Þjóðólfur - 30.06.1851, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.06.1851, Blaðsíða 2
 ur sýndur af útlendum þjóftum, er sú skylda konungsins, sem verndara fslands, að reka rjettar þeirra við stjórnir þeirra landa, sem vikingar voru frá. 17. Verzlunarsamninga við útlendar stjórn- ir semur konungur fyrir hönd íslands, bæði þá er alþingi leitar um það fulltingis hans, og optar, er nauðsyn krefur. 18. Ekki má konungur, nema því að eins, að alþingi samþykki, láta af hendi nokkurn hluta landsins, hvorki sem veð eða öðru visi, nje heldur ráða yfir neinu af sjóði landsins, nje auka þvi neinar skyldukvaðir. 19. Konungur hefur vald til með ráði er- indsreka íslands, að semja og senda alþjngi lagafrumvörp, og setja bráðabyrgðarlög, en þó mega þau eigi vera gagnstaðleg grund- vallarlögum landsins, og skulu allajafna vera borin undir næsta alþingi 20. Konungur staðfestir og undirskrifar lög landsins, að írá teknu því, er segir í 53. gr., og skal erindsrekinn einnig skrifa undir þau. Konungurinn annast og um birtingu laganna, og að eptir þeim sje breytt. 21. Náða má konungur og gefa upp sakir, svo sem lög gjöra ráð fyrir. 22. Konungur hefur vald til að gefa leyfi og undanþágur frá gildandi lagaboðum, eða láta stjórnarráðið gjöra það, eptir sern nú er, eða framvegis verður á kveðið í lögum. IV. þlNGSKÖP. 23. Á alþingi sjeu 26 þjóðkjörnir rnenn og 6 þingkjörnir. Ilina þjóðkjörnu skal kjósa tvo fyrir hvert af hinum 12 gömlu þingum landsins, og 1 að auk fyrir Jorskafjarðar- þing, og 1 fyrir Keykjavík. Hinir 6, er þing- ið kýs fyrirfram, 'sjeu embættismenn andlegr- ar og veraldlegrar stjettar, eða aðrir menntaðir menn. Jafnmargir skulu vera þjóðkjörnir vara- þingmenn, og þingin, en þingkosnir varamenn að eins tveir. 24. Kosningarrjett eigi hver sá íslenzkur maður, a) seni hefur óflekkað mannorð og óskerta skynsemi, b) sem er fullra 25 ára, c) sem er sjálfum sjer ráðandi og búsettur í kjördæminu, þegar til kjörþingis er kosið. ) d) þeir sem útskrifaðir eru úr skóla, þótt eigi sjeu búsettir. 25. jieir, sem eiga kosningarrjett, kjósi aptur úr sínum flokki kjörmenn, 1 fyrir hverja 5, og 2 þar yfir, t. a. m. 1 fyrir 5—7, 2 fyr- ir 8—12, 4 fyrrir 18—22, o. s. frv. Jessir kjörmenn kjósi siðan þingmenn á kjörþingis- staðnum í lok júnímánaðar, ári áður en al- þingi skal halrla 26. Til kjörgengi heimtist hinirsömu kost- ir og til kosningarrjettar. En þeir, sem kjósa eiga alþingismenn, verða fyrirfram að hafa fengið vissu um það, að þeir, sem þeir ætla að kjósa, vilji taka á móti kosningunni hafi þeir eigi boðizt til þess. 27. Fyrir hve mörg þing þingmenn sjeu kosnir, hve opt þeir komi saman, og hversu lengi þing skuli vara í hvert sinn, verður með lögurn að ákveða, eins og lika um fæðispen- inga, og ferðakostnað þingmanna. 28. Einbættismenn, sem til alþingis eru kosriir, mega taka á móti kosningum, en ann- ist sjálfir um, að embættuin þeirra sje gegnt, meðan þeir eru í þingförinni, og tiikynni þá ráðstöfun næstu yfirmönnum sínum. 29. Efsá, em löglega er kosinn þingmað- ur, kernst í einbverjar þær ástæður, er svipta kjörgengi, missir hann rjettinda þeirra, er lionunr veittust með kosningunni. 30. Verði nokkur þingmanna nrilli kosn- inga gjörður að stjórnarherra, sje i þinglög- unum á kveðið, hvort kosning hans skuli lengur gilda, eða varaþingmaður koma í hans stað. 31. Alþingi korni saman hinn fyrsta virk- an dag eptir 7. dag júlímánaðar, og sje það sett af fórseta stjórnarráðsins. 32. Jringstaður sje í Reykjavík. 33. jiingiö kýs sjer af þingmönnuin for- seta og varaforseta, og tvo fasta skrifara, en I aukaskrifara skal kjósa af utanþingsmönnum. 34. Sjerhver nýr og löglega kosinn þing- maður vinni eið, að lialda grundvallarlögin, og afhendi forseta eiðskjal sitt. Að öðru leyti er hann eigi í tillögum sírium og atkvæða- greiðslu við annað hundinn, en eigin sann- færingu. V. RJETTINDI og VALl) ALþlNGIS. 35. Alþingi er friðhelgt. Hver sem í orði eða verki veitir því árásir, ræður til þeirra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.