Þjóðólfur - 07.10.1863, Blaðsíða 2
— 186 —
ferðinni, þegar binn lángi vetr stendr að, að skrifa
yðr svo rækilega, sem eg vil og get. Að þessu
sinni verða því fréttirnar fáorðar, en gagnorðar ætti
þær þá að vera munuð þér segja og lesendryðar.
Sumarið var framundir höfuðdag heitt, en þó
fremr að því sem heyrðist sunnan úr löndum; þar
keyrðu hitarnir svo úr hófi, að menn duttu dauðir
niðr á götunum af sólbráð; yfir 30 mælistig í
forsælu, en árnar þornuðu upp svo Dóná t. d. urðu
sumstaðar ekki skipgeingar, og komu þar upp eyr-
ar, sem aldrei hafði áðr verið. I Ungarn sviðnaði
jörðin af hitum og þurkum svo, að á margra
hundrað mílna svæði var ekki stíngandi strá fyrir
nautpeníng, se.m þúsundum saman gekk beljandi
um akrana, sem voru eins og sviðnir af koli, og
urðu bændr að fella hann af grasleysi, og nemr
hundruðum þúsunda, og var send nefnd til keisar-
ans í Vín, að beiðast eptirgjafa á sköttum og nú
fer keisarinn suðr til Úngarn, og er sagt, að hann
ætli að gefa 30 mill. gyllina til að afstýra hallær-
inu. fannig vinnr hiti og frost sama mein. —
Síðan í þessa mánaðarbyrjun hefir skipt hér mikið
um veðr; áðr leit út fyrir beztu uppskeru, en síð-
an hafa verið sífeld hregg og stormar og dembi-
regn, eitt hið lakasta veðr, sólskin eina stund, en
regn og stormr hina, svo allt hefir flóð í vatni.
Uppskeru var sumstaðar lokið áðr, en mikið liggr
þó flatt helzt á stórbæum og borfir til bráðskemda,
helzt hveiti, og verðr til mikils skaða, ef þessu
heldr fram og ekki kemr bati. Fyrir þá, sem yfir
sjóinn fara er ekki betra til afspurnar, en nú eru þó
norðanáttir og skolar þá skipunum áfram að heiman.
Um hiií önnur tíðindi skal eg skjótt yfir sögu
fara. J>að munu yðr og mörgum lesendum yðar
góðar fréttir, að síðan eg skrifaði yðr síðast, hefir
skipt í tvo heima fyrir Bandamönnum og í hag
þeim móti þrælamönnum. þrjá fyrstu dagana í
Júiímánuði stóð mikil orusta við Gethysborg norðr
í Pennsylvaníu milli hershöfðíngja Meade fyrir
norðanherinum, og Lee af hendi sunnanmanna.
þessi orusta var hin grimmasta og mannskæðasta,
sem verið hefir í þessari styrjöld, og er það
mikið sagt. Norðanherinn vann fullan sigr, og
mistu sunnanmenn að sögn þriðjúng hers síns,
eðr um 40,000 manna, og óku á hæl. Menn
héldu nú, að her þeirra allr, af því þeir höfðu
vogað sér svo lángt norðr — Gethysborg er
meir en 2 þingmannaleiðum fyrir norðan Washíng-
ton — mundi nú komin sem mús í gildru, en
Lee tókst þó að sleppa suðr yfir árnar Rappahannock
og Potomack suðr í Virginíu.
Annan sigr unnu Bandamenn samdægrs Iángt
þaðan vestr við Misisippi, þar sem þeir lengi höfðu
setið um kastalann Vicksborg. Borgin gafst upp
með 200 fallbyssum og 30,000 manna að morgni
þess 4. Júlí. þessi sami dagr er afmælisdagr
Bandaríkjanna. Fregnin um fall Vicksborgar og
um sigrinn við Gethysborg kom samdægrs til Wa-
shington og lét Lincoln forseti halda almenna þakk-
argjörð í minningu þess tvöfalda sigrs á afmælis-
dag ríkisins. þrælafylkin mistu um 80,000 manna
á fám dögum og skipti svo skjótt um, því áðr
héldu menn, að hinir væri dauðansmatr, á heljar-
þröminni, og hefir síðan þreyngt að þrælafylkjun-
um meir og meir, þó stórorustur hafi ekki orðið.
I byrjun þessa mánaðar og síðast í Ágúst
lögðust Bandamenn fyrir mynnið á Charleston, og
héfir þar verið grimmasta skothríð af hjálniskipum
(Monitorar), sem hafa skotið á meir en hálfrar viku
færi á 10 álna þykka steinveggi, og kúlurnar, sem
eru eíns og Grettishaf, hafa gengið í gegn, og er
eitt virkið (Sumter) skotið niðr. Menn þykjast nú
sjá, að engi steinvirki fái staðizt hin nýju skot-
bákn, nema þau sé stálbrynjuð eins og skipin, en
moldarveggir segja menn nú standi bezt fyrir þess-
um skotum.
það er í mæli, að Bandamenn muni nú,
þegar mesti geigr er afstaðinn innanlands, minn-
ast á lambið grá við Frakka í Mexico, þeir eru nú
orðnir vanir hryðjuverkum, og Iáta ekki allt fyrir
brjósti brenna.
IJéðan úr Norðrálfunni er helzt til nýlundu
konúngastefnan í Frankfurth. í byrjun Ágústmán-
aðar ritaði Franz Joseph keisari bréf til allra banda-
manna sinna á þýzkalandi, og í hinu þýzka sam-
bandi, að koma saman í Frankfurth við ána Main
16. s. m. til að semja með sér um endrbót á alls-
herjarlögum þýzkalands. Á fundinn komu fjórir
konúngar, fjöldi af herlogum, álls nálægt 25 furst-
ar og fjórir erindsrekar frá þeim fjórum frjálsu rík-
isborgum, sinn frá hverri borg. En hér varð sem
kveðið er: »Allir komu óvinir Njáls nema
Ingjaldr frá Kcldum'). Prcussa konúngr kom ekki,
svo þar var mikið skarð. Ekki kom heldr Dana-
konúngr (sem hertogi llolseta og Laúenborgar), en
hann ritaði þó keisaranum vinsamlegt svar fyrir
boðið og afsakaði sig. Frumvarp keisarans var
að setja forsetanefud (Directorium) 5 menn; keis-
arann, Preussa og Bayarakonúnga og 2 kosna af
hinum konúngunum og hinum smærri ríkjum. En
fremr alþíng og 300 manns í, er skyldu kosnir
af ríkjunum úr þíngum hvers ríkis, tveir hlutir
i