Þjóðólfur - 01.07.1850, Qupperneq 4
140
afi sjá, sem hann vilji af tvennu illu, aftstjórn
landsins megi heldur fara sínu fram á trje-
fótunum gömlu, heldur en að lýfinum sje leyfi-
legt, að vekja henni huga með nokkru óvana-
legu eður ógeðfeldu tiltæki. Hið síðara dæmi
póstsins keinur nú ekki okkur við, sem ritum
línur þessar; en hvað fyrra dæmið áhrærir,
um undanskorun Ölves og Selvogshreppa,
að greiða alþingiskostnaðinn, f)á viljum vjer
segja söguna, eins og hún gekk til.
5ó að settur sýslumaður í Árnessýslu
herra Páll Melsted, þegarhann 16. dagmaím.
í vor, eð var, kom að Bakkarholti í Olvesi,
til að halda venjulegt manntalsþíng, hefði
nokkuð aðra aðferð, en þeir sýslumenn, sem
á undan honum höfðu verið, voru vanir að
hafa í sömu erindagjörðum, þá hirðum vjer
eigi að herma frá því í þetta skipti, heldur
komum vjer þegar til efnisins. Herra Mel-
sted nefndi alþingistollinn, og fiðraði við það
með fáum orðum, að bændur ættu hann að
greiða; en þess skal eigi dylja, að oss bænd-
um þótti tollurinn heldur ójafnt á lagður og
misjafnt niðurskiptur, beiddum þess vegna
sýslumahn, án þess að skora oss undan að
gjalda tollinn, um frest og ráðrúm, bæði til
þess að fræðast betur um sanngjarna heimt-
ingu á honum, en þó sjerílagi til að fá pen-
inga honum til lúkningar, því að vjer höíðum
þá eigi þá þegar fyrir hendi. Og gegndi
herra Melsted þessum tilmælum vorum með
hógværð. Hann nefndi ekki tollinn, nema
að eins við nokkra menn; en honum hefur,
ef til vill, þótt hjáhliðrunarorð þessara fáu
manna ástæða til þess að fara eigi lengra
fram í þetta niál, eins og öllu tollsins mál-
efni væri fyrir þetta gjörsamlega spilt. 3?að
er því ofhermt og ber ósannindi, sem lteykja-
víkurpósturinn segir, bls. 145, að bændur í
Ölves og Selvogshreppum hafi skorað sig í
einu hljóði undan því, að greiða alþíngis-
kostnaðinn; þvert á móti fram buðu hann
nokkrir sjálfkrafa, ogguldubann ótilkvaddir,
og hinir, sem ekki höfðu áður goldið tollinn,
greiddu hann þegar viðstöðulaust við fyrstu
bendingu frá yfirvaldinu. Vjer segjum pað
því allir í einu hljóði, að Reykjavíkurpóstur-
inn hafi ekki goldið sannleikanum skil í þessu
efni. En honum mun þykja oss bændum
flest fullboðið, og það líka sjálfsagt, að vjer
eigi dveljum við, að gegna fyrstu skipun,
eða rjettara munnmæli þess yfirvalds, sem
skortir reglu, minni og stjórnarlag á opin-
berum þingum.
En heyrið nú, landar góðir! hvað hlotn-
aðist út af þessu. Jrír hreppstjórar voru
settir frá hreppstjórn, án þess þeir fengju að-
vörun, bendingu eða ráðrum til að koma fyr-
ir sig afsökun og tjá sakleysi sitt. Og finnst
okkur það kenna nokkurra nýunga og harð-
stjórnar þeirra, sem því rjeðu; og væri ósk-
andi að það yrði ekki stjórnarregla yfirvalda
vorra, að misbjóða þannig saklausum dugn-
aðarmönnuin. Vjer höfum skrifað línur þess-
ar til að leiðrjetta Reykjavíkurpóstinn, og
herma sannleikann frá vorþingi voru alþing-
istollinum viðkomandi; líka vildum vjer láta
í ljósi það álit vort, að oss sýnist, að hrepps-
bændur ættu sjálfir að velja hreppstjóra, en
ekki ókunnugur amtmaður eða ungur sýslu-
maður, sem skjótast snöggvast inn i einbætt-
in, eins og þegar kría- sezt á stein; því að
líklega er bændum trúandi fyrir þessu vali
ekki siður, en þeim er trúað til þess, að
kjósa fulltrúa sinn til alþíngis; að minnsta
kosti er þeim ætlandi að velja ekki menn af
handahófi, og ef valið mistekst, geta þeir
engum kennt um nema sjálfuin sjer.
AÍsent.
I janúar-mánuði 1849 kom boðsbrjef frá
kennurunum við prestaskólann í Reykjavík,
og sðgðu þeir í boðsbrjefinu, að þeir hefðu í
hyggju, að gefa út árrit, ef áskrifendur yrðu
svo margir, að þeir fengju prentunarkostnað-
inn borgaðan og sölulaun umboðsmanna. Ef
þeir fengju nógu marga áskrifendur, sögðust
þeir mundu láta byrja á prentun ritsins, und-
ir eins og prenturi alþingistíðindanna væri
lokið. Nú er 1. árið af riti þessu nýkomið
fyrir almenningssjónir, og er formálinn ritað-
ur síðast i maí-mánuði, þ. er: formálinn er rit-
aður ári síðar, en menn vonuðust eptir ujip-
haflega, þegar boðsbrjefið kom út. Útgef-
endunum hefur og sjálfum fundizt ritið síðbúið,
ogþess vegna fara þeiraðafsaka sigiformál-
anum með þvi, að alþingistíóindin hafi ekki
verið búin, fyr en á útmánuðum í vetur. Jeg
rengi engan veginn þessa afsekun þeirra,