Þjóðólfur - 11.07.1850, Síða 2

Þjóðólfur - 11.07.1850, Síða 2
146 svo hvert niál sem þafi er virt. En niig lang- aði til, ef jeg gæti, að sýna yður fram á eina ástæðu, sem mjer virðist að hljóti að gjöra það öllum Islendingum að skyldu, að amast ekki við Reykjavík, heldur að hlynna að máli hennar í öllu, sem unnt er. jiað er ætlun mín, Islendingar! að jiað jrurfi meira til að gjöra Reykjavík þjóðlega og þokkasæla í augum yðar, heldur en að segja yður frá því t. a. m. að sumar konur brúki þar skotthúfur og skautafalda, og sumir karl- menn drekki þar vatn í staðinn fyrir vín ; það hcfur líka höfundur fyrr tjeðrar ritgjörðar fundið, og þess vegna segir hann á einum stað, ”að það sje kallað afl hvers latids og hverrar þjóðar, að hafa einhvern þann síað, er taki öðrum fram, og geli verið þeim til fyrirmyndar breði í menntun og hverskyns þarflegum fyrirtœkjumÍC; og á öðrum stað segir hann, ccað sú hugmynd sje að brjótast um i landinu, að draya stjórn lanzins sam- an”. Jietta eru eptirtektaverð orð, og án efa heztu orðin í allri ritgjörðinni; og menn skyldu liafa vænt þess, að höfundurinn hefði tekið sjer fyrir að leggja einmitt út af þeim, og skýra þau fyrir alþýðu; því að getur alþýða manna hjer á landi látið sjer skiljast þau? Hefurhún nokkra huginynd um það, að hverri þjóð ríði það á miklu, að eiga einhvern höf- uðstað í landinu, er taki öllum öðrum fram? Jeg held það vanti niikið á það. Ber það tvennt til þess, að hvorki hafa menn átt að venjast því, að nokkur alvarleg tilraun hafi verið gjörð til þess, að koma upp þvilikum stað í landinu, og svo liefur eigi heldur ver- ið lýst fyrir mönnum þeim liagsinunum, sem af þvilikum stað gætu flotið. Miklu held- ur hefur allt hneigzt að þvi, að tvístra kröpt- um landsins, svo að það er ekki að undra, þó að andi sundrungar og samheldisleysis liafi einnig í þessu tilliti fest rætur í almenn- ingsálitinu, og það svo, að enn i dag munu þeir vera til, sem álíta, að allt, sem laudið á bezt til, ætti að vera sittáhverjum staðnum, t. a. m. að stiptamtmaðurinn sæti upp á liola- völlum, biskupinn í Heklu, sýnódus hjeldist í Tröllakyrkju, yfirrjetturinn í Surtshellir, al- þing á jþingvöllum, prentsmiðjan væri upp á Tindastól, skólinn á Hólum, enginn ærlegur hlutur í Reykjavík. En allir ættu þó að geta sjeð, hversu óeðlilegt það er í rauninni, að beztu öfl landsins rlragist þannig sundur, sitt í hverja áttina; því að það hlýtur að liggja hverjum einuin i augum uppi, að þá fyrst sje nokkurra framfara og fullkomnunar að vænta fyrir þjóðina, þegar bæði hin andlegu og lík- amlegu öfl hennar sameinast á einum stað til þess að verka i samvinnu. Og það er einmitt hugmyndin uin þetta, sem endilega þarf að ryðja sjer til rúms í almenningsáliti voru, Is- | lendinga. Og það má líka ætla, að allur fjöldi manna geti sjeð hið sanna í þessu máli, að miunsta kosti smátt og smátt, þegarþeim er vakinn liugur um það, og það er ýtarlega fyrir þeim brýnt. Eða virðist yður það ekki auðsjeð, Islendingar! aðhvortsem menn hafa tillit til handiðna, vísinda eða verzlunar, þá hlýtur þetta að blómgast því meir, sem fleiri safnast saman á einn stað, með því að þá verður bæði keppnin ineiri, og allur árangur vissari. jþegar bóndinn sáir í garð sinn, treystir hann því, að regn muni koma þann eða þann dag, af þeirri eða þeirri átt, af því að hann veit, að eigi er skortur á skýumeða skúrum í loptinu. Allt að einu hlýtur sjer- hver sá, sem ver bæði tima og kostgæfni til að vinna í hverri grein, seni er; sjerhver sá, sem lætur sjer annt um, að koma einhverju nýu og uytsömu til leiðar, hann hlýtur að geta átt það víst, að einhverjir vilji þiggja vinnu hans, og bæði launa hana og virða að maklegleikum; en til þess að nokkur geti ætlað upp á slíkt með vissu, þá þurfamargir ! að vera saman, sem sitt girnist hver, og síns þarf hver með; það þarf þjettbýlt fjölmenni, stóra staði. j>ar keppist þá hver á við ann- an að skara sem mest fram úr, hver í sinni i iðnaöargrein; og slík keppni örfar ekki litið iðjusemina, og skerpir hugvitið. Og þegar svo margir dugnaðarmenn, sem örfa ogfræða hver annan, verða samtaka um einhvernhlut, hvað er það þá, sem þeir ekki geta áorkað? 5ar sem margir menn búa saman, þar fram- leiðir liver dagurinn, hver stundin allt afeitt- livað nýtt og merkilegt, og þar getur þá líka fjör sálarinnar haldizt einlægt vakandi. Sjer- hver góð hugrenning, sjerhver gagnleg hug- niynd flýgur á milli allra eins og örskot, ryð- ur sjer til rúms og vekur til framkvæmda, því allt af eru einhverjir dugnaðarmenn við

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.