Þjóðólfur - 07.08.1850, Blaðsíða 2
170
fólki og atyrðir þá hann heimsækja; og með
tilliti til þess, að hann a að heita helzti em-
bættismaðurinn í fjórðungi vorum, þá er hann
oftækur i drykk! Læknirinn okkar verður
einnig að fara frá, því hann kemur ekki
nema með illu til okkar aumingjanna, og
þegar hann loksins kemur, ráðleggur hann
stundum á fyrir b ! Presturinn okkar verð-
ur að fara frá vegna þess, að engum er vært
í sókninni, sem hann ekki getur liaft svo
háan eða lágan, sem hann sjálfur kýs; auk
þess er hann pokaprestur og embættar ein-
ungis þegar honum gott þykir, sem sjaldan er!
Yrði nú ekki lag á, þegar ^ingvarllafund-
urinn fengi slík mál til meðferðar? Yrðuslík-
ir fundir til annars, en að brjóta niður alla
stjórn og reglu? Einnig má allt af við þvi
búast, að optar muni fundarmenn þurfa að
lilaupa undir bagga með skólapiltum, heldur
en nú, því að allt af verða þó kennararnir
menn, og piltar synir einhverra goðorðsmanna
á íslandi. Nei það hjálpar ekki, ef vel á að
fara, að livor embættismaðurinn vilji öðrum
á knje koma: að presturinn setji sýslumann-
inn frá völdum, sýslumaðurinn kennarann,
kennarinn prófastinn. er átumein Islands,
að embættismennir eru hvor upp á inóti öðr-
um, og spilla hvorfyrir öðrum, sem bezt má, en
geta eigi orðið samtaka; og er það ættfylgi
þeirra og skortir á þekkingu kallanar sinnar,
sem ollir því.
Jað er ekki tilgangur minn jneð línum
þessum að beina illri hluttöku í skólamál-
inu, eða yfir höfuð i málum vorum að nokkr-
um einstökum ; því jeg vona, að þeir þekki
sig sjálfir og segi til sín smásaman; en hitt
er það, að mjer hefur lengi sviðið livað
ílokkadráttur hefur eytt framförum landsins
í margan máta. Að endingu bið jeg yður,
heiðruðu fundarmenn á Jingvelli! að láta
ekki ættarnöfn eða vind tóman stýra tungu
yðar, lieldur hlutdrægnislausa skynsemi, og
yður, embættismenn! að muna til þessara
orða: með hinum sama mæli, sem þjer mæl-
ið út, skal yður inn aptur mælt verða. Jví
margir standið þjer, góðu herrar! ekki betur
i stöðu yðar, en Egilsson, og sumir ver.
(Aðsent.)
S v a r
upp á svarið frá útgcfendum árrits
prestaskólans.
(Framhald.) 3>á drap jeg lítið eitt á
umburðarbrjef biskupsins; sagði jeg, að það
hefði átt vel við, að taka það í ritið, en jeg
sagði um leið, að 6. atriðið í bænarskránni,
væri með öllu rangt, þar eð það væri tilraun
til, að koma á aptur klerkavaldi miðaldanna,
og að hahla einveldi konungsins. Mergur-
inn úr svari þeirra upp á þetta atriðið er það,
að jeg beri ekki minnsta skynbragð á eðli
kirkjulegrar eða veraldlegrar stjórnar og fyr-
irkomulag þeirra, og þó hiki jeg mjer ekki
við, að búa hjer til hvert axarskaptið á fæt-
ur öðru, svo að jeg verði mjer til hinnar mestu
minnkunar, og til að sanna þetta, og að hug-
myndín sje rjett í bænarskránni, hafa þeir
eigi annað, en að sjera Hannes Stephensen,
sem sje kjörinn þjóðfundarmaður, hafi veriö
með í nefnd þeirri, sem átti að ráðgast um,
hvernig bæta ætti synodus, eins og honum
gæti aldrei yfir sjezt í neinu. En þótt jeg
virði sjera Ilannes mikils, þá dettur injer þó
ekki í hug, að hann sje' fullkominn í öllu,
og undanþeginn mannlegum breiskleika. 5að
liefur nú þegar einhver ritað um þetta efni í
38. og 39. og 40. og 41. blaði Jjóðólfs1, og
jafnframt svarað upp á þessa grein í svari
útgefanda prestaskólaritsjns, og þannig tek-
ið af mjer ómakann að svara því, nieð því
mjer finnst sú grein svo vel og skilmerkilega
rituð, að allir verði að ganga úr skugga um
hið ranga í þessu atriði bænarskráarinnar. En
þar eð höfundarnir skírskota í -svari sinu til
fyrirkomulags á stjórn kirkjulegra málefna í
reformertu löndunum, þá ætla jeg að snara á
íslenzku grein nokkurri, sem lýsir þessu fyrir-
kornulagi, og sýnir hún skýrt, liversu liöfund-
arnir sýeu vel að sjer í því efni, er þeirgeta
fengið sig til, að jafna synodus, sein beðið
er um í 'bænarskránni til konungs, saman
við fyrirkomulagið á kirkjustjórninni ‘í refor-
mertu löndunum; það þarf meira en lítið þekk-
ingarleysi — og þessir menn eiga þó að læra
‘) Athngas. fe"ar jeS sí* byrjun þessarar greinar í 38. og 39. Iilaði f jóðólfs, þótti injer bezt að liíða nieð
svar mitt, þangað lil hin greinin væri fullprentnð, og þess vegna ljct jeg eigi prenta neitt af svari niínu í 40. og
41. blaðihu, eins og jeg hafði ætlað í fyrstu.