Þjóðólfur - 31.07.1850, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.07.1850, Blaðsíða 3
109 34. og35. blaði Jjóftólfs, um árrit prestaskól- ans, gjörði jeg það einkum til þess, að al- menningi yrði kunnugt, að ritið væri komið út. Jeg hældi ritinu, en gat þó líka um þá gallana, sem mjer virtust stórkostlegastir, og sumir þeirra þó svo lagaðir, að þeir gætu hæglega villt sjónir fyrir mönnum og leitt jiá afvega; ætlaðist jeg til, að það skyldi verða vísbending, bæði fyrir aðra út í frá. og eink- um fyrir útgefendur prestaskólaritsins, að varast sömu gallana eða aðra þeim lika fram- vegis. Jeg þóttist fara hægum orðum, en eigi neinum hrokayrðum, um ritið og misfell- urnar á því; en hitt er satt, að jeg var gagn- orður, og vona jeg til, að enginn liggi mjer á hálsi fyrir það, nema útgefendurnir einir; en það litur svo út að minnsta kosti á svar- inu, að útgefendunum líki það eigi hvað bezt, að maður sje skorinorður um gallana á ritum þeirra; þeim mundi líka það betur, ef hræsn- að væri fyrir þeim, líklega af því, að þeir eigi að teljast meðal höfðingjanna, og hafa, ef til vill, vanizt því; en engan veginn vil jeg sanit geta þess til, að þeir hafi nokkurn tima hræsnað fyrir öðrum. Svar þeirra lýsir því skýrt, að þeim hefur þótt það óhæfa, að nokk- ur skyldi dirfast, að finna nokkurn galla á ritum þeirra, slíkra vitringa og fjölfræðinga, og þeir þola því eigi, að nokkur segi neitt um þáu, nema hól eitt, hversu illa sem frá þeim væri gengið. Jeg bjóst altjend við þvi, að þeim niundi líka greinin illa, þar eð jeg fann nokkuð að ritinu, en jeg gat þó eigi í- myndað mjer, að þeir yrðu svo bálreiöir, að bræðin yrði eins auðsjen á svarinu, og húri er, og það yrði þeirn til hinnar mestu minnk- unar; reyndar mundi það eigi hafa hamlað mjer frá að rita greinina, þó að jeg liefði vit- aðþaö fyrir fram, að þeir yrðu reiðir; því jeg skirrist eigi við, að segja sannleikann, hver sem í hlut á; og sannleikurinn í aðfinningum mínum held jeg að sje svo auðsjeður, að enginn geti annað en fallizt á það, sem jeg segi, nenia þeir, sem blindaðir eruafhroka og sjálfliótta, og er eigi annað að sjá á svarinu, en ao höf- undarnir sjeu það; því að svarið er engan veg- inn ætlandi menntuðum visiridamönnum, held- ur með öllu ómenntuðurn orðhákum ; það er auðsjeð, að höíuridarnir hafa eigi aflað sjer þeirrar menntunar, sem gagntekur liuga og tilfinningar; þeir hafa auðsjáanlega að eins numið eitthvað utan að, sem eigi liefur náð til hjartans; og að þetta sjesatt, vona jeg að liver játi, sem les svarið. Verið getur, að þeir hafi að nokkru leyti fundið,aðjeg hafði satt aðmæla, ogverið því hræddir um, að grein mín mundi spilla fyrir ritiriu, og það lítur næstum svo út; því að annars hefðu þeir varla flýtt sjer eins með svarið, og skilizt eins hrapar- lega við það, og þeir hafa gjört. En jeg er hræddur um, að þeir hafi spillt meira. fyrir ritinu með svari sínu, en jeg með grein minni* Jeg ætla mjer nú eigi að svara hverju hroka- yrði þeirra; því að þau fá eigi svo mikið á mig, en einungis tala um aðalefnið. Jeg byrjaði á því, að áriitið kæmi út ári síðar, en menn höfðu búizt við uiiphaflega; en jeg sagði það jafnframt, að þetta mundi ekki vera útg. að kenna, heldur inundi það hafa komið til af þvi, hvernig prentsmiðjan er á sig komin. Jeg sagði reyndar vári síð- ar, en menn hefðn vonazt eptir upphajlcga*, en jeg játa það fúslega, að jeg taldi ekki svo nákvæmt, hvort nokkuð lítið vantaði í árið eða ekki, og jeg vil gjarna segja 10 mánuðum síðar, í staðinn fyrir 12, ef þeim þykir það betra, en með engu móti get jeg ímyndað mjer, að höfundarnir liafi upphallega ætlað sjer, að láta ritið koma seinna út, en í ágústmánuöi í fyrra sumar; þvi að annars liefði þeim eigi legið á, að fá aptur boðsbrjefin í júnímánuði, og allrasízt munu þeir liafa hugsað sjer, að láta það eigi koma fyr, en i júnímánuði í sumar; en livenær þeir hafi liugsaö, að ritið mundi koma út, gjörir reyndar lítið; jeg hef aldrei getið neins uni það, en einungis talaö um það, hvenær aðrir vonuðust eptir að ritið mundi koma; og þar að auki, eins og jeg sagði áður, hef jeg boriö skuldina af þeim. Ilið annað, sem jegfann að ritinu, varþað,að mjer þótti eigi vel valin ritgjörðin eptir Ma.r- tensen um sakranientin, þar eð hún mundi alþýðu of vaxiri og torskilin. Upp á það svara þeir engu nema axarskapti, með því það hef- ur verið hendi næst, og hverju áttu mann- garmarnir að svara? J>að er eigi liægt, aö sanna með röksenidum, hvort aðrir skilji eitthvað eða ekki; það ætla jeg ekki að reyna að sanna, eins ogþeir liafa eigi reynt að sanna, að almenningur skilji ritgjörðina;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.