Þjóðólfur - 29.01.1856, Blaðsíða 5
— 33 -
ni. Réttvísin, gegn fyr verandi aSstofearpresti
Magnúsi Thorlacíus.
Eptir tilhlutun aintmannsins ylir norður- og austur-
amtinu var sök sókt í réttvísinnar nafni á höndur að-
stoðarpresti M. Thorlacíus, fyrir það, að hann hefði haft
á boðstólum meðöl til að farga með barnsþúnffa kvenna1,
og fyrir það að hann hefði reynt til að korna öðrum til
að brúka þessi nieðöl. En með aukahéraðsréttardúmi 5.
okt. f. ár var hinn ákserði dæmdur „sýkn af ákæru
sakarinnar“ í þessu máli, en þó skyldaður til að gréiða
allan málskostnað. þessuin dómi skaut hinn ákærðí fyrir
yfirdóminn.
Yfirdómurinn vakti athuga að því, að svo kynni að
mega virðast í fyrsta áliti, sein hinn ákærði hefði ekki
átt rétt á að skjóta svo fellduin dómi íyrir yfirdóminn,
þareð málskostnaður væri ekki objectum appellabile
(tilefni til áfrijunar), og að sökinni ætti því að frá vísa.
En yfirdómurinn áleit, að hér bæri að hafa sérstaklegt
tillit til 2 atriða, fyrst, að hinn ákærði væri með undir-
réttardóminum að eins dæmdiir sýkn af „ákæru sa k a r-
innar“, en óvíst inætti virðast, hvort lagt yrði í þetta sama
þýðíng sem „að vera dæmdur sýkn af sóknarákærnm, eða
ákærum sækjanda“, en hinn ákærði hlyti þó að mega skjóta
sök sinni undir æðra dóm, til þess að ná í henni því
dómsatkvæði, er dæmdi hann vafalaust sýknan af sókn-
arákærunum, og þarnæst gæti málskostnaðar-útlát eptir
dómi, í öðru eins nráli og þessu, haft hnekkjandi áhrif á
lifsstöðu hins ákærða framvegis, þar eð staíla hans væri
sú, að hann gæti átt embætti i vændum. Af þessum á-
stæðum áleit yfirdómurinn, að málið sjálft bæri hér að taka
til dómsúrslita eptir grundvallarreglunni í L. 1.—6.—18.
Undirrót og tilefni sakar þessarar var það, að fram-
burður sjálfs hins ákærða séra M. Th. í barnseignarmáli
Sigurðar nokkurs Jósepssonar gaf Ingibjörgu nokkurrf
Magnúsdóttur (inóðursystur hins ákærða (?) tilefni til að
rita sakargyptarskjal yfir hann í amtið, iivar f hún dróttaði
að hinum ákærða, að hann hefði haft á boðslólum meðöl
til að farga með barnsþúnga kvenna; var i orði, að hann
hefði boðið þessleiðis meðöl bæði Indriða gullsmið þor-
steinssyni, og Magnúsi nokkrum Jónssyni, og jafnvel Iika
bróður sínum Hallgrími jarnsmið Thorlacius; — cn þessir
menn áttn þá allir barn i vonum.
Yfirdómurinn komst nú að sama áliti og undirréttar-
dómarinn urn það, að ineð prófum þeim sem tckin höfðu
verið í sökinni hafði engar þessar sakargyptir getað sann-
azt upp á hinn ákærða, heldur, að það virtist miklu frem-
ur nægilega leidt í ljós, að þessar sakargyptir væri i öllu
verulegu sprottnar af drykkjuíleypri og sveitarslaðri; þvi
að þvi leyti áhiærði framburð þeifra Indriða gullsmiðs
og ðlagnúsar um ummæli þau er þeir báru eptir hinum
akærða, þá liafði hann snmpart stöðugt synjað fyrir, að
hann hafi hal't þcssleiðis uminæli, en sumpart lagt i þau
aðra meiníngu en þeir. Að vísu sannaðist það, að barns-
móðir Ilallgríms, á meöan hún var þúnguð, liafði fengið
hjá hinum ákærða citthvað i afmældum skömmtum til að
drekka af, sem hún þó aldrei gerði, en allt um það fannst
engin ástæða fram komin til að vefengja frainburð hins
Að öllum líkindum þessleiðis meðöl, sem „Norðri“
nefndi i fyrra „h er d í sa r p u I ver“, og sveigði að, að
einhverjir væri grunaðir að hafa baft á boðstólum. Ábin.
ákærðn um, að í skömmtum þessum hefði ckki verið annað
cn blóðhreinsandi the.
þannig áleit yfirdómurinn, að engin sönnun væri fram
komin fyrirþeiin misverknaði er hinum ákærða var gefinn
að sök, og bæri þvi, eins og gjört væri í héraði, að
dæma hann sýknan, og það þannig, að liann ætti einnig
að vera laus við allan málskostnað, en að uiálskostnaðinn
bærí að greiða úropinberum sjóði, „þar sem lögsóknin gegn
(hinum) ákærða, eptir þeiin upplýstu málavöxtuin, ekki liefir
neitt það við að styðjast er geti réttlætt hana“.
Yfirdómurinn áleit og, að ýins vitni hcfði í ransókn
sakarinnar vcrið telsin i eið bæði að óþörfu og fyr en
vera bar, eptir grundvallarreglum laganna.
F.ptir framskrifuðum ástæðnm dæmdi yiirdómurinn, 7.
þ. máu., rétt að vera:
að hinn ákærði séra M. Th. skyldévera sýkn af ákær-
um sækjandans i þessu máli, og skyldi allan máls-
kostnað greiða úr opinlrcruin sjóði.
— Tvö íslenzk mál, voru á næstliðnu hausti dæmd í
Hæstarétti:
I. Réttvísin: gegn Gíslajónssyni á Saurum í Dala-
sýslu, samkvæmt tilsk. 21. des. 1831, V., fyrir óhlýðni
gegn skipun háyfirvaldsins. Yfirdómurinn dæmdi Gísla,
4. sept. 1854, sýknan af ákærum sækjanda, þó skyldi
hann greiða helmíng málskostnaðar, cn fyrir aukahér-
aðsrétti í Dalasýslu, 6. apr. s. ár var hann dæmdur til
15 vandarhagga, og málskostnaðar.
Hæstiréttur lagði dóm á málið 12. okt. f. ár þannig:
„Gisli Jónsson skal afákæruin sækjanda í
þessu máli, sýkn vera“, málskostnaðurinn fyrir
hæstarétti og yfirdóminum var dæmdur úr opinhcr-
am sjóði.
II. Sakamábð gegn Gísla Jónssyni úr Norðurmúlasýslu,
fyrir þjófnað eða vanskil á innsigluðum penfngum er
honum var trúað fyrir að flytja og skila (sjá „þjóðólf®
7. ár bls. 6). Við ylirdóminn var hinn ákærði frí fund-
inn, en þó dæmdur í málskostnað; en við héraðsréttinn
var hann dætndur til 20- vandarhagga refsíngar.
Hæstiréttur lagði þann dóin á þetta mál, 29. okt f. á.:
„Gísla Jónsson skal hýða 20 vandarhðgg-
um“. þar að auki var hann dæmdur í málskostnað.
F r é 11 i r.
PústskipiS færbi engin blöb sem teljandi voru
og aí> eins fá bréf; landar í Höfn hafa sjálfsagt
hlífzt vib svo sem varb, ab rita nú og senda blöb
meb þessari ferb, því bréfburbarkaupib er þúngt,
en aptur stób til, ab 2 skip færi af stab bíngab
frá Höfn um árslokin, annab meb kornmat til kaup-
manna hér eptir samtökum þeirra í haust, en annab
mebsalt; ermeb þeim skipum bæbi bréfa-og blaba-
von. Hib helzta sem fréttist úr bréfum meb þessari
ferb, og einstökum enskum blöbum sem komib hafa,
er þetta: Milli Rússa og santbandsmanna hafbi
ekkert merkilegt gjörzt síban seinustu fregnir fóni
af, (og þær eru allur í þessa árs Þjóbólfi nr. 6).
Sambandsmenn halda nokkrum skipaflota velrarlángt