Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 20.07.1850, Blaðsíða 7
159 syní, eins og meft lierra Egilssyni, sumpart afþví,, sem vjer tókum fram lijer að framan, um að þeir hljóti að álita rjett og nauðsyn- Jegt, að herra Egilsson sje við, eins og stjórn- in vill, fyrst uin sinn, en sumpart af öðrum ástæðum, sem þeir þekkja bezt sjálfir, kenn- ararnir. Jar að auki finnst oss eitthvað mjög óeðlilegt og fjærstætt rjettri reglu í því, að sami meistarinn skrifi út pilta úr skólanum undir kennslu og útskrifun sjálfs sín úr presta- skólanum. 36 + 7. Leyfist kettinum aö lita á konunffinn, þjódólfur ? Fárra bóka liafa menn beðið með meiri eptirvæntingu af nýrri bókum, en árritsins frá kennurum presta skólans; vjer skulum láta það óhermt, hvort það kom af því, að útgef- enduruir eru nafnkendir vísindamenn, og að góðra rita var þaðan von, eða af því að sum- ir hafa vitað, en á suma hefur lagzt, að um- hurðarbrjef biskupsins myndi birtast í þvi, þetta liið efnismikla urnburðarbrjef, sem hef- ur yngt upp sálir liinna eldri og daufari klerkanna, svo þeir hafa farið sjálfir— aldrei þessu vanir — að kveðja til prestaíunda í lijeruðum — svo lítilla prestafunda, veikrar og lítil'ar fyrirmyndunar hinnar miklu og lieillaríku og voldugu og - vísu prestastefnu, sein á að verða landi þessu til viðreisnar og endurfæðingar, sem á að halda „öllum kirkju- Jegum málefnum“ ósaurguðum af yfirvegun, umræðum og meðferö veraldarmannanna, sem á að viðrjetta kennendurna í lsrael, hreinsa trúna og gjöra þá alla sáluhólpna, sem auðn- ast að geta átt eitthvert, Bkirkjulegt“ málefni umlir þessari samkundu. En það var aldrei tilgangur vor að gjöra gaman að þessu, iieldur tala um uppástung- una, hrein og bein alvöru-orð, þó að búið sje nokkuö og Iaglega að minnast á hana í 34.— 35. bl. þessa tímarits; og ekki er þar of kveöið að því „að hún ber naumast vott um injög djúpsæa þekkingu á landstjórn“. Jví eitt er af tvennu, að annaðlivort bera þessir ínenn naumast glöggt skyn á, í hverju sje fólgin breyting sú, semverður á stjórn þeirri, er áður var undir ótakmörkuðu einveldi, en verður síðan þjóðstjórn með takmörkuðu kon- ungsvaldi, eða þeir vilja annaðhvort ekkert nema ótakmarkaða einvaldsstjórn Jijer í landi, eða þá þann blending af henni og takinarkaðri stjórn, sem ekki getur staðizt; en ef svo er, þá er heldur farinn á sig óliðlegur krókur með uppástuugu þessari. Hin ótakmarkaða einvaldsstjórn, eins og hún liefur verið í Danmörku og á íslandi, og urn allan heim, útilykur beinlínis þegnana yfir Jiöfuð frá allri hluttöku í, að sémja og kveða upp þau lög, sem þeir eru bundnir og eiga að hlýðnast; stjórnarvaldið hefur einsamallt undirbúið og kveðið upp lögin, fyrirskrifað reglurnar, hvernig þeim ætti að fullnægja, og liaft á hendi allt framkvæmdarvaldið; stjórniu hefur verið allt í öllu; embættislausu þegn- arnir liafa mátt þegja og hlýða, nema hvað þeir hjer í löndum Danakonungs hafa átt mikilvægt og, ef til vill, ómetanlegt athvarf bjá dóinsvaldinu, sem hefur verið eiðbundið því, að þýða og heimfæra gefin lög rjett og sarnvizkusamlega. En hin áminnsta beina útilokun hinna lögbundnu þegna frá því, að mega ræða og kveða upp lög þau og reglur, sem eiga yfir sjálfa þá að ganga, og sem þeir eiga að hlýðnast, en þvert á móti að hinir sömu menn settu Iögin og reglurnar, sem áttu að gæta þeirra og vaka yfir, að þegnarn- ir hlýrldi þeiin, og hvernig þeir hlýddi þeim; þetta tvennt hefur verið og mun verða álitinn hinn verulegasti annmarki á ótakmarkaðri einvaldsstjórn; því öllum gefur að skilja, aö lögin ná ekki þeirri helgi og hlýðni, sem ber, fyr en þau eru sprottiri af samhljóða viður- kenningu og reynslu sjálfra þeirra, sem þau eiga að ganga yfir. Ef að þessi skoðan er rjett, þá vonum vjer að ölluni skiljist líka, að klerkar og prófastar og hiskup, sem einir hafa á hendi frainkvæmdarvaldiö í hiriumsvo nefndu „kirkjulegu málefnuin“ eiga ekki, þar sem er takmörkuð einvahlsstjórn, freinur að kveða upp lög um þessi mál, heldur en hin veraldlega valdstjórn í veraldlegum málum; því að stjórnarbreytingin — en hún á að vera sjálfri sjer samkvæm — á að ná jafnt yfir öll lög og öll mál og yfir allar |tjettir, og á að vera í því fólgin, að þjóðin sjálf og þjóöin öll fyrir fulltrúa sína kveði upp lögin og regl- urnar, sem hún er bundin, eins í andlegum og veraldlegum cfnum; og þess vegna eiga

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.