Þjóðólfur - 02.02.1855, Side 4
— 40 —
Liebenberg etazráð málaflutnfngsmaður við hæstarétt.
þessir nýju ráðgjaf'ar lýstu yfir stjórnaráfornmm sínum
fyrir Ríkisþínginu, og var það bið helzta, að þeir mundu
stjórna í lika stefnu og hinir næst undangengnu ráðgjafar,
að þvf, að koma sem fyrst á fót sameiginlegri frjálslegri
stjórn fyrir gjörvalla hluta konóngsveldisins, og þvf leitast
við að fleiri þjóðkosnir menn sæti í Ríkisráðinu, sem
stofnað var með tilsk. 26. júli í fyrra, heldur en þar væri
ráðgert, og að sú samkoma fengi ályktandi vald í öll-
uin hinum sameiginlegu málum konúngsveldisins; en við-
vikjandi hinni ytri stjórn, og viðureign við aðrar þjóðir,
þá mundi hinum sömu stjórnarreglum verða fylgt, sein
áður var. — Heldur góður þeli og góðar vónir virtust að
liggja hjá Dönum til þessara nýju ráðgjafa; og bæði
þessvegna,,en eínkum fyrir það, að konúngur sleppti hin-
um ráðgjöfunum, þá vildu Kaupinhafnarbúar votta kon-
úngi lotnfngarfullar þakkir sínar mcð nokkurri opinberri
viðhöfn, og gjörðu þeir það að kvöldi 18. f. mán. með
„blisgaungu“ (Fakkeltog), — sem einatt er títt til
veglegrar viðhafnar, — epþr endilángri borginni og námu
staðar fyrir framan konúngshöllina Kristiansborg; þegar
þar var komið með hin 1200 blis, sem allt að 5000 manna
fylgdi, — en þótt nrkomuveður væri þá hið versta, —
þá flutti sá, sem til þess var kjörinn, konúnginum snjalla
þakkarræðu í nafni staðarbúa og þjóðarinnar, og kvæði
var súngið, sem til þess var orkt, en konúngur stóð i
opnum einum hallarglugganum, og tók ljuflega og þakk-
aði með blfðuum orðum þessa veglegu vottun þjóðarinn-
ar um ást hennar og traust til sfn. — Hinir nýju ráðgjafar
hófu stjórn sína mcð því, að láta hætta við hinar mörgu
lögsóknir. sem fyrri ráðgjafarnir hófðu skipað gegn hin-
nm frjálslyndari dagblöðum, — en mörg þau mál voru
þegar dæmd, og blaðamennirnir frí-fundnir í flestum þeirra
— og ineð því að leyfa Slésvíkurinönnum að kaupa þau
blöðin, „Föðurlandið“ og „Dagblaðið“, sem Carl Moltkc,
hinn fyrri Slésvíkur ráðgfafi, hafði harðlega bannað að
flytja til þeirra.
— Um alþíngismálin, eða önnur Islandsmál fréttist
ekkert, og ekki hver konúngsfulltrúi muni verða að sumri.
— Stríðið milli Rússa og sambandsmannanna sem í
móti þcim eru, helzt enn. Ekki náðu Engilsmenn og
Frakkar Sebastopool, og er talið mjög tvisynt, að
þeim takist það nokkurn tíma, því staður sá hefir bæði
hin öflugustu varnarvirki og ótal herskip á höfninni, sem
sem vígin innilykja meir cn á 3 vegu, en mergð af hin-
um öflugustu og beztu fallbyssum og öðrum skotvopnum,
og þeim svo stórkostlegum og ramgerðum, að varla eru
dæmi til slíkra fyrri, — ótal fallbyssur sem senda ór sér
60 og 70 phnda kúlur, og „Granater" sem hleypa má úr
glóandi eldhnöttum, er hvcr nm sig innilykja I sér 240
kúlur; iná nærri geta hvað slíkir morðhnettir verða
mannskæðir, þegar þeir sprfnga á fylkíngum óvinanna.
Nú liafa Engilsmenn og Frakkar náð undir sig landinu
að norðan -og vestanverðu við borgina, og hafa síðan í
haust verið sð vfggirða þar herhúðir sínar, en liafa hvergi
nógan mannafla til að s|á óvígri skjaldborg um allan
staðinn landmegin, og því geta Rússar dregið að sér
hvenær sem vill og við þarf nýjan mannafla frá megin-
landinu, jafnótt og varnarliðið týnir tölunni, vistir og
aðrar nauðsynjar; ^ru þri sambandsmenn svo margfalt
liðminni svo fjærri sem þeir eru fósturjörðum sínuin, og
veitir því mjög svo erfitt að haldast við, einkum þar eð
alltaf gengur öðru hverju sjúkleiki í liði þeirra, en bera
illa hið miklu kaldara loptslag, sem þeir eru óvanir. —
Mikill og mannskæður slagur varð þarna hjá Sebastopool,
við Inkarinan, 5. nóvbr. f haust. Réðust þá inilli 60
og 70 þúsundir Rússiskra á vfggirðíngar Englendfnga, en
þar voru þá fyrir til varnar að eins 8000 manna; en hæð
ein fyrir vestan þá, er átti að bera af þeim atlögu þeim
megin, var svo illa vfggirt og með svo ónóguin fallbyss-
um, að Rússar páðu óðar hæð þessari, og stöðu fyrir
það svo miklu bctur að, auk hins ijarskalega liðsmunar,
að vinna á Eitglendíngum fullan sigur og drepa þániður;
þarna vörðust samt Englendíngar i fullar 2 stundir og
hopuðu hvergi, en þá náði lið Frakka þángað til hjálpar
við þá, og gerðu þeir svo hart álilaup á Rússa, að þíir
urðu að hopa aptur ofan af hæðinni, og gekk svo 3 sinn-
um að sínir náðu lienni frá hinum, cn um síðir urðu
Rússar að hörfa undan og leggja á flótta, var þaí> fyrst
með mestu reglu og hægð og með fylktu liði, og fengu
haft mcð sér nálega allar fallbyssur sfnar og skotvopn;
en sambandsmenn veittu þeim brátt svo harða eptirför,
að fylkíngar þeirra gjör-riðluðust, og hljóp hver, sem
fætur toguðu, og fleygðu frá sér skotvopnum og öðru,
svo að sambandsmenn tindu þar upp síðar mn 15000
byssur. 5000 Rússa láu dauðir á sjálfum vígvellinum, og
er því talið víst, að af þeim hafi fallið alls vissar 10,000
eður meira (nokkur blöð segja 15,000), af Englendíngum
féllu alls 3000, en af Frökkum 2000. (Framh. siðar).
— Fiski aflinn helzt f Garði og Höfnum, þar eru nú
komnir 300 til hlutar af vænum fiski.
— það er oss sönn gleði að geta hermt með vissu, að
bókbindari herraEgill Jónsson hefir keypt af prófessor
og Dr. P. Pjeturssyni fórlagsrétt til eins árgángs af pré-
dikunum eptir sjálfan þenna merkilega kennimann, til
allra sunnu-oghelgidaga ársins; prédikanir þessar
eiga að koma út vorið 1856.
Uppboð.
þriðjudaginn hinn 27. næstkomandi febrúarmánaðar
um hádegi verða f þínghúsf bæjarins boðnir upp til sölu
hlutir þeir er K a 1 da ð a r ne s -spítala falla tii á i hönd
farandi vetrarvertíð, i Reykjavfkur katipstað, Seltjarnar-
nes, Alptanes, h'jalarnes, Strandar, Rosmhvalanes, llafna
og Grindavíkúr hreppum. Fiskurinn verður f ár boðinn
upp og seldur fyrir hvern lirepp sér í lagi, og munu
söluskilmálarnir verða birtir fyrirfram á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 16. janúar 1855.
V. Finsen.
Prestaköll.
Veitt: 31. f. mán., Stafholt, séra E in a ri (Sæmundssyni)
Einarsen presti tilSetbergs; Holt í Onundarfirðí, kandíd.
theol. S teffá ni (Péturssyni) StephensenfráOlafsvöllum.
Óveitt: Setberg f Snæfellsnes-sýslu; að fornu mati
83 rdd.; 1838 metið 242 rdd.; slegið upp þ. mán.
— Póstskipið fer alls ekki af stað fyrir 24. þ. m.
— Næsta blað kemur út fimtud. 22. þ. mán.
Ábyrgftannaíiur: .lún Guðmundsson.
PreutaLur í prantsmibju Islands, hjá E. þóriarsyni.