Þjóðólfur - 12.04.1849, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.04.1849, Blaðsíða 1
# Vslending'ar uógan hug á alfiiug-ií Oss virftist, að því fari fjærri, og höldum vjer, að fulltrúarnir sjeu sjálfirað miklu leyti skuld í því. Kjósendurnir eiga og mega ætl- ast til þess, að fulltrúar þeirra muni gjöra sjer allt far um, að kynna sjer vilja kjós- anda sinna og ástand. En hvernig er full- trúunum unnt, að þekkja það til hlítarj meðan þeir eigi grenslast betur eptir þvi, en þeir hafa gjört í þau tvö skipti, sem alþingi hefur ver- ið haldið? Vjer vitum reyndar, að oss muni verða svarað, að fulltrúarnir sjeu vel út bún- ir sumir hverjir ineð bænarskrár og þess kon- ar ;'þeir hafi ráðfært sig við merkustu ínennina í hjeraði þeirra, áður en þeir riðu til alþingis, og þar fram eptir göturn. Bænarskrár hafa þeir reyndar nokkrar meðferðis; en hvernig eru þess- ar bænarskrár úrgarði gjörðar, og frá hverjum? Dæminsýna, aðnokkrar bænarskrár hafa verið svo illa ,undir búnar að heiman, að þær hafa ver- iðjgjörðar rækar á aiþingí, bæði 1845 og 1847; fulltrúarnir hafa, ef til vill, orðið að liggja yfir þeim, til að laga þær, svo minna bæri á lýt- unum, og hittist þá vel á, þegar fulltrúinn er fær um slíkar breytingar, en það eru ekki nærri allir, þeir sem núna eru fulltrúar. En svo hafa bænarskrár þessar verið undir komnar, að þeir, sem mest hefur verið fram- tak í í hverju kjördæmi, hafa samið þær; því næst hafa þeir fengið hvern einn, er þeir náðu til, að rita nöfn sin undir þær, til að fá nógu- langar nafnarollurnar, ogað þvi búnu hafa þær verið sendar fulltrúunum, svona af hendi leystar. 5etta er aðferðin, sem við iiefur verið höfð í þeim sýslunum, þar sem menn hafa lagt einna mestan hug á alþingismálin, og þetta eru kynnin, sem margir af alþingis- mönnum munuhafaaf vilja oghögumkjósanda sinna; vjer frá skiljum nokkra alþingismenn. Oss sýnist það liggja í auguin uppi, að með- an slíku fer fram, muni þingið koma oss að litlueða enguhaldi. Vjergetum ekki betursjeð, en að fulltrúarnir verði að vera eins ókunn- ugir vilja kjósanda sinna eptir og áð- ur, þó þeir fái bænarskrár þessar frá stöku mönnum í kjördæmi sínu, auk þess, sem eng- ar bænarskrár hafa enn komið til alþingis úr sumum sýslum, t., a. m. úr Gullbringusýslu. Vjer vonum því, að það sje Ijóst af þessu, sem nú er sagt, að það sje ekki pjóðviljinn, sem kemur fram á alþingi, heldur er það vilji hinna einstöku, og þó vitna alþingismenn til pjóðviljans, og það þeir mest, sem minnst þekkja til hans, ef til vill. íþcssa annmarka, bæði á bænarskránuni og ráðleitun alþingismanna við einstaka menn í kjördæmunum, hefur Jón Sigurðsson, alþing- ismaður Isfirðinga, sjeð þegar fyrir löngu, og er hann sá eini, svo vjer vitum, af alþing- ismönnum, sem átt hefur fundi við kjósend- ur sína, bæði 1845 og 1847, áður en hann fór til alþingis. Hann hefur sjeð, að það var skylda hans, að kynna sjer vilja kjósanda sinna. Enda hafa Vestfirðingar vaknað svo við, að þeir ætla í vor að halda tvö þing á hinum fornu þingstöðum, Kollabúðaeyrum viðjorska- íjarðarbotn, og verður sá fundur 18. dagjúní- mánaðar, ogað Jórnesi forna, 22. dagjúnímán- aðar. Boðsbrjefin til funda þessara voruþeg- ar farin að ganga í öndverðum febrúarmán- uði, og eru öll líkindi til, að Vestfirðingar sæki ijölmennir fundina; því að þar þykist enginn upp úr því vaxinn, og engum þykir sjer þar óskylt, að styðja málefni ættjarðar sinnar með heillavænlegum ráðum og tillögum. Jað ríður á minnstu, hvort alþingismenn Vestfiröinga eða kjósendurnir eru frumkvöðl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.