Þjóðólfur - 11.07.1850, Síða 5

Þjóðólfur - 11.07.1850, Síða 5
140 nær Reykjavík, þangaft til liún gat ekkiheld ur lengur spyrnt á nióti broddunum. (Framlialdið síðar). Vjer ímyndum oss, að lesendur Jjóóólfs muni hafa gaman af, að lesa það, sem ritað er í ððrum löndum um hagi þeirra, og aðgjörðir þeirra í þjóðmálefnum sínum, og því höfum vjer snúið greininni, semhjerkem- ur á eptir. Hún stendur í dönsku blaði, sem heitir Ti/skueren, (áhorfaiidinn) i 2. ári þess, 1. blaði, 27. dag október-mánaðar 1849. Jafn- vel þótt menn kunni að segja, að greinin komi of seint, með því að kosningalögin sjeu nú samin, og jafnvel sje búið að kjósa þingmenn eptir þeim, þá erum vjer þó góðrar vonar um, að greinin sje ekki með öllu óþörf; því að að minnsta kosti vonast menn eptir, að ný kosningalög verði lögð fyrir þingið að ári, og væri þá vel, að inenn sæu, hverjir eru gallarnir á kosningalögum þeim, sem alþingi samdi í fyrra, og ættu þeir þá hægra með, að forðast þessa galla eða aðra þeim lika. Greinin er þessi: Kosning-alög'in íslenzkn. í 67. blaðinu af BDepartementstidinden“ eru kosningalög þau, er kjósa skal eptir menn til fundar þess á íslandi, sem boðaður er með allrahæstum úrskurði, dagsettum 23. dag septemberm. 1848. Lögin eru komin frá stjórnarherra irinanríkismálefnanna, og fylgja þeim þar nokkrar athugasemdir um ástæðurn- ar fyrir helztu ákvörðunum kosningalaganna. Jað er mjög sjaldan, að laga - ákvarðan- ir þær, er Island snerta, eða aðrar aðgjörðir stjórnarinnar, ervarða þennan hluta Danarík- is, sjeu gjörðar að umtalsefni, eða jafnvel að það sje minnzt á þær, i blöðuin vorum (Dana) og tímaritum. Enda eru ástæður til þess auðfundnar; því að bæði er það, að þess- ar ákvarðanir og gjörðir .stjórnarinnar snerta eitthvað sjerstakt á Islandi, sem almenningi þykir siglitlu varða, oglíka skortir blaðainenn vora næga þekkingu á þessu sjerstaklega á- standi, til að geta skorið úr, að hve miklu leyti að tilskipanirnar eigi við á Islandi, og það hið þriðja, að svo litur út, sem Is- lendingar þeir, sem hjer eru, annaðhvort kæri sig ekki um, að bera inálefnin undir Dani til umræðu, — þó að þeim sjeu mála- vextir svo kunnugir, að þeir gætu skýrt mál- efnið til hlítar — eða þeir haldi, að Danir muni ekki mikið sinna málefnuin íslands. 3?ótt vjer engan veginn viljum skjóta oss undan hinum almenna dómi, sem vjer höfum Iagt á þekkingu blaðamanna vorra á málefnum Islands, álitum vjer oss samt skylt, að leiða atbygli lesanda vorra að kosninga- lögum þessum, og hnýta við nokkrum athuga- semdum um efni þeirra, og einkum um sam- band það, er þau standa í við kosningalög vor (Dana), dagsett 7. d. júlím. ífyrra. Fund- armenn þeir, er kosnir eru eptir þessum lög- um, eiga að koma frain með álit það, sem stjórnin befur áskilið sjer, áður en þær grund- vallar - ákvarðanir loksins verði lögteknar, sem nauðsynlegar sjeu, til að koma íslandi í þá stöðu, hvað stjórn þess snertir, sem sam- svarar hinu sjerlega ástandi íslands í sam- anburði við hina aðra hluti ríkisins. Ætlun- arverk fundar þessa er svo mikilvægt, bæði í sjálfu sjer, og eins, þegar litið er á sam- anburð þann, sem það hvetur menn til, við annað, að grundvöllurinn fyrir kosningunum verðskuldar með rjettu athygli vort. Síðast í ástæðunum fyrir liinum íslenzku kosningalögum í „Departementstidenden“ er það tekið fram, að undirstaðan undir þessum lógum sje, þegar á allt sje litið, hin sama, og undir kosningalögunum frá 7. d. júlí- mánaðar. En þó er um leið sagt, að í ein- stöku greinum sjeu þau frábrugðin, t. a. m., 1) að í kosningalögum Islands sje ákveðinn dálítill fjárstofn, sem skilyrði fyrir kosn- ingarrjetti og kjörgengi; 2) að þar sje enga kjörmenn skipað að kjósa; 3) að eigi sje skipað, að kjósa þá eina, er bjóða sig til þingmanna. Vjer verðum að bæta fleiruin greinum við, sem frábrugðnar eru, og þær eru þessar: 4) að Islandi er ekki skipt i jafnfjölmenn kjördæmi, eins og skipað var í Dan- mörku í kosningalögunum frá 7. d. júlí- mánaðar; en sýslurnar eru Iátnar vera kjördæmi, hver fyrir sig, og ekkert til- lit haft til víðáttu þeirra nje fólksfjölda; 5) að ekki er heldur haft tillit til fólks- fjöldans, þegar fulltrúar eru kosnir eptir kosningalögunum frá 28. d. sept-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.