Þjóðólfur - 21.05.1853, Page 2

Þjóðólfur - 21.05.1853, Page 2
82 öllu leyti fallizt á þessa skoftun og þessa aö- ferð, en þótt þa?» virftist öldúngis gagnstætt hinum upprunalegu aöalástæftum alþíngistil- skipunarinnar, og þeirri skoöan á stööu hinna konúngkjörnu á jþínginu, sem þeir hafa sjálfir haft eins og aftrir, og sem er eðlilegust i sjálfu sér; — því bæöi hefir stjórnin sæmt þessa menn á ýmsan veg síðan 1851, bæði með nafn- bótum og riddarakrossum, 1— þaö er merki- legt, hversu herra jiórður Sveinbjörnsson hefir orðiö útundan í þessu efni, — og svo hefir hún nú, að sögn, kvadt séra þórarinn prófast Kristjánsson til þess að vera konúngkjörinn varaþingmann, liklega fyrir hinar bljúgu og auðmjúku samhnegíngar hans og samróma at- kvæðagreiðslu með þeim fimm á fundinum 1851, en þar í mót hefir sfjórnin nú gengið fram hjá séra Halldóri prófasti Jónssyni, sem þó hefir verið tvívegis áður konúngkjörinn, og er reyndur að dugnaði, en þvi miður (!) líka að þeirri hreinskilni sem stjórnin virðist nú að hafa eins beina óbeit á í þessum efn- um, eins og hún hefir liitt að vettugi, hvað fulltrúar þjóðarinnar, og fyrir þeirra munn þjóðin sjálf, hefir lýst yfir um vantraust sitt á nokkrum þeim mönnum, sem stjórnin ætlar nú að ota fram á þingið af sinni hálfu. 3>ví þó það eigi lieima hjá amtmanni og riddara lierra I*áli Melsteð fremnr en má ske flestum, eða öllum vorum æðstu em- bættismöimum Cfað enginn fríi honum vits”, — og þetta sama hefir mátt segja og átt heima um svo ótal marga af vorum æðri em- bættismönnum og höfðíngjum, allt frá dögum Hvamm - Sturlu, og þó er svo komið fyrir oss sem komið er, — þó naumast nokkur maður geti efað, að herra Melsteð er færari uni að vera konúngsfulltrúi en flestir ef ekki allir vorir innlendu höfðíngjar sem nú eru uppi, sakir reynslu lians og þekkíngar, fjölhæfslær- dóms og Iipurleika alls, — þá finnst þó svo að segja hverjum manni, að það sé eitthvað óviðfeldið ef ekki ískyggilegt í því, að stjórn- in skuli hjóða oss hann fyrir meðalgángara milli sín og vor á alþíngi, nú í ár, eptir það að hún liefir sjálf gengið fram hjá honum, reyndum aðstoðarmanni konúngsfulltrúa 1845 og settum konúngsfulltrúa 1849, og þó tekið heldur annan öldúngis óreyndan til þess starfa 1851, og eptir það að flestallir þjóðfulltrúarnir 1851, lístu opinberlega yfir og rituðu honum, að hann hefði brugðizt köllun sinni og trausti þjóðarinnar þegar liann var forseti á fundin- um, en bar ekki við að halda uppi svörum eða vörn fyrir harin gegn augljóslega ósönn- um áburði konúngsfulltrúa og „rángri aðferð lians að hleypa honum upp sem ekkert ólög- legt hafði aðhafzt“l. "það lítur nú svo út, sein fullur helmingur hinna þjóðkjörnu al- þíngismanna í ár verði þeir sömu sem rituðu herra Melsteð hið áminnsta vantraustsbréf, og það er nokkurn veginn vafalaust, að þetta al- þing hefði aldrei kosið liann fyrir forseta sinn í þetta skipti, þó þess hefði verið kostur, þrátt fyrir alla hæfdegleika hans til þess. Allt um þetta hefir nú stjórnin kosið herra Melsteð til konúngsfulltrúa á alþing í sumar, til meðalgángara inilli sin og vor Islendínga, og þannig gengið fram hjá bæði ýmsuin öðr- um höfðíngjum, sem fyrir engu opinberuvan- trausti liafa orfiiö, og svo peiin manni sem hún hefir sett h#r til æðstu valda, sem hún tók fram yfir herra Melsteð 1851, og sem aö vísu varð einnig fyrir vantrausts yfirlýsíngu af hendi þjóðfundarmannanna, en engu fremur eða jiýngra enn herra Melsteð. llerra Trampe hefði getað tekið sér duglegan og vinsælan aðstoðarmann, og þá hefði hann naumast staðið neinu fjær þíngmönnum; og varla verður að neinu betra eða sætara bragðið að herra Mel- steð, þó stjórnin hafi seilzt svona í hann upp yfir höfuðið á greifanum. |það er nú vafalaust, að þar sem að nokkru marki er haft alinenníngsálit og almennt van- traust sein hiklaust er búið að lýsa yfir af liinum |ijóðkjörnu fulltrúum, eins og var 1851 um háða þessa herra, þar hefði stjórnin skirrzt við að kveðja slíka menn til meðalgángara milli sin og þjóðfulltrúanna; — svona lét jafnvel danakonúngur undan þjóðfulltrúúnum jiegar hann hætti að setja Örste.d fyrir full- trúa sinn á þingunum í ílróarskeldu og Ye- björgum, en tók Bany í stað hans; — og suinstaðar liefði stjórninni ekki hahlizt það uppi, þó hún hefði farið sliku á flot. Sumir menn mundu og skirrast við jiað sjálfir að taka slíkri köllun, úr því svona væri komið ‘) „f'ædrcTandel11 19. sejil. 1851.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.