Krists lýsa æ betur og betur á vegum vorum. Hverjum getur dottið í hug, að segja oss svo góða! Engum, sem þekkir oss. Vjer erum í því tilliti, eins og aðrir bræður vorir í lieim- inum, hvorki heitir nje kaldir, heldur hálf- volgir eða hálfsofaridi; vjer höfum, þegar bezt lætur, viljann til hins góða, en oss vant- ar styrkleikann til að framkvæma það. Og það vantar ekki, það hljóma sí og æ fyrir eyrum vorum frá prjedikunarstólnum þær raddirnar, sem brýna fyrir oss, hvað til frið- ar vors heyrir í þessu efni. Með þeim svefn- inum, sem hjer ræðir um, mun þá heldur meint vera deyfð á þjóðlyndinu, mók á þjóð- arandanum, svefn á þjóðlífinu. Og þær radd- ir, sem jeg segi að hafi eins og tekið [sig fram um það, að vekja þjóðina af þessum svefni, þær hljóma ekki frá prjedikunarstóln- um; þær hafa kumið til vor langan veg að; þær liafa borizt oss utan af hafi. Og hvað meina nú þessar raddir, þegar þær kveða svo að orði við oss: sofið nú ekki lengur íslend- ingar, heldur vaknið! Jeg held, að þær meini hjer um bil þetta: látið það ekki lengur dyljast fyrir yður, að þjer eruð þjóð út af fyriryður! leyfið ekki, að þjóðerni yðar renni burt og týnist innan um liinar þjóðirnar! Látið yður ekki einu gilda, hvort þjer verðið t. a. m. Rússar eða Prussar eða hvað! Heldur sjá- ið það sjálfir, að þjer eigið veglegt þjóðerni að verja, að yður byrjar að fá ást á þjóð- fjelagi yðar, að þjer megið ekki hugsa til að verða neitt annað, en sannir íslendingar! Eins og þá raddirnar frá prjedikunarstólnum láta sjer annt um, að vekja oss af svefni syndanna,' og glæða hjá oss kristilegan anda, svo reyna líka raddirnar utan af hafinu til, að vekja oss af dvala hugsunarleysis og hirðu- leysis um þjóðerni vort, og Iáta sjer annt um að glæða hjá oss þjóðlegan anda. En hver rök eru til þess, aðjegsegi raddirþess- ar úr hafi komnar? Mjer virðist sem þær gætu ekki komið úr landinu sjálfu. Eða skyldi þ.að ekki fara eptir líkum lögum með hverja þjóð, sem sefur, og sýslar ekkert um þjóðerni sitt, eins og með hvern einstakan mann, sem sefur og veit ekki neitt af sjálf- um sjer? Sá, sein sefur, getur ekki vakið sig sjálfur, heldur hljóta að koma utan að honum annarstaðar frá hróp eða hnippingar, eigi hann að vakna á vissum tíma. Eins held jeg aðsjemeð þjóðina; meðan hún sefur, get-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.