Þjóðólfur - 19.04.1864, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.04.1864, Blaðsíða 3
83 sk. fyrir vættina, þá leyíi eg mer viríiíngarfyllst aí) liafa yí)r umbeíiinn, a% þér, þegar þ>j«5í)<51 fr kemr út næst, vildn?) bæta þeirri upplýsandi athugasenad vií) grein yí)ar um kapi- tulstaxtann, aí) Gullbríngusýsla s& undanskilin „hinuin óíirum sýslum og Keykjavík", því þar (a: í Gullbríngusýslu) er reiknaþ eins og vanalega eptir kapitulstaxtanum fyrir harþan flsk ell- egar í ár meb 5 rd. 83 sk. fyrir vættiua. Hafnarflrþi, þann 4. Apríl 1864. Virbfngarfyllzt. Til H. Clausen. ritstjóra J>jóðólfs«. J>arsem herra sýslumaðr Clausen fer hér að fræða gjaldþegna sína og aðra lesendr j>jóðólfs á því, að þíngjöldin í Gullbríngusýslu (og Reykjavík) sé og hafi lengi verið heimtuð og greidd eptir harðflsksverði, þá heflr liann að vísu rétt að mæla með það, að þetta hefir verið venja hér í Gull- bríngusýslu síðan 1787,— þráttfyrir það, þó þeir konúngsúrsk., er voru\undirstaða venju þessarar, kvæði svo á, að þessi sérstaklega ákvörðun væri að eins t\l reynslu gjör um 2—8 ára tíma, og einmitt í því skyni, að gjaldþegnunum yrði par með fremr gjörð hœgð og lettir í gjöldunum, en alls ekkert þýngt þar með, og því síðr svo frek- lega sem nú er orðið, fyrir það livað harðflsks- verðið er orðið miklu hærra en á öðrum gjald- aurum, eða heldren verðlagsskrár meðalverðið á hinum seinni árum. J>egar mál þetta kom fyrir Alþíng 1861, voru allir þíngmenn, löglærðir sem lcikir, samdóma um það, og eins konúngsfulltrú- inn, að venja þéssi ætti síðr en ekki við neina lagaheimild að styðjast, og því væri bæði óþarft og ætti ekki við, að þíngið beiddist laga til þess að breyta henni, heldr nægði það og ætti betr við, ef þíngið leiddi athygli lögstjórnarinnar að þcssari heimildarlausu óvenju og færði rök fyrir því, forseta- veginn; sbr. Alþ.tið. 1861 438.—446. bls. og bréf forseta til lögstjórnarinnar 1843.—1846. bls. |>óað nú herra sýslumaðr Clausen sé alls ekki bundinn við þetta álit og uppástúngur al- þíngis, einar sér, í skattaheimtu sinni, þá er hon- um að vísu ekki óskylt að vita og taka til greina, í bréfl lögstjórnarinnar 23. Febr. f. á., sem konúngsfulitrúi auglýsti Alþíngi i fyrra (Alþ.tíð. 1863 síðari partr 8. bls.), og einnig er prentað í f. árs stjórnartíðindum, er því beinlínis heitið og yfirlýst, »að uppástúnga alþíngisforsetans um, að »manntalsþíngsgjöldin í Gullbríngusýslu ogReykja- »vík megi greiða eptir meðalverði allra meðalverða »í stað harðfisksverðsins, eins og verið hefir, skuli »verða telcin til greina i frumvarpi fjárlaganna »árið J864/65 «. Fjárlög Danmerkr fyrir þetta nýbyrjaða fjár- liagsár frá 1. þ. mán. eru nú að vísu enn ókom- in híngað til landsins, (— flest er svona »á eina bókina lært« með afgreiðslur lögstjórnarinnar á Islands málum í tæka tíð 1) og verðr því eigi með fullri vissu sagt, að ríkisþíng Dana hafl aðhylzt þessa breytíngaruppástúngu lögstjórnarinnar, en hitt er víst, að hún hefir verið fyrir ríkisþíngið lögð, eins og lögstjórnin hefir sjálf heitið og yfir- lýst, og virðist því í alla staði ótímabært, og enda ástæðulaust fyrir herra sýslumann Clausen, að fara nú þegar að ráðgjöra og yfirlýsa, að hann hcimti á manntalsþíngum sínum í vor öll þínggjöldin eptír harðfisksverðinu í verðlagsskránni, því það er þó þvert ofaní yfirlýsta uppástúngu lögstjórnarinnar sjálfar til ríkisþíngsins, —og hefði því aðossvirð- ist verið nær, að hann hefði dregið þessa leið- réttíngu sína, þángað til ef hann fær fulla vissu fyrir því, að ríkisþíngið hafi hrundið uppástúngunni; því á meðan það er ekki, þá sjáum vér ekki betr, en að honum sé heimildarlaust að heimta mann- talgjöldin í Gullbríngusýslu öðruvísi en eptir með- alverði allra meðalverða. í>á ætlum vér og, að herra sýslumanninum hafi misreiknazt, þó í litlu fari, er hann segir, að »skattrinn eðr hvert 20 álna gjald verði nú í vor eptir harðfisksverði verðlagsskráarinnar „5 rd. 83 s/c.«, vér sjáum ekki, að 28sk.X20sk. geti orðið meira en 5 rd. 80 sk. Ritst. Úr brefi frá Vestmanneyum dags. 11. þ. mán. -------Vetrinn hefir svo að segja frá upphafi og allt til þess eptir páska þókt yfirtaks harðr og ó- veðrasamr, nema svo sem 3 vikna tíma eptir ný- árið, þá hér var hláka, eins og annarstaðar mun hafa verið. Allr fénaðr er hér vanr að gánga úti, hverju sem viðrar, en í vetr hafa allmargir neyðzt til að taka kindr og jafnvel hesta á gjöf lengri eðr skemri tíma, og er þó heyaflinn hér næsta lítill, því menn mega þakka fyrir að geta nokkurn veginn fóðrað þær fáu kýr sem hér eru. Eins og vetrinn hefir vcrið framúrskarandi harðr hér, svo hefir og þar mcð fylgt sérlegt gæftaleysi til sjáf- arafla, svo varla má heita, að komið væri á sjó og allrasízt til nokkurs töluverðs gagns, frá vetr- nóttum til miðþorra, en síðan liafa menn róið, þó stundum hafi verið miðr álitlegt sjóveðr, en jafnan sárlítið fiskað allt til Marzmánaðar loka; 8. og 9. þ. mán. fiskuðu menn hér dável innundir Land- eyjasandi, svo nú er hæstr hlutr hér orðinn liðug 2 hundr., en lægstr 80—90. Nú þykir mönnum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.