Þjóðólfur - 25.04.1865, Side 5

Þjóðólfur - 25.04.1865, Side 5
95 — 'öndin, en lofað Áustrríki þokkabót nokkurri fyrir þann hlut, er það eigi í þeim, en svo er komið, að Austrríki tiefir þvertekið af að gánga að slíkum ðoðum, slíkt v.rri og þvert um geð öllum minni rikjunum á þýzkalandi; þykir þeim Prússaríki vera fullöflngt fyrir, og helzt til umfángsmikið, þó ekki sð það aukið tveim gæða löndum slíkum sem eru Slésvík og Holsetalaúd; þau vilja því fyrir hvern Wun, að hertoginn af Ágústenborg verði hertogi Sfir hertogadæmunum, en ekki var tii þess að hugsa, að þeim áynnist það, meðan Prússar og Austrríkismenn fylgdust að, en nú kann það að verða nokkuð vænlegra, er kalla má slitið vinfengi þeirra. Bæði í Svíþjóð og Noregi hafa í vetr haf- izt félög, sem vilja vinna að því, að nánara verði sambandið milli Dana og Norðrlanda, en verið hef- ir. það er ætlandi, að við sjáum ekki þann ein- íngardag, nema einhver stórtíðindi verði. Ófriðr- inn í Bandaríkjunum geysar enn sem ákafast, en nú hefir Norðrfylkjunum gengið miklu hetr; hers- höfðíngi sá, er Shermann heitir, hefir frá því í September sífellt verið á ferð og flugi, unnið hverja orustu á fætr annari, og unnið sterkustu horgir Suðrfylkjanna, og þær sem þeim réð mest á að láta ekki sjóborgir, erléttu þeim aðflutnínga, svo að nú eru þeir gjörsamlega stíaðir frá höfn- um, og telja menn þeim það liinn mesta hnekki, eigi að síðr er engan bilbug að finna enn á Suðr- fylkjamönnum, svo að þeim er ekki alls varnað, þar sem þeir verjast svo vel. Lincoln kallar mál- stað þeirra vondan og það er hann það sem til þrældómsins kemr. Ekki man eg, hvort Bafn gamli var dáinn áðr cn síðasta gufuskip fór heim í fyrra; með honum fór sekreterinn úr fornfræðafélaginu; allir töldu það sjálfsagt, að Jón Sigurðsson yrði sekreteri; en öðruvísi hefir farið; sekreterar voru gjörðir tveir; annar sem sér um rit og útgáfur, hinn á að sjá yfir fornmenjar; hvorugr þeirra, sem kosnir voru, var Jón Sigurðsson, enda mun hann hafa Verið ófáanlegr til þess, fyrst því var tvískipt; honráð Gíslason varð kosinn til að sjá um rit- Sjörðir, einhver danskr til hins.--------— II. Frá styrjöldinni í Vestrheimi. (k'i'á frkttaritara vorum í Lundúmnu, ritaí) 5. Marz 1865). Eg verð nú að geta mér í vonirnar, nær gufuskipið muni fara frá Skotlandi fyrstu ferð til Islands. Eg vona, að þetta nái yðr og eg verði ekki of seinn til skips fyrsta sinni. Eg skrifa yðr þetta úr landi, sem lifir í friði og fullsælu, og skiptir því í tvo heima við hruu og hrap Danmerkr árið sem nú er afliðið. Eg heyri þaðan lítið sem ekkert, það líða svo mán- uðir, að Danmörk er varla nefnd hér í blöðum. I>ér vitið því þaðan meira en eg. Hér er mest talað um styrjöldina í Bandaríkj- unum; vanalega kemr híngað vestan um haf gufu- skip tvisvar í viku, og stundum annanhvern dag, og í hvert skipti eru menn sólgnir í frétlir þaðan. þessi vetr hefir og verið þar venjuframar stórtíð- indasamr, og skal eg nú í stuttu máli geta þess, og verðr það mest yrkisefnið í þett sinn. í haust fóru fram nýar forseta kosningar lil næstu fjögra ára frá 4. Marz að telja. Málalokin urðu þau, að hinn gamli forseti A. Lincoln.var endrkosinn með öllum þorra atkvæða. Mótstöðu- maðr hans Mac Clellan hershöfðíngi, sem vildi frið og sátt, ef kostr væri við Suðrfylkin fékk ekki nema fáein atkvæði. Almenníngr lýsti því yfir, að þeir vildi láta halda áfram sem horfði, þángað til skriði til skarar; um sama leyti eðr nokkru fyr hallaði sigrinum í hag Bandamönnum, og hefir síð- an hver sigrinn verið á fætr öðrum í vetr. Shermann hershöfðíngi er sá, sem mesthefir snúið öllu í nýtt horf. Um herferðir hans í vetr er laung saga; þér fáið það allt betra í Skírni; eg skal því fara stutt yfir það. Ilann hefir unnið borgir og lönd að kalla orustulaust með vígkænsku og hergaungum, líkt og gamli Napóleon gjörði í sinni tíð. Fyrst í haust tók hann horg sem heitir Atlanta austr í Georgíu, og gat fest þar fót bak við her Sunnanmanna. f>á skutu Sunnanmenn fram her sínum vestr í fylkið Tennese í norðr og austr, og tókst að stemina alla stigu að norðan, og hugðu nú að hafa ráð hans í hendi sér og taka höndum hvern hans mann, og ætluðust til, að borgin Atlanta yrði honum gildra og gröf. Norðr var ckki hægt að komast, en í suðr og austr voru óvinalönd merkr og stórár mörg hundruð mílna til sjáfar á alla vegu. En þegar minst varði fór Shermann með her- inn úr Atlanta, en enginn vissi hvert. Ilann hvarf síðan úr sögunni nærfelt mánuð. Allir sáu, hvar liann fór inn, en hvar hann kæmi út, vissi enginn. Sunnanmönnum íipaðist því.eptirsóknin, að hann skipti hernum og vilti svo sjónir fyrir hinum, hvar hann mundi áleita. Loksins eptir tæpan mánuð bryddi á Barða, eptir 300 mílna ferð, austr við borgina Savanna. Kom hann öllum hern- um heilum og höldnum þángað, og lifði áleiðinni á landi því, sem hann fór yfir. þar lá fyrir floti

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.