Þjóðólfur - 19.04.1864, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.04.1864, Blaðsíða 1
16 ár. 23. Reyltjavík, 19. Apríl 1864. — Eptir fyrirlagi stiptamtmannsins yfir íslandi birtist hér: 0 P I Ð B R E F, er kunngjörir á íslandi að Kristján konúngr hinn níundi se kominn til ríkis. Vér Mristján Iiinn níiindi, af guðs náð Danmerkr konúngr, Vinda og Gaata, liertorji í Siisvíh, Iloltsetalandi, Stórmæri, þiittmershi, Láinhortj ot/ Aldinborr/, Gjöruni liunnugt: Ilin mikla sorg, sem föðrland- ið hefir orðið fyrir og svo snögglega bar að hönd- um, þarsem hinn almáttugi heflr kallað Friðrik konúng hinn sjöunda til feðra sinna, heflr ekki getað orðið neinum sárari en Oss, því eng- inn af þegnum hans átti honum meira að þakka en Yér, er hann hafði kvatt til ríkisstjórnar eptir sinn dag. Nú, er Yér gaungum að þeirri hinni alvar- legu köllun, sem forsjónin hefir Oss á herðar lagt er það fastr ásetníngr Yor að lialda órjúfanlega stjórnarskipunarlög ríkisins og að sýna öllum þegn- um Vorum sama réttlæti og sömu velvild. Ef þjóðin, með trausti á Vorum einlægum vilja, styrkir viðleitni Vors, mun guð einn veita henni blessun sína. f>að er vili Vor, að öllum stjórnarstörfum sé viðstöðulaust áfram iialdið, og að embættismenn þeir, er hinn framliðni konúngr, fyrirrennari Vor, hafði skipað í embætti eðr staðfest embættaveit- íngar þeirra, gegni fyrst um sinn embættísverkum sínum eptir embættiseiði þeim, er þeir hafa unnið. Gefið í Vorum konúnglega aðsetrstað Kaupmanna- höfn, 23. dag Febrúarmánaðar 1864. Cliristian 11. __________________ D. G. Monrad. Aðsendar fréttir, dagsettar Kaupmannahöfn, 30. Marz 1864. (Framhald). Um morguninn i lýsíngu urðu, Austr- rikismenn varir, að Danavirki var autt. þeir settu þá eptir að vörmu spori og um dagmál um morg- uninn byrjaði eltíngin, en Danir liöfðu þá 6—8 stunda forhlaup. Ferð Dana varð seinfær, gekk þó vel í fyrstunni, cn herinn móðr og færðin^ill. Ilershöfðíngi Dana var fremstr af öllum, og kom 14stundum á undan meginhernum til Flensborgar. Að hallanda degi náði fararbroddr Austrríkismanna og Gablenz hersböfðíngi í broddi liðs síns, þar sem heitir Oversö, liðshala Dana, sem skipuðust tit varnar í skógi, sem þar var, Austrríkismenn runnu þegar, erþeirkomu að, á með byssufleina- lögum, en hinir skutu á þá hagli og kúlum og sprengikúlum. Vörn danskra var að allra vitni góð, en þeir áttu þar við sér vígkænni her. Á skamri stundu varð mikið mannfall. Austrríkismenn mistu um 600 manns og Danir viðlíkt; en þar að auki voru mörg hundruð Dana teknir fángnir, því þeir voru þúngir á gaungu og báru 5 fjórðúnga bagga hvor á bakinu, en hinir gengu að lausir, eins og þeir ætíð eru vanir. Nóttin skildi þá, og meðan þarna var barizt, dró meginher Dana undan með mestu nauðúng og höfðu margir kastað töskum, sem láu sumstaðar eins og hráviði á veginum. Nóttin var köld og snjór, og marga sára menn og lík fenti um nóttina á vígvellinum, það sem þjóð- verjar ekki gátu tekið um kveldið, áðr myrkrið datt á. Preussaher varð seinni til viks ; þeim varð seinfærra yfir Slé, og urðu seinna varir við, að Danavirki var autt. þeirra getr því ekki við eptirsóknina. þeir fóru alla leið norðr til Glúcksborgar, þar sem fjörðrinn tekr við. Til Flensborgar komu Danir næsta dag, og höfðu þá verið 18 stundir á leiðinni, örmagna og nær dauða en lífi. En þar var þeim ekki til setu boðið; og fóru þeir þaðan jafn harðan. Fyrir norðan Flensborg gengr fram stórt nes, er heitir Sundwith; og yzt á tánganum er virki þeirra Dybböl og sund á milli mjótt og eyarinnar AIs. þángað fór nú megin herinn, en nokkur deild af hernum fór norðr á Jótland til Friðrisíu. þannig mistu Danir Slésvík alla að mestu á hérumbil 2 dögum, að kalla má orustulaust, fyrir utan fund- inn við Oversö. þetta kom eins og slag yfir alla í Kaupmannahöfn, og urðu uppþot á götunum, og múgrinn hélt, að hér væri svik í tafli. Missir Dana var mikill, að áætlan 1000 fángar, 120 fall- byssur, púðr og kúlur, og allt þetta mannvirki, sem mörgum tnillíónum hafði verið varið til. En megin hernum varð borgið. í Flensborg tóku þjóðverjar — 89 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.