Þjóðólfur - 30.06.1851, Side 1

Þjóðólfur - 30.06.1851, Side 1
70. og 71. 1§51. 3. Ár ----------■ ■■ 1 --r 30. Júní. HPPASTriGlIR ti/ grundvallarlar/a fyrir Ísland meö hliðsjón af grundvaUarlögum fíanaveldis. /• STJÖRNÁRSKIPUMN. 1. Island er þjóðland sjer, ineð þjóðerni sjer og þjóðrjettindum sjer, og hyllir það Danmerkurkoniing eptir frjálsum vilja, meðan Aldinborgarætt ræður þar ríki. 2. Konungurinn er æðsti stjórnari og vernd- ari Islands. 3. Island éigi þjóðþingi sjer, ognefnist það alþingi. 4. Löggjafarvaldið sje i höndum konungs og alþingis í sameiningu, dómsvaldið í hönd- um dómanda landsins, og framkvæmdarvaldið í höndum konungs ogembættismanna laiulsins. 5. Aðalstjórn íslands sje i landinu sjálfu; en erindsreka eigi það erlendis, og sje hann ráðgjafí konungs i þeim málefnum, sem varða íslaml eitt. 6. Fjárhagur Islands sje aðskilinn frá fjár- hag Danmerkur. 7. Stjórnarherrar lslands sjeu þrír, lög- stjóri, Ijárstjóri og biskup landsins, einnig skal vera fjehirðir einn. 8. Stjórnarherrarnir i sameiningu sjeu stjórnarráð fslands; sje sá þeirra æðstur, er konungur fyrir segir; en hinir hafí sæti eptir emhættisaldri. 9. Eins stjórnarráðið, sem aörir embættis- menn landsins, ábyrgist störfsín, og skal með lögum ákveða köllun, embætti og ábyrgð hverra þeirra sjer • lagi. 10. Bústaður stjórnarráðsins sje í eða í nánd við Keykjavík; og sje póstgöngum landsins hogaö eptir því. II. konungurinn. 11. j&egnr Danmerkurkonungur sá, sem nú er, hefur samþykkt og undirskrifað grund- vallarlög Islands, afhendir liver sá konungur sömu ættar, sem eptir hann kemur, um leið og hann tekur við ríkisstjórn, erindsreka ís- lendinga eiöskjal staðfest með nafni sínu og innsigli rikisins svo látandi: „Jeg heiti og sver, að halda grundvallarlög íslands og vernda þau; svo sannarlega hjálpi mjer guð og hans heilaga orð;“ [þetta eiðskjal sje sent forseta stjórnarráðsins, til aö bera það fram á næsta alþingi. 12. Sje ríkisstjóri settur af konungi nokk- uð til langframa, eða af ríkisfundi Dana í forföllum konungs, skal hann einnig vinna hinn sama eið, og það eiöskjal vera auglýst á Islandi. 13. Nú ræður eigi lengur ríki í Danmörk konungaætt sú, sem nú ríkir þar, þá sje á valdi Islendinga, hvort þeir vilja taka þanu konung, er Danir kjósa sjer, eða eigi. 14. Hve mikið fje íslendingar skuli leggja árlega á konungsborð, sje ákveðið í ijárlög- uin landsins. III. FRAMKVÆMDAR VALfíltí. 15. Konungur setur stjórnarherra íslands, og staðfestir kosningu erindsreka þess, er al- þingi hefur kosið. Aðra embættismenn lands- ins setur konungur, sumpart sjáifur, eða læt- ur þá stjórnarherra gjöra það, er hann gefur j vald til þess. 5« mega eigi aðrir verða ein- ? hættisinenn í landinu, en lslendingar, eðu þeir af þegnum konungs, er talað geta og rit- að íslenzka tungu, og sannað, að þeir þekki til hlítar háttu og lög landsins. Vald hefur og konungur til, er nauðsyn krefur, að skipta um emhætti við þá, er liann hefur veitt þau, eða veita látið. En ekki má hann án dóms víkja neinum frá embætti; en þeir, sem hann gefur lausn frá embætti, fái eptirlaun að lögum. 16. Sje landsmönnum ófriður eða ránskap- /

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.