Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 5
159 J>ar aft auki hafa aldrei fengið sjerlega gott orð fyrir reglusemi og siðavendni; sjá t. a. m. bók þá, er Dr. Schleisner nýlega liefur gefið út, um Island. Vjer getum því ekki að voru leyti álitið það rjett, að stjórnin í þessu skuji hafa farið eptir uppástungu alþingis, og það því síður, sem samvinna stjórnarinnar og alþingis hefur, eins og áður er sýnt frain á, ekki verið i sem beztu lagi. Af sömu ástæðum virðist oss einnig ó- þarfi fyrir stjórnina, að taka uppástungu al- þingis um sanming á kjörgengisskrám, sem 'hún þó sjálf játar að ekki eigi við; því að það gjörir ekkert til í þessu efni, að alþingi hefur stungið upp á hinum lítilfjörlega fjár- stofrii fyrir kjörgengi, sein áður er nefndur. Manjt býr í pokumrí. Jegar litið er á, hvernig á stóð fyrir lærða skólanum hjerna í vetur, á það, að engan veginn var tilefnislaust, þótt hjá pilt- uin rjenaði virðing fyrir æðstu yfirboðurum sín- um, og þeir æstust gegn sumum þeirra, á það — sem við var að búast, úr því svona var komið — að þeir, eins og taumlitlu æsku- fjöri jafnan er tamt, æstust um of, og eink- um á það, að skólastjórnin reyndi ekki á neinn veg að sefa hina ungu geðsmuni, jafna það, sem milli hafði borið, og koma aptur á betri skólareglu, sem þó reið mest á og virtist að vera sjálfsagt, - þá munu allir hljóta að játa, að hinumnýjastiptamtmanni vorum, greifa Trampe, hafi bæöi tekizt mikið og tekizt laglega að koma þessu máli í svo gott horf, sem unnt var úr því, sem af var að gjöra. Ekki allfáir piltar höfðu sagt sig úr skóla, eptir það að meistarinn var búinn að fá við- rjetting mála sinna erlendis, ogvísa þeim pilt- inum í burtu, sem var álitinn helzti forsprakk- inn allra æsinganna. Jað er sagt, að feður sumra piltanna hafi hvatt þá til, að rita sig úr skóla, ef meistarinn yrði við; vjer von- um, ef þetta er satt, að það hafi ekki verið aðr- ir en heimskir almúgamenn, sem ekki bera skyn á, hvað hlýðni og regla er nauðsynleg öllum, einkum ungum mönnum; en ekki em- bættismenn, sem standa og falla með því, að þeim sjehlýtt, og sú regla höfii í heiðri, sem þeir eiga að halda uppi sjálfir. En hvernig sem þessu er varið, þá sögðu sig ekki allfá- ir piltar úr skóla, og greifinn á vann það, að þeir kölluðu flestir aptur þetta fruntahlaup, og kölluðu það aptur með sannfæringu og trausti þess, að hann, sem var svo auðveld- ur og ljúfur við þá, að hann, sem kunni svo gott lag á að sannfæra þá bæði um, að þeim hefði yfirsjezt, og að þeim væri hlýðni og regla nauðsynleg,’að hann, segjum vjer, myndi einnig skipa skólanum og málefnum hans til hins bezta framvegis. En margt býr í þokunni; ekki kunnum vjer vjeður að ráða, en ekki lizt oss sem bezt á uppgangsveöur það, sem eptir býsna al- mennum orðrómi hjer i bænum litur út fyrir. Vjer hikum hvergi við að ganga beintámóti sögusögnum og ræða um þær, þegar um áríð- andi málefni er að ræða; því sjeu þær fótlausar, þá er vel; athugasemdir vorar verða það þá lika; en eigi munnmælgin að styðjast við eitt- hvað, sem í raun og veru er í býgerð, þá er vel að mæta henni samstundis og í tíma; því það er um seinan, þegar allt er orðið skellt og fellt. Jað er nú hjer almennt á orði, að herra Svb. Egilsson ætli að segja af sjer meistara- embættinu við skólann. vita allir, sem hver heilvita maður gat við búizt, að stjórn- in vildi Iáta hann halda embættinu eins, þó að skólasveinarnir hrópuðu i bræði, að hann mætti fara. Vjer verðum að telja það víst, að stiptsyfirvöldunum sje þetta áform rnei.st- arans, ef satt er, ógeðfellt, og að þau sjeu laus við allan kvíðboga fyrir því, að ekki fari vel í vetur, ef hann hafi á hendi stjórn skólans, eða að piltar muni jafnan amast við honum upp frá þessu, og sje því betra, að hann fari strax með góðu, en verra verði úr. jietta skulum vjer nú gjör hugleiða. Stjórn- in erlendis hefur látið hann halda embætti sinu að öllu leyti, og einskorðað meistaravald hans skýrar, en áður var; oss virðist skóla- stjórnin lijer eiga og ekki mega annað, en starfa og stefna að hinu sama miði, ef þessi úrlausn stjórnarinnar á ekki að verða þýðing- arlaus og missa öldungis af þessum beinlin- is tilgangi hennar, að stjórnin eigi að ráða yfir piltum, en ekki piltar yfir stjórninni og gjörðum hennar. Einmitt fyrir það, að meist- arinn hefur nú einskorðaðra vald, en áður, þá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.