Þjóðólfur - 19.06.1858, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.06.1858, Blaðsíða 4
manns f Anstrskaptafelltsýslu, ekkja eptir Eirík hrepp- stjóra og (iannebrogsmann Benediktsson á Hoffelii, síðast i Árnanesi; hún var 83 ára að aldri, lifði í hjónabandi ineð inanni sínum f 42 ár, og varð með honuin 16 barna auðió er öll komust úr æsku og mönnuðust vel; meðal þeirra er séra Benedikt f Gnttormshaga, Guðmundr kirkjubóndi og eigandi að Hoffelli, Stefán hreppst. og varaþíngmaðr i Árnanesi og husfrú Vilborg, kona séra Magnúsar á Kirkjubæ i Hróarstúngu, Bergssonar, þan lifa enn 10 syskini; hún rar orðin amma að 90 manns, en lángamma að ellefu þegar hún dó, voru þvi afkomendr hennar þá orðnir samtals 117; hún var höfðíngleg kona og kurteys, góð, guðhrædd eg liin ástsælasta. — 13. þ. mán. andað- ist hér í staðnum suðlasmiðameistari og borgari Torfi Steinsson, 47 ára að aldri, og varð mjög brátt umhann; hann gekk beill og liraustr til baðs og sunds afhallandi miðnætli og fylgdi lionum maðr að vilja sjálfs hans, en óðar en hann hafði klæðum kastað og lagzt til sunds skamt fyrir utan flæðarmál, misti liann sundtakanna og leið út- af; hljóp þá maðrinn þegar út (, og náði í hann, kallaði til hjálpar við sig menn er skamt voru þar frá, nýkomnir úr beitifjöru og var hann þá ðrendr fyrir mannasjónuin, bor- inn til næsta bæjar; allar lifgunar tilraunir landlæknisins, er óðar var sóktr, reyndust árángrslausar. Torfi Steins- son var einn hinn merkilegasti og merkasti boigari þessa staðar með mart slag, og sönn og fögr fyrimynd allra yðnað- armanna liér á landi, bæði að vandvirkni, þreki, dugnaði, og alls konar hreinskiplni, bezti húsfaðir, og er þvi að lion- úm mikill mannskaði orðinn; — jarðarför lians var í dag. — S. dag (13. þ. mán.) andaðist séraMagnús Sigurðs- son á Gilsbakka, nál. 47 ára að aldri; hann var kominn á ferð vestr undir Jökul, en lagðist í sókn sinni að þór- gautsstöðum, komst þó heim í leið að lláafelli og and- aðist þar. — Á þorranum 1846, kom að norðan Jón nokkr Jóns- son frá Lækjamóti, er var eða hafði verið vinnumaðr séra þorvarðar Jónssonar sem nú er i Holti undir Eyjafjöllum, en þá var hann í Miðdal, og ætlaði Jón þángað á fund hans; hann lagði þá upp frá Gjábnkka í þíngvallasveit sunnudagsmorgun f góðu veðri, en að mánuði liðnum, þegar það spurðist milli bygðanna, að maðrinn hafði lagt þannig af stað, og hvort hann ætlaði, en hafði þó hvergi komið fram fyrir austan I.ýngdalsheiði, þá var gjörð leit að honnm með mannsöfnuði, i 3 daga, þar um fjöllin og bygðirnar, en fanst hvergi. í fjallleitum næstl. haust, fanst norðanvert við Skjaldkreið, hattr, stafr, og kútr þessa manns, og buxur hans hinar ytri, er hann liafði borið á herðum sér þegar hann lagði af stað, en ckkert bein úr likama hans; er þess getið til, að liann haii vilzt þángað og orðið þar til, en að vatnsflóð úr fjallinu, f vorleysíng- um, liafi skolað beinagrindinni bnrtu. — Hér með gjöri eg heyrum kunnugt, að eg hefi, frá þvf f vor, af nýju upp tekið, bæði á sauðfé mitt og hross, það mark: blaðstýft framan vinstra. Stafafelli i Lóni, 14. maf 1858. Björn þorvaldsson. Uppboíisauglýsíng. — Laugardaginn hinn 3. júli næstkomandi fyrir niiðjan dag kl. 11, verðr, að beiðni herra kanselfráðs Finsens, skiptaráðanda í dánarbúi kaupmanns hcitins Jóns Mar- kússonar f Reykjavík, opinbert uppboð haldið yfir hálfri jörðinni Máfahlið í L und a rey kj a dal í Borgarfjarðar- sýsln. Uppboðið verðr lialdið að Máfahlfð, og verða þar til sýnis söluskilmálarnir. Skrífstofu Borgarfjarðarsýslu að Ilöfn, þann ll.júnf 1858_ J. Snæbjörnsson. — Brúnahryssan, nú 7 vetra, er eg lýsti eptir i 9. ári þjóðólfs, bl-s. 156, cr enn ókomin til skila; mark á lienni var: blaðstýft aptan hægra, stand- fjöðr aptan vinstra; hún var snúinbæfð á aptrfótum með geiflurnar út; er beðið að halda iienni til skila cða andvirði hennar til mín, að Júnkæragerði í Hófnum. Jón Finnsson. — „Oldnordisk Formlære" (þ. e. norræn'málfræði) eptir prófessor K. Gíslason, 1. hepti, fæst lijá mér uudir- skrifuðuin, i Reykjavik, fyrir 64 sk. Jón Arnason. Prestaköll: Veitt: Va Iþj ó fs t a ð r, 18. þ. mán., séraPétri J ó n s- syni á Berufirði, 31 ára pr. Auk hans sóktu þessir: séra þorvarðr Jónsson i Holti undir Eyjaf. 35 ára pr.; séra Jakob prófastr Finnbogason á Melum, 26 ára pr.; séra Öl. þorvaldsson á Hjaltastöð- um, 24 ára pr.; séra Hákon Espolfn á Stærraárskógi, og séra Hjörl. Gultormsson á Skinnastöðum, báðir 23ára pr.; séra Arngr. Haldórsson á Bægisá, séra Vigfús Sigurðsson á Svalbnrði f þistilfirði, og séra þorlákr Stefánsson til Blöndudalshóla, allir nál. 21 ára pr.; séra Guðm. próf. Vigfússon á Borg, 20 ára pr.; séra Bergvin aðstoðarpr. þorbergsson á Valþjófst., og séra Jón Austfjörð. á Klipp- stað, báðir 18 ára pr.; séra Jóh. prófastr Briem og séra Sigurðr Gunnarsson á Desjamýri, háðir 13ára pr.; og séra Bjarni Sveinsson á þíngmúla, 12 ára pr. Oveitt: Berufjörðr (Berufjarðar og Berunessóknir) i Suðrmúlasýslu, að fornu mati 12 rd. 80 sk.; 1838: 150 rd.; 1854: 264 rd. 56 sk.; slegið upp f gær. Gilsbakki (Gilsbakka og Síðumúlasóknir) ( Mýrasýslu, að fornn mati 27 rd. 22 sk.; 1838: („dagsverk, offr, aukaverk ótalin“) 185 rd.; 1854: 281 rd. 82 sk.; óslegið upp. flÉlr’ þessu blaði fylgir viðaukablað, — mcð uppá- stúngum til breytfnga á lögum húss- og bú- stjórnarfélagsins f suðramtinu, eptir nefnd þá sem til þess var kosin á félagsfundi 5. júll f. á. Viðauka- blað þetta erprentaðá kostnað bústjórnarfélagsins og gengr þvf að eins til kaupcnda blaðsins f suðr- a m ti n u. — Vorvertíðin, sem nú er að lokurn komin, hefir verið gæfta og gæðalítil hér um öll Nesin, eins undir Jökli; þar var og vetrarafli sárlitill. Hér munu vera komnir síð- an lok 4—500 hlutir mest af smáfiski, þorskafli liefir litill sem engi verið. — ðiæsta bl. kemr út laugard. 3. júlf. Útgef. og ábyrgftarniaftr: Jón Guðmundsson Prentabr í prentsmiðju Islands, hjá E. þ ó r í> a r s y n i.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.