Þjóðólfur - 17.11.1862, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 17.11.1862, Blaðsíða 6
14 — Keisarinn hefir hert á sljórn sinni, vikið burtu þeim sem helzt voru Ítalíu hliðhollir, og Frakkaher verðr í Ilóm jafnt eptir sem áðr. Á ítalíu er þó enn spakt, hvað lengi sem verðr, en hinumegin Adríahafsins hefir nú sprúngið á því kýli, sem lengi hafði í grafið. Sú fregn kom fyrir degi eðr tveim, sem reynzt hefir sönn, að Grikkir hafa gjört uppreistn, og um allt Grikkland, hafa rekið frá völdum Otto konúng sinn, og alla hans ætt, en sett varastjórn, sem Maurocordato er höfðíngi fyrir. Menn ætla, að stjórnin í Turin og Rússar hafi kynt að þess- um eldi, og getr enginn vitað, hvar það lendir, því ef Grikkir slást uppá Tyrkjann, þá gjöra þeir Rússum þægt verk, og Frakkland ætla menn að sé ekki lángt þaðan, en England ver Tyrkjann og ríki hans meðan kostr er. Fyrir norðan Alpafjöllin er allt friðsamara; þar berjast menn í blöðum, í bókum og ú þíngum, þar sem þess er við kostr. Mest hefir kveðið að deilu þeirri sem verið hefir í Preussen á þínginu i Beriin milli konúngs og stjórnarinnar annarsveg- ar, en þíngmanna hinsvegar, útaf herbúnaði sem stjórnin hafði tekið fé til án leyfis þíngsins, en konúngr vill auka lierinn og útgjöldin til hans um margar mill. á ári, en þíngmenn hafa nærfellt í einu liljóði haldið rétti þíngsins fram, að ekkert fé sé greittánþess leyfis. Hefir þessi deila verið laung og hörð, hefir konúngr tekið sér aðra ráð- gjafa til að koma sínu máli fram á móti þínginu og auka herinn sem þó hcfir þótt of mikill áðr í því landi. Að lokum er hið danska mál, en því hefir þokað fram, en mjög svo i óhag Dönum, þessa hina síðustu mánuði. þér munuð hafa heyrt, að Preussastjórn og Airstrríki ritaði Danastjórn svar uppá bréf Halls 13. Marts í vetr að var. þeir gánga þar fast að Dönum, og krefjast, að heitorðin frá 1851 og 52 verði uppfyld hvað Slesvík áhrærir, og Preussen setr fram fjögur atriði fyrir Dani. En skömmu eptir að Danir höfðu fengið þessi bréf, brast á skúr í heiðríku vcðri úr allri annari átt, sem menn hugðu sízt. Russell jarl, utanríkisráð- herra Englands, ritaði 24. Sept. bréf, sem hann lét bera fram hér, og svo í Paris, Vín, Pétrsborg og Berlin, um þetta mál, er bréfið næstum í öll- um atriðum að sögn — því það hefir ekki verið prentað enn — samhljóða kröfum þjóðverja. þar er stúngið uppá, að Danir skuli af taka alríkis- lögin, einnig fyrir Slesvík, eins og áðr fyrir IIol- stein, og halda þeim að eins í Danmörku einni. Túngumálalögin, sem sett voru fyrir Slesvík, skuli upphafin, og þíng af Slesvíkíngum sjálfum skuli síð- an ákveða ný lög um þetta. Allir ríkishlutar skuli jafnan rétt hafa, og þínginí Danmörk, Slésvík, Hol- stein og Lauenborg skuli öll hvort um sig hafa at- kvæði um fjárhagsuppteð sina fyrir 10 ár í senn, en síðan skuli allsherjarþíng, sem tveir hlutir danskra og einn hluti þjóðverja sé á, ákveða ná- kvæmar um það, til hvcrs einstaks fé þessu skuli varið hvert ár. það er sagt aö sendiherra Rússa hér hafi fylgt fram skoðun Englands í þessu máli við Danastjórn, en sendiboði Frakka teldð kaldar við því, en þó mælt með því í orði kveðnu. Hin þýzku blöð lýsa fullri ánægju sinni yfir þessum mála- lokum, en hin danska stjórn er sagt að hafi þeg- ar svarað Englandi og þversynjað þessara kosta. En þetta allt kom þó hér eins og helliskúr ofan í skráfþurra töðu. Tilhugalíf prinzins af Wales og prinsessu Alexöndru stóð þá eins og fífill í brekku, en eins og segir í Ilávamálum, að kóngsbörn sé eitt af því, sem valt sé að trúa í þessum heimi, þá fór og svo hér, að Englendíngar sýndu það, að þeir sigla í stjórnarmálum sínum við annan vind en kóngsmægðabyr eðr frændsemi. En eins og opt njóta hjú gesta, og þar sem Lauenborg, með einar 50,000, á að njóta fulls atkvæðis sem ríkis- hluti, þá er ekki líklegt að við verðum hjá settir, ef þessi skipan kemst á. Ilér hafa merkileg lög verið lögð fyrir ríkis- þíngið, sem má geta, af því opt koma eptirstraum- ar þeirra til íslands. Ilið fyrra er um nýja dóma- skipan (kviðdóma) á líkan liált og nú tiðkast í vel- flestum mentuðum löndum, og sem var á íslandi í fornöld. Annað er að setja presta á föst laun; fyrir því mælist misjafnt á þínginu, segja sumir, að við það verði hver prestr stjórnarembættismaðr, en bændum og alþýðu manna óháðr. í Svíþjóð á nú innan fúrra daga að vígja járnbraut mikla, sem nú er fullgjör frú Gautaborg og til Stokkhólms; verðr það mikill hátiðisdagr og boðið þángað nefndnm manna úr hvorutveggja ríkinu. Karl konúngr hefir og nýlega sett þíng Norðmanna. Árferði, afiabrögð O. fl. Sumariíl sem lei¥) var ví¥>ast hvar um land eitthvert hií) endasleppasta aí) heyskap og hey- skaparminsta sem menn muria, og þaí) jafnkomií) yflr allt, at) fráteknum einstiiku hiiruíium og engjasveitum, t. d. Ölfusi og Mellallandi, þar sem flóþ og foræþ.i eru; því sakir hins stúíiuga þurks framan af sumrinu og fram eptir 5Hum túna- slætti, þá urftn óll þessleiþis flóí) og forir ve! slægar, er þó ■ sjaldan sem aldrei næst heyskapr úr ab mun, sakir vatns- 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.