Þjóðólfur - 07.10.1863, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 07.10.1863, Blaðsíða 6
— 190 — lífsstöðu sinni öðrum fremri, tæki sig saman um, að vernda líf einstaklínganna með því, að brýna fyrir öðrum nauðsyn hreinlætisins, og þannig léðu fáfræðíngnum hjálpandi hönd og leiðréttu hirðu- leysíngjann. f>á mundu landfarsóttir og aðrir kvillar hér á landi gjörast ómannskæðari en híng- að til. Eg heíl, ef til vili, orðið nógu berorðr við yðr í þessu máli, en mér gengr ekki annað tii, en innileg laungun til þess, að efla velferð yðar allra. En þó nú þelta sé allt næsta aðgæzlu og eptirtektar vert, þá er það ei svo að skiija, að þar með eigi að vanrækja hið eina nauðsynlega. »Iléttlætið upphefr þjóðina», segir orðskviðaspek- íngrinn, og mín heitasta og alvarlegasta ósk er sú, að þjóð yðar megi ná meiri og meiri þroska í trú og siðgæðum. En hvar er þessi þroski? þér hafið heyrt hina aðvarandi rödd, að köld játníng trúarinnar með vörunum sé þýðíngarlaus, ef ekki fylgir með hið innra afl trúarinnar; því ella verðr hjartað óbreytt. J>að hefir opt ollað mér sorgar, iiversu mér hefir virzt líf trúarinnar vera dautt og dofið hjá sumum yðar, hjá þeim, er lifa að nafn- inu einu, þó þeir hafi á vörunum glæsilega játn- íngu trúarinnar. »En tréð þekkist af ávöxtum* þess». J>ó eg hafi þannig fylizt harmi af því, að sjá þá, er andans líf hefir verið meir eða minna út- kulnað hjá, þá hefir þó hugr minn tíðum lifnað við og huggast í þeirri fullu- trú og föstu sannfær- íngu, að í þessu landi megi sjá, og það víða, hin ástkæru börn Guðs, í hverra hjörtum Drottinn hefir byrjað og heldr áfram starfi hinnar eilífu náðar sinnar og býr stöðugt undir dýrð hins himneska ríkis síns. J>eir eru ekki fáir yðar á meðal, er gánga á hans vegi, lifa í félagi við hann og sam- einast honum æ nánar dags daglega. |>essum mönnum vil eg að eins ráða til, að biðja óaflátan- lega í nafni Jesú, um nýan styrk Iiimneskrar náð- ar, um hjálp og leiðsögn Ileilags Anda dag frá degi. Minnist, ástkæru vinir, þessara orða: »Treystu Drottni af öllu þínu hjarta, en reiddu þig ekki fast á þitt hyggjuvit«, »Mundu til hans á öllum þínum vegum, og hann mun láta þína leið verða beina», »J>ví allir þeir, sem leiðast af Guðs Anda, þeir eru Guðs börn». »þér eruð þess þjónar, sem þér hlíðiðo. Eg tala ekki þetta af því, að eg þykist hafa náð takmarkinu, heldur aí því, að eg óska, að mér mætti auðnast að skunda til takmarksins með öllum yðr, sem heyrið eða lesið línur þessar, til þess himneska hnossins vorrar háu köllunar af Guði í Jcsú Iíristi. Innrætum oss staðfastlega þessi lærdómsríku orð Krists: »|>að, sem eg segi einum, það segi eg öllum: Vakið« I »Vakið og biðið, svp þér fallið ekki í freistni«I og orð Pétrs Postula: »Endir allra hluta nálgast; hegðið yðr því skynsamlega og verið árvakrir til bæna«! í kristilegum kærleika og brennandi laungun eptir eilífri velferð hinnar ódauðlegu sálar eins og sérhvers yðar, kveð eg yðr, ástkæru vinir, og fel yðr góðum »Guði og orði hans náðar, sem mátt- ugt er, að efla yðr og veita yðr arftöku meðai allra helgaðra«, ef að þér leggið kapp á sáluhjálp- ina, sem yðr er veitt fyrir Jesúm Iirist, Drottinn vorn, er dó fyrir syndir vor allra, og reis aptr upp oss til réttlætíngar. Rej'kjavík, 28. dag 9. mána^ar (september) 1863. Yðar einlægr vinr Isaac Sharp frá Middlesbro’ — Yorkshire — á Englandi. (Aðsent) Ávarp. Kæru landar! Eins og flestum yðar er kunn- ugt, hefir hið brezka og útlenda biflíufélag gefið út á sinn kostnað hið íslenzka Nýa Testamenti með endrskoðaðri útleggingu, og er í alls staði gengið prýðilega frá þessari útgáfu, pappírinn er góðr, Ietrið stórt og skírt og bótón í sterku og vönduðu skinnbandi; og lætr félagið selja hvert Nýa I’estamenti á 64 sk, eða fjögur mörlc og má óhætt fullyrða, að þetta er ekki þriðjúngr þess verðs, sem venjulegt er á bókum. f>egar vér nú þaraðauk gætum þess, kæru landar! að þessi bók er aðaluppspretta vorra guðdómlegu trúarbragða og að hún er nauðsynlegust allra bóka fyrir hvern kristinn mann, þá ætti þetta að vera hin sterkasta hvöt fyrir alla til að útvega sér hana. Sleppið því ekki þessu tækifæri, kærulandar! heldr kaupið sem flestir þessa ágætlega vönduðu útgáfu afNýa Testa- mentinu, og fæstir yðar eru svo fátækir, að þeir geti ekki varið til þessa fjórum mörkum, ef ei með öðru móti, þá með því að spara yið sig einhvern óþarfa, og þó þér áðr eigið biflíuna eða ISýa Testa- mentið, þá kaupið samt þessa útgáfu, því að hún ber lángt af hinum cldri. Ef þér eigið börn, þá gefið þeim bókina, og látið þau lesa í henni og verið vissir um, að þér haftð aldrei varið fé yðar betr. þetla er sá bezti fjársjóðr fyrir yðr sjálfa,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.