Þjóðólfur - 22.11.1848, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.11.1848, Blaðsíða 3
7 Tslenrlingar! í allri fegurf> og prýfii, til þess, að vjer látum telja oss trú um, að hann haíi ekki líka rikulega gjört það úr garði að alls konar gæðum og kostum. Jeg vil nú ekki nefna það, að vjer höfum, eins og hinar þjóð- irnar, hina þrautgóðu sól, hinn þögula mána, „sem á nóttu og degi drottins tala um mátt- arvegi, og-allar stjörnur, sem uppi loga al- skipaðan um himinboga"; en gæta má þess, að vjer höfum líka hjá oss gullreiðir norður- Ijósanna, sem hinar þjóðirnar hafa ekki. Land- inu sjálfu þarf jeg ekki að lýsa fyrir yður, það lýsir sjer bezt sjálft, „með sinni blíðu brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá og sælu blóini valla, og bröttuin fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla“; það lýsirsjer svo „fagurt og frítt, sem farsælda- frón fyrir þess innbúa alla“. J>að getur að vísu satt verið, að Island sje ekki annað eins frjófsemda og farsælda land, einsogsum önnur, og að vjer. innbúar þess, sjeum þess vegna ekki færir um margt, sem hin auðugri lönd eiga hægt með að koma áleiðis, svo sem t. a. m. að leggja járnbrautir, búa til gufuvagna, grafa skipgenga skurði, gjöra út gufuskip. En getum yjer þó ekki fyrir það afrekað margt, jeg vil segja allt, sem landi voru, eptir ásigkomulagi þess, getur orðið til sannra heilla og hagsælda ? Getum vjer ekki rutt vegina, veitt vatninu afengjunum, hrúað yfir keldurnar, átt sjálfir kaupskip í íorum? Eigum vjer ekki hægt með að korna þessu og svo mörgu öðru—mjer dettur í hug og jeg dirfist að nefna bæði lögvitringaskóla og læknaskóla—eigum vjer ekki hægt með, að koma þessu svo áleiðis, að orðið geti til hins mesta gagns og sóma fyrir landið? ^að sjest bezt, þegar almenn hreifing er komin á þjóðlífið, og hin orkuríka og afrekssæla elska á fósturjörð sinni þristir einum og sjerhverj- um til að líta ekki einurigis á sitt eigið gagn, heldur og líka annara. jjað er eins og mig minni, að jeg hafi einhverstaðar lesið þessi orð: „þú mátt muna fífil þlnn fegri , ísland* og vakir eins og fyrir huga minum, að það muni hafa verið áttvið þann tima, þá er stóð þess „fornaldar -frœgð, frelsið oq mannddðin bezt*, er „komu feðurnir frœyu og frjálsræð- ishetjurnar góðu, austan um hyldýpis haf hinyað í sœlunnar reit: reistu sjer byygðir og bú í blómguðu dalanna skauti; ukust að íprótt og frœgð, undu svo glaðir við sitt“. Og þvi verður ekki neitað, að þegar haft er tillit til þessara fyrri tímanna, og til þess ásigkomulags, sein landið komst seinna i, og sem það svo hefur átt við að búa um margar undanfarnar aldir, og á að mestu leyti enn í dag, þá var öll von til, þó ein- hverjum dytti i hug að segja svo: „þú mátl, Island! muna fífil þinn fegri“! En liversu ágætt sem landið liefur verið til forna, með- an eldurinn var ekki farinn að granda því, skriðurnar ekki að skemma það, árnar ekki að eyða því, vindurinn ekki að blása það upp, þá þori jeg þó að segja, að landið skal verða enn ágætara, þegar fram líða stnndir, þá er þjóðin eins og rís upp aptur í ríki sonarins, og tekur til í hans anda, með sætri löngun og sannri kunnáttu, með hugvitssömum í- þróttum og haganlegum aðföruin, að bæta upp þá brestina, sem orðið liafa af völdum nátt- úrunnar. 3?að getur verið, að þessi spá mín sje ein af þeim Iiugmyndum, sem sveima í lausu lopti, eins og suinir segja; en jeg vona, hún gjöri þjóðinni minni eugan skaða, og lieldur má hún örfa en eyða áliuga hennar, með því jeg segi henrii það líka fyrir, að geti hi'm að eins trúað, skuli liún sjá dýrð drottins. Jeg segi það því enn, og lieyri það allur lýður! að sá mun koma tíminn, þá er fósturjörð vor skal ekki þurfa að sakna hinna fyrri daga, fyrir því, að hún á enn i vændum, og fær að njóta margfalt meiri vegsemdar og frægðar, en nokkurn tíma áður. Hvernig hljóðar ekki lika hrópandans rödd hjá þjóð- skáldinu góða: " V'cit pá engi, að eyjan hvíta á sjer enn vor, ef fólkið porir, guði að treysta, hlekki hrista, hhjða rjettu, góðs að biða* ! 3>að er auðheyrt á þessum orðum, að skáld- ið hefur eins og þótzt lifa á kaldri vetrar- öld eyjar vorrar; enda er hann líka rjett áð- ur að barma sjer yfir „bölinu kalda“, sem fyrri aldir stofnuðu oss, og sem, segir hann, sífrcegðinni sviptu, frarnann heptu, svo föðurláð vort er orðið að háði”. En allt í einu hressist og lifnarhugur skálds- ins;því svo er, sem yfir hann komi einhver spásagnarandi. Hann furðar sig á því, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.