Þjóðólfur - 29.07.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.07.1864, Blaðsíða 2
-— 140 — lýðsins á þíngi sínu Og þjóðmáltim eðr andvara- leysi hans og skeytíngarléysi um það hvorttveggja. Áhuginn kemr fram í sem hyggilegustum og vönd- uðustum undirbúníngi til að vera sér Og kjördæmi sínu úti um sem beztan þíngmann að framast getr verið kostr á, koma sér niðr á því, bæði á auka- fundum og með prófkosníngum fyrifram, hver se líklegasta þíngmannsefnið, og leita á þann hinn sama í tíma um að þiggja kosníngu, og síðan að fjölmenna aðalkjörþíngið sem bezt, svo að kosn- íngiu skeiki ekki frá því er menn hafa alment orðið ásáttir um á undirbúníngsfundunum, o. s. frv. Aptr kemr áhugaleysi og skeytíngarleysi kjós- endanna berlega fram, þegar engi fyrirvari er bafðr né fyrirhyggja fyrir því að undirbúa kosningar þíng- mannsins á neinn veg, fyren til sjálfs kjörþíngis- ins kemr, og síðan kylfa látin ráða kasti um það, hvort sá þíngmaðr verði fáanlegr, er menn þó al- ment vildi hafa í ko^níngu, og hvort kjörþíngið verði ekki svo linlega sókt af ðllum þorra kjósend- anna, að sá hrepprinn, þar sem kjörþíngið erhald- ið, geti þar einn öllu ráðið, og þó ef til vill svo, að öllum gegni ver, af því þeir hreppsbúarnir eiga svo lángtum hægara að 'sækja kjörþíngið, heldren úr öðrum hreppuin kjördæmisins. Alþíngi vort Isiendínga er orðið aðeins20ára að aldri, hefir komið saman aðeins níu sinnum, og er nú í haust hið 4. skiptið að almennar al- þíngiskosníngar eiga að fram fara yfir Iand allt. það getr eigi verið mikil né margvísleg reynsla, sem þjóð vor hefir borið úr býtum af þessari mik- ilvægu þjóðstofnun vorri á ekki fieiri árum og eptir jafnfáa fundi, og eptir svo fá ár getr eigi hafa svo djúpt eða alment og óbifanlega innræzt hjá landslýðnum sannfæríng um ágæti og æskileg- an árangr þingsins, eða svo miklar mætr á því, að menn geti búizt við eða ætlazt til, að t. d.jafn- mikill og ahnennr áhugi og ást á þjóðþíngi voru hafi nú þegar gagntekið oss Íslendínga einsog t. d. Englendínga á málstofum sínum eða þjóðþíngum sem þeir hafa nú haft um 700 ára og eru að öllu hin algjörðustu þjóðþíng í heimi, og samt sem áðr hið mesta ágæti þeirra einmitt þarí fólgið, að þau hafa óbifanlega og rótgróna stoð sína í áhuga, ást og trausti landslýðsins og í almenníngsálitinu, En Iátum þíng vort og þjóð njóta allrar rétt- sýni og sannmæla og ætlumst ekki til þess af hvorugu sem er ofætlun eptir almennri reynslu, eptirsann- girninnar og skynseminnar kröfum. Ef vér lítum til þess, að lýð þessa lands hafði um margar aldir, áðren þetta Alþíng vorí var stofnað og endrreist, verið fyrirmunað að eiga nokkra hluttöku, áhuga eða atkvæði um almenn landsmál sín, eins í hin- um smærri sem hinum stærri, en hafði í þess stað oröið að búa við einokaða verzlun öldum saman, er meinaði landsins börnum fyr og síðar um full 400 ár að verða aðnjótandi hins minsta af vanalegum hag eðr ágóða verzlunarinnar í land- inn, en rúði aptr landsmenn þvert í móti þeim litlu búsafleifum, er góðu árin hcfði getað látið þeim í té, og lagðist svo á eitt með óárum og eldgosum til þess að sökkva oss æ dýpra og dýpra í eymd og tilfinníngarleysi, í ánauð, armóð og vo- læði, og leiddi hverja húngursneyðina af annari yfir land þetta, er smáfækkaði landslýðnum æ meir meir; ef vér lítum til þess, að Alþíng vort hefir í þessi að eins 20 ár síðan það var stofnað, og í þessi 9 skipti, er það liefir átt fundi, aldrei kom- izt lengra en að vera ráSgefandi samkunda undir ókunnri stjórn í 300 mílna fjarlægð, semhér þekkir ekkerttil, hefirorðið allt að þekkja af annara sögu- sögn, allt að sjá með annara augum, og að eiga allt stjórnareptirlit, aðhald og framkvæmd undir öðrum, allt þetta í sömu fjarlægðinni, svo að álit og tillögur alþíngis h'afa einatt verið að litluhafðar og orðið að standa þángað betr fyrir áliti og til- lögum konúngsfulllrúa og hinna æðstu embætlis- manna hér innanlands, hafi þeim borið í milli við þíngið; — þcgar alls þessa bins vanmegna ástands vors að fornu og nýu er gætt, hins stutta tíma, er þíngið enn hefir lifað og átt kost á að sýna sig, hve lítið og hve sjaldan það hefir getað látið til sín taka sakir takmarkana þeirra, er það hefir háð verið og ýmsra annara tálmana og jafnvel grun- scmda að sumu, en á hinn bóginn til er gætt hinnar litlu reynslu og árángrs, er þíngið hefir getað látið þjóðinni í té og hinna rýru hvata, er hún hefir þess vegna liaft til að festa almennaást sína og traust til þíugsins og fullan áhuga á því, enn sem komið er, — þegar alls þessa er gætt, segjum vér, þá hljótum vér að viðrkenna, að AI- þíngi vort, þóað ekki sé það nema fárra ára, hefir afkastað og áunnið miklu meira en menn geta framast vænzt, og það svo að hinum meiri og betri parti lýðsins hefir smámsaman aukizt traust á því og sannfæringin um það orðið æ almennari og fest dýpri rætr, að Alþíngi vort mætti smámsaman verða oss og þjóð vorri alment athvarf og almenn stoð til halds og trausts og til frelsis oss og fram- fara. En »Rómaborg var eigi bygð á einum degi« segir ináltækið, og það hefir æfinlega þurft lengri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.