Þjóðólfur - 20.10.1855, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 20.10.1855, Blaðsíða 6
— 142 - samþykkja, — Landsþíngi?) var búií> ab fallast á breytínguna, og talib í von, aí> þjóbþíngib mundi gjöra eins. — í>a& er skrifaíi frá Höfn, aí> Dr. J. Hjaltalín hafi verib talinn nœstur til landlæknisembættisins. — 2. þ. mán. hefir hinn þjónandi biskup út nefnt prestinn til Borgarþínga og settan prófast, herra Guðmund Vigfússon til prófasts í Mýra-prófasts- dæmi. — Mannalát og slysfarir: 17. júlí þ. árs andaðist konan Steinun G uð in u n ds dó t ti r á Drumbodds- stööurn í Biskupstúngum, 83. ára; þún var tvígipt, átti fyrst Knút Björnsson og ineð lionuin 13 börn, en að eins 4 þeirra komust á legg, en síðar álti hún Jón bónda Tóinásson, sem hún bjó með til dauðadags; bún var góð og merkileg kona að mörgu. — Að Arnarbæli í Grimsnesi dóu iiierkisbjónin Sigurður Gislason, 31. ágúsl, og Vilborg Jónsdóttir (prests Jónssonar í Klausturbólmn) 29. s. m. — 30. s. m. uierkiskonan J>ur" íðurÁrnadóttir, húsfreyja Magnúsar bónda Einars- sonar sem var á Bjarnastöðum í Hvitársiðu, en nú að innrahólmi. — I sama mánuði dó og rúmlega áttræð búsfrú Valgerður Bjarnadóttir (prests á Mælifelli), ekkja eplir séra Björn sál. Sigurðsson i Hýlarnesi og móðir séra Jóhanns sál., prests til Keldnaþínga. — 27. f. mán. andaðist húsfreyja Sigriður Jónsdóttir áFerju- koti á Mýrum, hátt á 70 aldri, dóttir Jóns prests Magn- ússonar á Borg. Hún varfyrgipt Guðuiundi hreppstjóra Jónssyni á Brcnnistöðum, og átti nieð lioniim einn son á lili, er nú er við háskólann í Höfn, en nú síðar var liún gipt Ólali breppstjóra Björnssyni frá Hýtardal. Hún hafði verið hin duglegasta og heppnasta ylirsetukona í 40 ár, og mátti að öðru kallast afbragðskona, bæði að guðrækni, greind og þreki. — 28, f. nián. lögðu 3 skip fir Vestinanneyjum að Landeyjasandi, en brimrót var mikið; einu skipinu sýndist ófært að leggja að og snéri aptur, en 2 lögðu að og fórust bæði, og allir mennirnir sem á voru, nema einn kvennmaður, sem brimið skolaði upp ineð lífi og varð lifguð; þar týndust alls 16 manns, 4 bændur og einn kvennmaður, en II menn ókvongvaðir, var meðal þeirra úngur maður efnilegur, fyrirvinna móð- ur sinuar, er fyrir fánm árum missti mann sinn í sjóinn. — Sama daginn drukknaði merkisbóndinn ÓlafurJóns- son á" Vatnsenda hér í sókn og stjúpsonur lians Magn- ús 23 ára, í ánni Dymmu, efri hluta Elliðaánna. Auglýsíngar. — Eg undirskrifaður hefi keypt á uppboðsþingi verzl- unarskuldir bæði þær, er kaupincnnirnir G. VÍ.& E. Lor- entzen áttu hér útistandandi við verzlun þá er kaup- tnaður Svb. Jakobsen uú á, og sömuleiðis þær verzl- unarskuldlr, sem kaupmaður M. J. Matthiessen í Hafn- arfirði átti útistandandi, — og bið eg þvi alla þá, sem þessar skuldir eiga að gjalda, að gera mér á þeim greið og góð skil sem fyrst. Reykjavík, 28. septbr. 1855. Þorsteinn Jónsson, kaupma&ur. Um barnaveikina. Með þvi andartcppn-eða köfnunarhóstinn á börnum nú er farinn að gánga á ýmsum stöðum, þá hefi eg beðið herra apothekara Randrup að hafa öll þau meðöl á reið- um höndum er helzt er von, að hjálpa inuni til að lækna hann. Meðölum þessuin læt eg fylgja prentaða „Forskrift“ um hrúkun þcirra og ineðliöndlan sjúkdómsins, og þækti inér nauðsynlegt, að prestar, hreppstjórar og aðrir skynsamir menn liér í suðuramtinu, sem eigi búa rétt í í grennd við læknana, gerðu sér far um að nálgast meðöl- in og „Forskriltirnar“ hið a 11 r a b r á ð a s t a þeir geta, því full von þyki mér á, að það mundi á allmörgum stöðum að liði koma. J. Hjáltalin. Um fjárpestina. Eg leyfi mér hér með að skora á alla hlutaðeigandi bændur og hreppstjóra hér i Gullbríngu og Kjósar - og Borgarfjarðarsýslu, að þeir hið allrabráðasta vitji meðala þeirra, sem eg i seinasta blaði „þjóðólfs“ hefi ráðið til við Ijárpcstíniii, og sein ásamt fyrirskriptinni eru að fá hjá mér bér í bænuin. J. Hjáltálín. — Fyrst í septembermán. þ. ár tófi út fyrir framan Bessastaði í stórflóði tjörukagga fullan með tjöru; á kagganum var ekkert mark; bið cg hvern þann sem var kynni að verða við þenna kagga rekinn af sjó, einkum ef það yrði i kríngum Faxaflóa eða i hinuin næstu sýslum hér fyrir austan, að bjarga honuin undan, og gjöra mig varan við. Hliði á Álptanesi 2. októbr. 1855. Chr. J. Matthíasson. — Grár foli óvanaður, nú 4 vetra, mark: vaglskora framan hægra, hefir nú á annað ár verið á flækingi og hirðingarleysi um Flókadal i Borgarfirði, og má réttur eig- andi vitja hans þar, ef hann borgar þessa auglýsíngu. Flókdœlíngur. — Bleikskjótt liryssa, meðallagi stór, aljárnuð, lít- ið hrfngeygð á hægra auga, mark: ein fjöður (sem eg man ei hvernig stendur), hvarf héðan fyrir hálfum mánuði;bið eg svo þá, sem finna hana, að færa mér móti sanngjarnri borgun. Grashúsum á Álptanesi 15. okt. 1855. Jón Pálsson. Preataköll. Veitt: 4. þ. mán. Vogsósar með Krísivík, séraþórði Árnasyni i Klausturhólum; auk lians sókti prestask. kandid. Baldvin Jónsson. Oveitt: Kla us t u rhó I a r (Klausturhóla-og Búrfells- sóknir) i Grímsnesi, að fornu mati 13rd93sk.; 1838:162 rd., offnr og aukaverk ótalin; í fyrra 180 rdd.; slegið upp 11. þ. mán. Sá, setn verður veitt þetta prestakall, verður settur frá næstu fardögum til einnig að þjóna Ulfljóts- vatnssókn í Grafningi og messa þar 4. hvern helgan dag, fær hann fyrir það allar preststekjur af sókninni og prestsmötuna af Ulfljótsvatni, og afgjaldið af kiikjujörðinni Efribrú í Grimsnesi, — 1 hundr. landsk. og4kúgildi. það er komið undir úrskurði stjórnarinnar, hvort þetta verður til lángframa. ' Ábyrgftarmaftur: Jón Guðmundsson. Prenta&ur í prentsmi&ju Islauds, hjá E. þór&arsyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.