Þjóðólfur - 01.07.1850, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 01.07.1850, Blaðsíða 7
143 fleirum orðum um hana. Hverjir hafa komið með jiessa uppástungu í fyrstu, stendur á sama. En skyldi svo reynast, að einhverjir þeirra yrðu aljiingismenn að sumri, — að minnstá kosti verður biskupinn fiað ; því að hann er konungkjörinn, og hann hefur samið bænar- skrána, og eigi er annað að sjá á brjefinu, en honum líki ineð öllu uppástungan, og líka hef jeg heyrt, að forstöðumaður prestaskól- ans hafi verið eirin af nefndarmönnum, og hann er Iíka konungkjörinn þinginaður— og Iivort sem er, þá getur almenningur ráðið af uppástungunni, hverri stjórnarlögun að prest- arnir munu halda fram á þinginu, og margir prestar eru þó kosnir til þingsetu. Að prenta nöfn allra kaupanda, oglengja bókina jneð því um ineira en örk, og gjöra hana með því móti dýrari, virðist mjer óþarfi; því að litið varðar um, hverjir kaupa ritið, ef það er gott í sjálfu sjer; að minnsta kosti liefði verið nóg, aö segja stuttlega frá tölu kaupanda, og vildi jeg mælast til, að útgef- endurnir slepptu þeim viðbæti framvegis. Orðfærið á ritinu er enganveginn gott, og allt í veikleika; því að bæði er það víða stirt flókið og dönsk^kotið; en menn hefðu þó get- að látið sjer það lynda, ef rjettritunin hefði verið góð; en því fer fjærri; því að hún er hæði sjálfri sjer ósamkvæm, og lýsir því frá upphafi til enda, að höfundarnir alls ekki hera skynbragð á eðli íslenzkrar málfræði, og hafa enga hugmynd gjört sjer um nokkra uridirstöðu fyrir rjettritun þeirri, sem þeir hafa ætlað að liafa á bókinni. Og það er næstuin hlægilegt, að þei'r í formálanum skulu vera að afsaka galla þá, er á kyunu vera rjett- rituninni, með því, „að slíkur liraði liafi verið hafður á prentuninni, að þeir hafi eigi haft tírna til, að ganga vel frá rjettrituninni“; og þó liefur staðið á prentuninni i fulla þrjá mán- uði feð minnsta kosti. En hvað varðar um, hvort hraði hefur verið hafður á prentuninni eða ekki? Áttu prentararnir að laga rjettritun- ina, um leið og þeir lilóðu stílun|m? Eða er það svo að skilja, að allar misfellurnar á rjett- rituninni verði að álíta sem prentvillur? Ef svo er, þá er bókin rjettsett við hliðina á bæklingi nokkrum, sem kom út í Viðey fyr- ir nokkurum árum, og kallaður hefur verið »ein stór prentvilla"; og til sannindamerkis, þá eru rúmar tuttugu þess konar prentvillur í forniálanum, og er hann þó ekki nema 28 línur, og þó geta þeir verið góðrar vonar um, að misfellurnar sjeu ekki til stórkostlegra lýta. Jeg get þó ekki annað, en ráðið höf- undunum til, annaðhvort að ganga í skóla hjá einhverjum, sem kann islenzka rjettritun, áð- ur en þeir fara að láta prenta annað árið af þessu riti, eða þá, að fá einlivern til að leið- rjetta handritið, áður en það er fengið prent- urunum, og jafnvel leiðrjetta prófarkirnar líka. Auk gallanna á rjettrit.uninni, eru og æði inargar prentvillur, og sumar heldur til hraparlegar, t. a. m. á fyrirsögninni, sem stendur ofanmáls á 166. bls. Ef höfundunum þykir það að, að jeg liafi eigi fært sönnur á mál mitt uin rjettritunina, þá skal jeg þess bú- inn, ef þeir æskja þess. 30. dag júní- mánaðar 1850. Jeg. Itrekað ávarp til Is/endinga. Með fáeinum orðum, sem prentuð voru í Lanztíðindanna Nr. 13. og Jjóðólfs Nr. 30 — 31, hvatti jeg yður, heiðruðu, elskuðu landar! að sækja fund að Oxará áður þjóðfundur vor byrjaði í sumar, sem vjer munum allir liafa hugsað, að ekki myndi undanbera eptir kon- uiigsbrjefinu frá 23. september 1*848 og öðr- um ráðstöfunum dönsku stjórnarinnar. 5« er sú fregn til vor komin, og nú að ætlun minni staðfest, að stjórninni dönsku hafi þóknast að breyta þessari fyrirætlun og fresta þjóðfundinuin fyrir það fyrsta árlangt, af rök- um, sem flestuin af oss ern ókunn; og er þannig ónýtt nefnt ávarp initt og áform allra þeirra, sein ætluðu sjer að sækja jþingvalla- fundinn. En þó svona sje nú komið efni voru, íslend- ingar! ætla jeg, aö oss sje engu minni þörf á, að eiga rneð oss fund í suniar, þó seinna verði að vera, en ætlað var, og óska jeg, að sem flestir fjær og nær fyndu til þessarar þarfar; ættum vjer að færa oss sem hezt í nyt frestinn, sein oss er óbeðið gefinn og búa málefnin svo vel sein auðið er undir þjóðfundinn, sem þó einhverntíma mun verða haldinn; og það fáum vjer með engu móti betur gjört en meö almennum og sein fjöl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.