Þjóðólfur - 14.10.1854, Blaðsíða 2
28S
fyrst að svo haí?)i verið tekið i nösutn sér að
undirbúa hana, að ekkert f/at, úr henni orðið,
rétt eins og menn hefði raknað úr roti og
niinnst einhvers makalauss afbrigðis, þess, að
konúngurinn ætti fæðíngardag cinusinni á ári.
Skólasveinarnir og kennarar þeirra höfðu
meiri fyrirvara; það er reyndar vant að veita
úr skólasjóðnum 30 rd. til þess að halda þar
hátiðlegan fæðingardag konúngsins, en það
hefir aldrei hrokkið tilsíðan skólinn kom hing-
að, og hafa skólasveinarnir lagt til af sínu,
það sem á hefir brostið, nema í fyrra. 5egí>r
hér var nú ekkert til gæða utanskóla, nema
flöggin, þá buðu sveinarnir til skólahátíðar-
innar öllum embættismönnum staðarins, og svo
feðrum þeirra, sem syni eiga í skólanurn; þar
var góð veizla, og hógleg glaðværð; liöfðu 5
kvæði verið orkt fyrir minnum, sem drukkin
voru: konúngsins, Islands, hins fjærveranda
rektors, þess sem nú cr i hans stað, og
kennaranna. 3>ar að auki mæltu sveinarnir
fyrir minni stiptsyfirvaldanna, en stiptamtmað-
ur greifi Trampe bæði fyrir minni skólans og
skólasveinanna.
Ef rúmið leyfir, munum vér síðar láta
blaðið færa hin helztu af þessum kvæðum.
Vér teljum víst, að þeir sem boðnir voru
láti ekki lenda á skólasveinum þarin auka-
kostnað sem hér leiddi af fyrir þá, og sem
er mælt, að sé um 60 rilil., heldur Iáti arinað-
hvort koma fram við sjálfa þá eður Bræðra-
sjóðinn, að menn nutu hér góðra gleðistunda
án alls eigin tilkostnaðar.
Fólkstalan á Islandi /85,‘i.
Á bls. 200, 201 og 205 hér að framan1,
hefir verið sýnt, og fttll rök að því færð,
að við árslokin 1852 var fólkstalan hér á
*) Á bls. 200 hér að framan er þessi prcntvilla:
fíeddir 1850 1351; en á að vera, 23 51.
*) Tablan í „Ing.“ 20. skýrði ekki frá fæddnm og
dánum i norðurprófastsdæmi ísafjni'ðar-sýslu árið 1852,
og varð þvf að ætlast á með rcikníngsdæmi livað margir
væri þar fæddir og dánir, tii þess að fá út fólkstöluna
á öllu landinu s. ár; vér tiildum þannig á bls. 205 hér
að frarnnn, að 1852 mundi þar vera: fæddir 65,
dánir 57; en tablan í „Ing.“ 25. segir, að 18 53 séu
þar í prófastsd. fæddir 101, dánir 55, og má af
þessu ráða, að fólkstalan 1852, scm vér böfuin til fært,
cr nokkurn veginn rétt.
landi................... . . . tíl,204J
Eptir ntöllu“, í „Ing. 25“, „yfir ferinda,
gipta, fædda og dauða 1853“, eru það
ár fæddir: 1258 sveinb. 1287 meyb.;
að meðtöldum 67 sem fæddust andvana,
er það samtals 2545
en sama árið dóu, að meðtöldum
67 andvana börnum .... 1200
íþannig eru það ár fleiri fædd-
ir en dánir...................... 1345
um árslokin 1853 hefur því fólkstal-
an verið alls....................... 62,549
Meðal hinna fæddu\ovn:'21 tvíburar; 384
laungetin börn, þ. e. nærfelt sjöunda hvert af
þeim sem fæddust,
Meðal hinna dánu voru: 42, sem drukknuðu;
einúngis einn karl og ein kona sem voru yfir
tirætt ; 556 börn á fyrsta árinu, að með töldum
þeim 67, sem voru borin andvana ; þannig var
nærfellt helrnínyur hinna dánu, börn á fyrsta
ári, og svarar þá þessi barnadauði nærfelt
íjórða hluta þeirra, sem fæddust.
Að öðru leyti sýnir „taflan“, að 1853 hafi
hér á landi verið fermdir alls 1035; en sam-
anvígð hjón samtals 472.
Um tímatal pað, scm í ár var prenlað á
Akureyri.
Bæði að gamni minu og íika kann ske
til nokkurs gagns, skrifa jeg hér álit mitt
um þetta timatal, bæði um þess kosti og þess
einasta galla, þess réttu brúkun og þess van-
brúkun. Jeg ætla fyrst að Ijúka því af, að
tala um gallann. Hann er sá, að reglan fyrir
Aðventunni eða jólaföstunni er raung. En
það er lafhægt, að lagfæra þá reglu og setja
hana svona:
Sunnudayinn ncerstan eptir 26. nóvbr.
er Aðventa eða jólafasta.
Ellegar svo:
Sunnudayinn nœrstan fyrir '4. desbr.
er Aðventa eða jólafastu.
3>essa reglu gætu kaupendur tímatalsins
gjarnan skrifað ncðan á það, ellegar, eí held-
ur vilja, lagfært regluna sem þar stendur.
5egar þetta er búið, er timatalið að minum
dómi ágætt, snoturt og vel htigsað. Jað er
einkum vel lagað til að hengjast upp á stofu-
þil, eins og nokkurskonar „Contorcalender",