Þjóðólfur - 30.08.1849, Síða 1
19 4 0«
1. Ár. 30. Ágúst. 20.
þáttur u m alpin gi.
(Framhald). 3>ó jeglmfi ekki ásett mjer
að skvra í þætti þessum frá málum þeim, er
þingiS hefur haft til meSferðar í þetta sinn,
eSa siðasta úrsliti þeirra, verft jeg {)ó<að minn-
ast á eitt, en jiaft er kosningarlaga-málið til
þjóðþingsins, sem vonað er eptir að ári kom-
andi. Mál þetta var dregið svo lengi, sem
menn þorðu, til að bíða eptir konungsfulltrúa,
er menn vissu, að mundi hafa frumvarpið til
kosningarlaganna, og loksins seint á degi hinn
27. dag júlím. var það þó tekið til undirbún-
ingsumræðu. En í því bili sást til skips, og
huggðu menn, að konungsfulltrúi væri á því,
mæltist þá stiptamtmaður til, aö hætt væri
umræðunni, sem þegar var byrjuð, og Ijetu
þingmenn jiað að orðum hans, þó bæði væri
liinnlögboðni þingtímiþví nær á enda, og þing-
menn orðnir mjög heimfúsir ; en skipiö var allt
annað, en menn huggðu. Var þá haldiðþing
daginn eptir, og rædd önriur mál til ályktun-
ar, og kosningarlaga-málið til undirbúnings,
og sleit ekki þinginu fyr, en undir lágnætti;
svo varð mönnum þá skrafdrjúgt. Daginn
eptir hjelt nefndin í kosningarlaga-málinu
fund, til að tala sig saman uin breytingarat-
kvæði þau, er upp höfðu verið borin, og bauð
síðan hinum öðrum þingmönnum að eiga fund
með sér' uppi á þingsal um kvöklið um 7.
stundu viðvíkjandi breytingaratkvæðunum í
málinu. En þegar menn voru að ganga upp
að þingsalnum, lagði konungsfulltrúinn inn á
höfnina, en ekki Ijetu |)ingmenn það fresta fyr-
irætlun sinni, þó varaforseti spyrði þá, hvort
þeir vildu ekki ganga í móti konungsfulltrúa,
og var fundurinn haldinn, sem ráð var áður
fyrirgjört. Morguninn eptir (30. dag júlím.)
gekk varaforseti á fund konungsfulltrúa, og
töluðust þeir við. Síðan byrjaði varaforseti
þingið í ákveðinn tíma, og kom stiptamtmað-
ur að lilýða upplestri þingbókarinnar.
(Hjer liættir ,,j>átturinn“, en fjúðólfur setlar að
balda áfrain söp;unni, sem byrjað er á í seinni bluta
„þáltarins“, þó hann sje ekki eins fróðlega að henni
kominn, og sá, seni þáttinn hefur saniið).
Meðan þingbókin var lesin upp, kom kon-
ungsfulltrúinn á þingið eg gekk til sætis, stóðu
þingmenn upp í móti honum og áheyrendurn-
ir, er voru allmargir á þinginu þá, sem opt-
ar. 3>eSar upplestri þingbókarinnar var lok-
ið, lýsti varaforseti því yfir, að forsetinn (Jón
Sigurðsson) væri kominn eptir langa útivist
(næstum S vikur) og sjóvolk, og hefði beð-
ið sig að gegna forsetastörfum, meðan kosn-
ingarlaga-málið stæði yfir, sem þá átti að
koma fyrir til ályktarumræðu, þar eð hann
væri ókunnugur umræðunum, sem um það
heniii orðið. Jiessu næst tók stiptamtmaður-
inn til orða og kvaðst álíta störfum sínum
lokið á þinginu, þar eð konungsfulltrúinn væri
kominn. Konungsfulltrúinn tók þá til máls
og gat um útivist sína hina löngu og óhappa-
sömu, þar eð liann kæmi í þinglok, en hefði þó
meðferöar frumvörp og álitsmál frá stjórninni,
sem hefðuáttað leggjast fyrir þingið, og kvaðst
hann mundi taka það til bragðs að lengja þing-
ið um 14 daga, þó að hann hefði ekki vald
til þess frá stjórninni, þar eð stjórnin hefði
ekki ímyniíað sjer, að á því þyrfti að halda í
þetta sinn. Nokkrir þingmenn mæltu kröpt-
uglega á móti þessu, og kváðu slíktverða á-
byrgðarhluta fyrir sig við þjóðina, ef þingtím-
inn væri lengdur, eins mikið og konungsfull-
trúinn stakk upp á, í leyfisleysi stjórnarinnar;
því að af því yrði að leiða nokkurra þúsund
dala aukning við alþirigiskostnaðinn. jiing-
menn gátu þess og, að nú hefðu höfuðskepn-
urnar opnað munn sinn og sýnt nógsamlega,