Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.01.1864, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 25.01.1864, Qupperneq 3
— 43 — Fornmenja og þjóðgripasafnið i Regltjavík1. |>essa hluti, sem hér á eptir skal nafngreina, gef eg fornmenja og þjóðgripasafninu í Reykjavík skilmálalaust, og einúngis í þeim tilgángi að reyna • að efla framfarir safns þessa, sem eg álít að sé samgróið framförum landsins, og ómissandi fyrir þekkíng þjóðiyinnar á sögu landsins, bæði að fornu og nýu. 1. Gamall fjaðraspjótsoddr,>Jmjór og í meðallagi lángr, fjöðrin á því er 7 ‘/2 þpml., það er nokkuð riðbrunnið aptan af falnum, en lítið eitt af oddin- um. (>essi spjótsoddr er líklega, þegar maðr ber bann saman við aðra forna spjótsodda, frá sögu- öldinni, eða frá því fyrir 1016, þó er ekki enn hægt að ákveða það með vissu, fyr en menn fá fleiri spjótsodda til samanbnrðar. þessi spjóts- oddr fanst í flagi nálægt Fossnesi í Eystrahrepp. 2. Slitr af hríngabrinju, bríngirnir eru í meðal- lagi smáir, eptir því sem vanalegt var á brínga- brynjum; þetta brynjuslitr fanst nálægt Bessastöð- um, þar fundust 2 önnur brynjuslitr, sittáhverjum stað, og vita menn ekki hvort þeirra þetta er. 3. Slitr af hryngabrinju með smærri og þéttari hríngum, það fanst upp í heiði nálægt Núpstað í Skaptafellssýslu. Á báðum þessum slitrum gánga 4 hríngar í 1, og er hver hríngr negldrog kveiktr saman, og ssmir það, að þetta hafa verið mjög vandaðar hríngabrynjur eptir því, sem tíðkaðist í útlöndum; þessi slitr eru líklega frá 14. eða 15. öld, eða ef til vill eldri, því mjög valt er að á- kveða um aldr á hríngabrynjum, og margir hygg eg að hafi flaskað á því, sem hafa ritað um það enn sem komið er, en fornleifarnar sjálfar geta bezt skorið úr þeirri þrætu með tímanum; hér er ekki rúm að tala um það meira. 4. Gamalt ístað forneskjtdegt og mjög líkt þeim, sem tiðkuðust í fornöld; það lítr samt svo út, að í þvi hafi verið sigrnagli, sem er dottinn úr; það fanst í keldu fyrir neðan Stóravatnsskarð í Skagafirði. 5. Gómul snúin járnmel einkennileg, með ó- Vanalega stórum hríngum og í lengsta lagi; þau eru 4 ’/a þuml. milll hrínganna, en hringarnir eru ■’> þnml. Oor 5 línur þvert yfir, þau funduSt á þíng- skala þingstað. Gntnul óvanalega stór skeifa 6 sporuð, sem er 5 þuml. þvert yfir hælana, fanst á alfara- vegi í leirflagi í niiðjum Hraundal í Mýrasýslu með nokkrum nöglum ý er því aiÆséð, að hún hefir 0 í 14. ári þessa Blaíis nr. 19—2<f heft eg tekií) Ðest þaíi fram, sem eg álít mestu varíia um stofnau og tilgáng þessa , safins, og vil (»g xiú endrnýa þab. . / / • farið undan hesti; bóndinn þorsteinn Brandsson í Ytrihraundal gaf mér skeifuna; ef menn fengi fleiri þess konar skeifur, sem eg hefl nokkra von um, því eg veit af fleiri, þá kann það að geta sýnt mönnum, að hestakynið hafi hér verið betra og stærra á fyrri öldum, en það er nú, enda kunna að fmnast fleiri líkur fyrir því í okkar fornsögum. 7. Partr af fornum stól eða bekk, sem uppruna- lega var gerðr fyrir tvo að sitja í, hann. er með 2 drekahöfðum ofan á brúðunum og sitja menn milli eyrna drekanna og halda í annað eyrað; á þver- slána er skorið tvífætt dýr með marmshöfði og hettu, líkt og opt sést myndað á skinnbókum frá 14. öld, þar á er myndaðr fiskr og ormr með drekahöfði, sem slær hnút á sporðinn, og maðr sem blæs í lúðr og sitr á vatnahesti, sem er hestr að framan, en hefir margbrotinn sporð að aptan, þessi stólpartr er að gerð fult eins forneskjulegr og þeir ágætu stólar frá Grund í Eyafirði, sem geymdir eru á forngripasafninu í Kaupmannahöfn; þessi stótpartr held eg sé varla ýngri en frá 14 öld. 8. Altarisbrún, sem forðum var i Reykjakirkju í Túngusveit í Skagafirði, hún er «0eð fögrum laufa- við utan með, en innan í stór gylt bókstafalína, sem hljóðar þannig: Assumta. est. maria. in. celum. iacp. m..... o: Marja er tekin í himininn etc., meira skilst ekki, því nokkuð vantar af end- anum. þessi brún er auðsjáanlega katólsk og talsvert gömul. 9. Altarisbrún, sem eilt sinn hevrði til Snóks- dalskirkju, hún er hálf og með mjög einkennileg- um saum; á hana eru saumaðir ferfættir gammar með nefi, fuglsklóm og vængjum að framan, en Ijónsklóm og Ijónshala að aptan; þessum dýrum er lýst í Iíyrjalaxsögu og heita þau þar Griffón; þau eru alþekt úr grísku goðafræðinni og af mynd- um forngrikkja; þar á er og gamalleg skjaldar- mynd með P. í, fángamark einhvers. það erkát- legt og athugavert, að þegar menn attíuga yfir- höfuð það gamla íslenzka kirknaskraut, og það jafn- vej þau helgu prosessíu-merki 'og sjá á því mynd- ao: gamma, dreka, margygi, orma, vængjaða hesta, arnir og varga, og allskonar heiðin landvættadýr, að þá fmst manni að höfundar þessara listaverka hafi verið svo forneskjulegir í skapi, að þeir hafi meip hpgsað um Valhöll, eða »sal undinn orma- hryggjum«, eða ormagarða, heldren um kirkjur eða hvað kirkjum hæfði; ef menn fengi mikið saman í eitt af þesskonar, gæti menn eflaust lært mikið af því, sem enn er hulið, því forneskjan hefir í þessu eins og mörgu öðru varað lengst á íslandi.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.