Þjóðólfur - 05.11.1848, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.11.1848, Blaðsíða 2
2 ur enginn í landinu sjálfu tekið sig fram um það, að vekja henni huga um þjóðlegt líf, því allir sofa líkast til sama ^ða likum svefni. Jess vegna eigi þjóðin að vakna á þeim eða þeim tíma, sem forsjónin ætlar henni, þá hljóta líka að koma utan að henni annarstað- ar frá hrópandi raddir og hnippingar, sem geti vakið hana. "þessi köll og hnippingar, sem þá hafa átt að vekja oss Islendinga, segijegúr hafi komnar að því leyti, sem mjer virðast hinar þjóðvekjandi raddir liafi borizt til vor yfir langan sjó í ritum frá ijarlægu landi. hafa orðið til þess nokkrir Islend- ingar, sem dvalið hafa i Kaupmannahöfn, að hera oss það á brýn, að vjer svæfum, og sinnt- um ekki þjóðerni voru, og þeir hinir sömu hafa tekið sig fram um það að vekja oss til þjóðlegs lífs. Hver, sern lesið hefur Ármann á alþingi og Fjölni', getur víst ekki borið á móti þvi, að þessi rit eru stíluð til vor Islend- inga, til að vekja oss huga um þjóðerni vort. Og þessi rit byrjuðu á að leiða huga vorn einmitt að því, sem er undirstaða þjóðernis- ins, en það er móðurmálið. Mig minnir ekki betur, en Ármann á alþingi sýni oss það berlega, hversu lilægilegt það er, þegar vjer Islendingar erum að böglast við að sletta dönskunni í daglegu tali. Aptur setur Fjöln- er ofan i við oss fyrir það, hversu hirðulaus- ir vjer eruin með bókmál vort, og hann læt- ur sjer annt um, að kerma oss að vanda mál- ið á öllu, sern vjer ritum. Báðir þeir menn, Baldvin heitinn Einarsson, frelsishetjan fríða ogfullstyrka,ogsjera Tómásheitinn Sæmunds- soii, sem vjer allir þekktum að jiví, að hann var svarinn óvinur deyfðarinnar og aðgjörðaleysis- ins, enda var hinn mesti vandlætingamaður og kappsmaður um allt, sem betur mátti fara, báðir þessirmenn, og þeir fjelagar, sem þeim fylgdu, eiga sannarlega miklar jiakkir af oss skilið fyrir viðleitni sína, i því að leggja þann grundvöllinn hjá oss, sein þjóðernið er byggt á. Og víst mættum vjer biðja þá fyrirgefningar í gröfunum fyrir það oss fórst við þá, líkt og úrillum manni í svefnrofunum við þann, sem vekur hann; vjer skildum ekki röddu þeirra, og svöruðum þeim út af. En þarsem jeg er að minnast á þá menn, sem jeg álít að hafi, liver á sinn liátt, gjört sitt til þess að vekja oss íslendinga, þá má jeg ekki gleyma skáldinu góða, þar sem er Jónas heitinn Hallgrímsson. Og það er þá eins og mjer virðist, að forsjónin hafi ekki sparað neitt, til þess að vekja oss. 3?á er hún hefur látið tala til vor um móðurmálið í óbunduum ræðum og ritum þeirra manna, erjeg áður nefndi, þá fer hún að láta tala til vor um landið sjálft í ljóð- mælum. Hún veitir Jónasi heitnum mælskuna á æðsta stigi, og lætur hann svo vekja oss með því, að hún gefur honum að tala til vor í hinum fegursta skáldskap. Og það er land- ið sjálft, það eru jöklarnir, fjöllin, fossarnir, elfurnar, hlíðarnar, grundirnar, það er Island, eins og það er ásigkomið af völdum náttúr- unnar, sem talar til vor í kvæðum skáidsins, og hiður oss búendur sína að gefa gaúm aö því, hversu veglegt og ágætt land það sje; það er rjett eins og föðurland vort sje orðið lifandi, og skori á oss í skýru raáli, að sinna sjer. Eins og þá hinir tveir fyr nefndu menn vildu vekja hjá oss ást og rækt við móður- urmál vort, svo hefur þessi hinn siðast nefndi látið sjer annt um, að vekja hjá oss elsku og virðingu fyrir landinu sjálfu. Og þessir þrír menn eru nú sofnaðir! En eru þá með þeiin þagnaðar þær raddirnar, sem vekja oss til þjóðlegs lífs? Nei! þar tekur ein röddin við, sem önnur hættir; því það er guðs vilji, að þjóðlegt lif skuli vakna á meöal vor. Nú taia þá hvað skýrast til vor hiu „nýu Fé- lagsrit.“ J>ar hljómar rödd þess manns, sein segir oss því nær skýlaust, að nú sje dagur lijálpræðisins,- nú sje kominn hinn hentugi tími, að vjer skulum því vakna og þekkja vorn vitjunartíma. Og þessi röddin, hún vek- ur oss til íhugunar á þeim málefnum, sem i tímanlegu tilliti eru nú mest umvarðandi fyrir land og lýð, en það er þjóðleg stjórn fyrir land vort, og frjálsleg verzlunarviðskipti við aðrar þjóðir. Svo látum oss þá vakna, Islendingar! Látum þjóðlyndi og þjóðlegt líf ná þvi valdi yfir anda vorum, að vjer álítum engin þau málefui oss óviðkomandi, sem í einhverju tilliti liorfa til heilla fyrir land vort! Almenningsálitið megn- ar allt! Jaö kveður svo að orði við sjálfan konunginn: vjer sleppuin þjer ekki, fyr en þú blessar oss.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.