Þjóðólfur - 04.12.1849, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.12.1849, Blaðsíða 1
2. Ár. 4. Desember. S?. Til kjosendanna í vor eð kemur. 2. Vjer sögðuin lijer að framan, að eptir fieim kynnum, sem menn hefðu að unrlanfornu haft af alþingi, gætu víst flestir gjört sjer nokk- urn veginn Ijósa hugmynd um, hverja kosti hver þingmaður ætti helzt að hafa, svo eptir þvi mætti ætla, að allur þorri kjósenrla hefði tök á því, að kjósa fulltrúa sína til þjóðfund- arins. Og nú hafa líka „Lanztiðindin" gjört mönnum hægara fyrir í þessu efni, með því þau hafa tekið fram, og bent á vissa kosti, sem þjóðfundarmennirnir ættu að hafa til að bera. ()g eru þeir kostirnir eptir áliti þeirra þetta: stjórnfræðisleg þekking, skarpar gáf- ur, samvitskusemi og föðurlanzást. Og því verður ekki neitað, að þetta eru ágætir kost- ir, þegar fleira gott fylgir með. að eigi er t. a. m. þekking í stjórnarfræði einhlýt, þar ekki reynir svo á vísindalega ransókn, og svoerlika þekkingin sjálf eins og falinn fjár- sjóður, efhennier ekki samfara fjör og frjáls- lyndi. Jað er ekki heldur nóg, að maður- inn 'hafi gáfur og skarpleika, nema það sé víst, að hann vilji heldur koma fram til góðs, en ills. Eins er samvizkusetnin og föður- landsástin engan veginn einhlýt, neina þeim sje samfara kjarkur sá, sem ekki lætur sjer í aiigum vaxa neinar mótspyrnur, sem fyrir koma. hlýturhver kosturinn að styrkja annan, eigi vel að fara; og þess vegna þurfa kjósendurnir á margt að líta, þar sem um er að gjöra fulltrúa þeirra til þjóðfundarins. Vjer viljum nú líka skýra hjer fyrir mönnum nokk- ura kosti, sem almennt eru álitnir ómissandi öllum þeim, sem á þingum eiga uin þjóðmál- efni að ræða. Sá kosturinn, sem vjer þáteljum fyrstan og mest um varðandi, er ráðvendni. Jv' er svo varið, að allir aðrir kostir verða að styðjast við hana, eins og styttu, í sjerhverri stöðu lífs- ins, sem vera skal; því að þó svo sýnist, sem eigi kveði mikið að ráðvendninni einni, þá gjöra samt allir aðrir mannkostir lítið gagn án hennar, hversu miklir og álitlegir sem þeir eru. Jess vegna er þessi kostur jafn nauð- synlegur æðri sem lægri, en þó um fram allt þeim, sem ekki einungis á að sjá fyrir sjer og sínum, heldur líka fyrir heill og hagsæld alþýðu, án þess þó að geta vænt fyrir það nokkurs hagnaðar sjeríiagi; og þjóðarfulltrú- unum er því kostur þessi með öllu ómissandi, eigi þjóðinni að vegna vel. Sú ráðvendni, sem hjer ræðir um, er ekki fólgin í því, eins og allir geta sjeð , að hlutaðeigendur hvorki steli, svíki nje fremji meinsæri, svo þeireigi komist i vanda og undir manna höndur; því, þó að einhver hafi til að bera þess konar ráðvendni, þá getur hann samt ekki framar kallazt ráðvandur maður, heldur en sá má lieita heilbrygður, sem ekki er að eins hlaðinn kaun- um, eða dregst ineð berar meinsemdir. er einkenni hinnar sönnu ráðvendni, að hún þrýstir oss svo að segja ósjálfrátt, til að gjöra sannleikann og rjettlætið að inælikvarða athafna vorra, svo að vjer i engu skylduverki lítum á egin hag eður óhag, heldur stefnum rakleiðis að miðiuu, án þess að láta nokkurn hlut glepfa fyrir oss. Sá maður, sem vill vinna það fyrir, að greiða atkvæði sitt í ein- hverju máli þvert á inóti samvizku sinni, til þess að koma sjálfum sjer, eða ættingjum sínum fram við höfðingjana; eða liinn, sem styður að því, að eitthvert málefni fái þá úr- lausn, sem hann veit, að vinum hans kemur vel, af því það er eitthvað þeim í hag, en sem hann þó sjer í hendi, að er á engum rökum byggt, og getur orðið mörgum öðrum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.