Þjóðólfur - 22.11.1848, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.11.1848, Blaðsíða 1
r Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, pað var harla (/ott! orj enda Island Hka! É septeinberniánufti Reykjavíkurpóstsins fyr- iráriðl848, á 178. bls., lesum vjer jiessi orðj „tfjrr tyljótunt jafunn ab gjcrta ab Ianb »ort cr fátocflrga úr garbi gjort, ab laitbíbúar rru fátcrft bitnbnir og rffí fcrrir um margt, fcm cn aubugari Ionb cíga fcccgt meb ab foma áleibið". Minnir yð- ur, Islendingar! að þjer ltafið nokkurn tíma áður beyrt líka kenningu? Jeg svara fyrir yður alla, og segi: já, meir en svo! 3>að er öðru nær, en að þetta sje ný kenning; því að hún er jafngömul vanþakklæti okkar mann- anna, og hefur orðið samferða svefni okkar i íslendinga, Vjer meguin þess vegna vera orðnir því vanir, að heyra svo að orði kveð- ið uin ættjörðu vora: fátækt ertu, ísland! og aumir eru innbúar þínir! Jeg veit ekki, hvort nokkur lýsingarorð hafa fremur verið við liöfö, þegar um Island hefur verið rætt eða ritað, heldur en eitthvert af þessum neyðar- nöfnum: fátæka, vesala, auma ísland! En mjer fyrir niitt Ieyti líkar nú ekki lengur þessi kenning fyrir okkur. Jeg álít liana, hæði skaðlega fyrir þjóðarandann, og lika ó- samboðna anda kristindómsins. Vera má, að yður þyki jeg segja mikið; en jeg vil reyna til að færa sönnur á mál mitt. ; Látum þá Island vera eins og það vera vill, fátækt og vesalt og aumt — og eru þó I þetta síður en ekki mín orð um landið ; en þó það aldrei væri nema svo, er það samt rjett, að brýna þessa eymd fyrir okkur? Nú, þegar svo brýna nauðsyn ber til fyrir okkur að vakna, og fara að vinna með nýrri orku og áhuga ættjörðu vorri til framfara ogsóma, er það þá rjett, að reyna eins og til að draga úr oss dáð og dug, með því að skipa oss, að gæta þess, að landið sje svo fátæklega úr garði gjört, allt eins og það sje ekki fyrir gott land að vinna; að vjer landsbúar sjeum svo bundnir fátæktinni, allt eins og vjer sjeum ekki færir um að vikja hönd eða fæti fyrir fóstur- jörðvora? Nei, það er ekki rjett, að vera að brýna þi tta fyrir oss núna; það er ekki til annars, en að spilla málunum, deyfa þjóðar- andann og áhugann. Mjer finnst það vera rjett eins, og ef einhver færi að biðja vinnu- menn húsbóndans, þá er þeir þyrftu að flýta sjer til að draga naut upp úr pytti, að minn- ast þess, hversu vesalar væru viðgjörðirnar á bænum; að gæta þess, að þeir fengju ekki altjend á fæturna, þegar þeir vildu. Eins og þá slikar bugvekjur eru skaðlegar fyrir þjóð- arandann, að því leyti, sein jiær draga úr á- liuga vorum til að vinna fósturjörð vorri til freindar og frama, svo eru jiær líka á hinn bóginn ósainboðnar anda kristindómsins, fyr- ir þá sök, að j»ær rýra þakklæti vort við guð- lega forsjón, og ala upp í oss vanþakklæti við hana. Guðs forsjón er það þó, sem gjört hefur landið úr garði, sem hefur búið það þeim kostum, sem hún sá því bezt henta. Er það þá rjett, að vera að brýna það fyrir oss, að þessir kostir sjeu sára litlir, að skipa oss að gæta jiess, að forsjónin bafi verið ofur spör á binu góða við land vort? Nú þegar oss ríður svo inikið á, að leita allra úr- ræða, til þess að geta staðið sem bezt straum af oss sjálfir, að hitta á og bagnýta oss öll landsins gæði, til þess að aðrir þurfi sem rninnst að leggja oss, er það þá rjett, að vilja telja oss trú um, að hjer sje ekki á mörg- um gæðum völ, hjer sje ekki um auðugan garð að gresja, fyrir því að forsjónin hafi gefið oss steina, þar sem hún gaf öðrum þjóðum brauð? Nei, það er ekki rjett, að skipa oss að gæta þessa, nema til að venja oss á van-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.